Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984. Framhaldsrannsókn í „skreiðarmálinu” lokið: Máliö bíður ákvöröunar hjá ríkisr saksóknara Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lokiö framhaldsrannsókn í „skreiðar- málinu” svokallaöa og var málið sent ríkissaksóknara aftur þar sem þaö bíður nú ákvöröunar en ríkissak- sóknari haföi fariö fram á aö einstök atriði málsins yröu rannsókuö nánar. Að sögn Braga Steinarssonar vara- ríkissaksóknara er málið mikiö aö vöxtum og gat hann ekki sagt til um nákvæmlega hvenær ákvöröun embættisins í því myndi liggja fyrir. „Skreiöarmálið” var í stuttu máli þannig vaxiö aö fölsuö voru farmbréf vegna skreiðarsendingar sem átti aö hafa verið send héöan með skipum Eimskips til Hamborgar og þaöan til Afríku. Höföu aöilar í Afríku, m.a. Kamerún, keypt fölsuöu farmbréfin i þeirri trú aö þeir fengju vöruna en er hún kom ekki fram geröu þeir fjár- kröfur til Eimskips sem námu 6 milljónumkr. Samkvæmt ljósritum af farmbréfum og fylgiskjölum sem bárust til landsins var útflytjandi skreiðarinnar Nordic Fisheries Corp., skráð í Madrid en þetta fyrirtæki viröist ekki til. Máliö hefur veriö í rannsókn síöan í fyrrahaust og meðal þess sem gert hefur verið er aö RLR sendi mann til Kamerún til aö athuga gögnin sem þar voru. -FRI Skautsigí fótinn með naglabyssu Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli varö fyrir því óhappi í fyrradag aö skjóta úr naglabyssu í fótinri á sér. Maðurinn var aö ganga frá húsbúnaði í gám eöa kassa fyrir varnarliösmenn þegar atvikið átti sér staö. Hann var fyrst fluttur á sjúkrahús vamarliðsins en síöan fluttur á sjúkrahús í Reykja- vík. -EH. Hagnaöur fiskseljenda er um 200 milljónir — hefði orðið helmingi meiri að óbreyttum bankalánum Hækkun á fiskbirgöum í landinu vegna gengisfellingar krónunnar núna nemur um 850 milljónum króna. Samkvæmt heimildum í Seðlabankanum má áætla birgðir aö verömæti 7.000 milljónir króna. Af hagnaöi fiskseljenda fara 650 milljónir í hækkun gengistryggðra lána en um 200 milljónir falla til þeirra. Endurkaupalán Seölabankans nema nú rétt um helmingi af verö- mæti fiskbirgöanna, um 3.500 milljónum. Þau eru tengd gengi. Þá eru viðbótarlán, sem viöskipta- bankarnir hafa á sinni könnu, um fjóröungur verömætisins. Þau lán voru tengd gengi fyrir fáum dögum og hækka því í takt við hækkun á erlendum gjaldeyri. Þá er eftir f jórö- ungur birgöaverösins, sem reiknað er meö aö fiskseljendur fái hagnaöinnaf. Mikill urgur er í fiskseljendum víöa um land út af því aö viðbótarlán viðskiptabankanna voru gengis- bundin rétt fyrir gengisfellinguna. Þeir höfðu þó sóst eftir því aö skipta úr innlendri verðtryggingu í gengis- tryggingu fyrr á árinu. Nú líta þeir svo á aö þarna hafi bönkunum veriö réttar 200 milljónir á silfurfati. Heimildarmenn DV i Seölabankan- um segja hins vegar aö þaö hafi ein- ungis veriö ólánleg atburöarás sem tengdi þessa tvo atburöi svo náiö. Kjarabreytingin hafi veriö lengi í undirbúningi og einungis tafist af tæknilegum ástæöum um nokkurra mánaðaskeið. HERB Þrétt fyrir blíðskaparveður á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu hefur verið mikið um óhöpp í um- ferðinni þar. Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarieg slys á fólki en margir þó fengið skrámur og margir bílar beyglur. Meðal óhappa í umferðinni í gær var það sem við sjáum á þessari mynd. Þá fór bíll sem var á leið vestur Hringbraut utan i vörubil með þeim afleiðingum að hann fór yfir graseyju og girðingu og endaði á hvolfi með framendann i austurátt á hinni akreininni. -klp/DV-mynd KAE. RÁÐSTEFNA VINSTRIFLOKKA Um næstu helgi veröur haldin ráðstefna á Hótel Borg undir heitinu: Hvaö vill félagshyggjufólk? Á ráöstefnu þessari veröa frum- mælendur frá öllum stjómarandstööu- flokkunum og er ætlunin aö ræöa hvaöa valkosti stjórnarandstööu- flokkarnir hafi sameiginlega fram aö færa. Ætlunin er einnig að stofna sam- vinnunefnd er hafi meðal annars það verkefni aö ræöa framkomnar hug- myndir um málfundafélag félags- hyggjufólks. Þessi hugmynd hefur veriö til umræöu frá því aö sami hópur hélt ráöstefnu í Gerðubergi í apríl á þessu ári undir heitinu: Island, velferöarríki fyrir hvem? Frummælendur á ráöstefnunni verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennaframboöi, Margrét Björns- dóttir, Alþýöubandalagi, Guömundur Arni Stefánsson, Alþýöuflokki, Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðar- manna og Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista. Ráöstefnan veröur laugardaginn 24. þessa mánaðar á Hótel Borg og hefst klukkan 13.30. -ÓEF. Heitu pottarnir: Sveppirá kynfærin ,,Eg tel alls ekki ólíklegt aö heitu pottarnir í sundlaugunum eigi hér hlut að máli þó erfitt sé aö sanna það,” sagði Sigurður Magnússon, yfirlæknir fæðingardeildar Land- spítalans, aöspuröur um sveppa- sjúkdóminn candidiasis sem leggst einkum á kynfæri kvenna inn- vortis. Einnig geta sveppirnir lagst á kynfæri karla utanverö og valda miklum kláða og óþægindum hjá báðumkynjum. „Tíöni candidiasis hefur mjög aukist á undanfömum árum hér á landi og þaö eina sem vitum er aö hann getur skotiö upp kollinum í framhaldi af notkun fúkkalyfja hjá konum og körlum. En fúkkalyfin skýra ekki öll tilfellin og því erum við aö veöja á heitu pottana,” sagöi Siguröur Magnússon yfirlæknir. ,Elestir sjúklinganna stunda eöa hafastundaðþá reglulega.” Það skal tekið fram aö candidiasis er ekki kynsjúkdómur. ________________-EIR. Ógæfulegtmál „Þetta er ógæfulegt mál,” sagði Guömundur J. Guömundsson, for- maöur Verkamannasambandsins, um gengisfellinguna. „Þaö kemur mest á óvart hvaö hún er stór. Maður bjóst við 7—10%. Þegar búið er aö gengistryggja öll lán, m.a. afurðalán, verða þetta gagnslitlar ráðstafanir fyrir útgerðina. Svona stór gengisfelling kallar á aðra, e.t.v. snemma á næsta ári. -GK. LOKÍ Skyldu þetta vera æti- sveppir? IÍTLENDINGAR streyma til ÍSLANDS í TANNVIÐGERDIR — hlegið að okkur á ráðstef num erlendis, segir Haukur Clausen tannlæknir „Já, það er rétt. Bandaríkjamenn hafa löngum streymt hingað til lands í tannviðgerðir og nú er einnig fariö aö bera á Evrópumönnum,” sagði Haukur Clausen tannlæknir í samtali viö DV. „Þetta þarf ekki aö koma neinum á óvart vegna þess að tann- lækningar eru hvergi í veröldinni ódýrari en hérlendis. Aftur á móti er allur kostnaður hjá íslenskum tann- læknum, efni og tæki, margfaldur á við það sem geríst annars staöar. Eg segi þaö satt, þaö er hlegið að okkur á tannlæknaráðstefnum erlendis.” Ekki treysti Haukur sér til aö áætla fjölda þeirra útlendinga sem hingað hefur komiö í tannviðgerðir né á hve mörgum væri von. Banda- ríkjamenn hefðu alltaf séö sér hag í þessu en nú heföu Evrópubúar bæst í hópinn. Nefndi Haukur sem dæmi aö flugfólkiö í Lúxemborg flygi hingaö gagngert til aö láta gera viö tennum-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.