Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. 19 Heilbrigðisráðherra: Ufeyristiyggingar hafa hækkað um rúm 12 prósent — verkamannalaun um 7 prósent Tekjutrygging og heimilisuppbót hafa hækkaö á árinu um 22,46%, barnalífeyrir og meðlög um 62,38%, en fram til 1. nóv. sl. höfðu almennar hækkanir lífeyristrygginga numiö samtals 12,4% á árinu. Á sama tíma höfðu almenn verkamannalaun hækkað um 7,1%. Einstakir bótaflokk- ar voru hækkaðir 1. mars sl. í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar í sam- bandi við almenna kjarasamninga í febrúar. Þetta kom m.a. fram í þingræðu Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á þingi í síöustu viku. Til umræðu var g jaldtaka fyrir lyf og læknisþjónustu. Kom fram í máli ráöherrans að útgjöld ríkisins á síðasta ári vegna lyfja voru 493 milljónir króna. Lyfjakostnaður sjúkrahúsa var til viðbótar 145 milljón- ir. Ætla má, að sögn ráðherrans, að hlutur sjúklings í heildarlyfjakostnaði heilbrigðisþjónustu sé nú milli 15 og 20%. Gjald fyrir viðtal hjá samlags- lækni er 75 krónur og fyrir komu til sér- fræðings og vegna rannsóknar er g jaldið 270 krónur. -ÞG Aslaug Herdís Brynjarsdóttir afhendir Bjarna Arthúrssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, skjöld til staðfestingar að nú sé hjartalínuritið í eigu Kristnes- sPítala- DV-mynd JBH. Gefið til „gleymdr- ar stofnunar” Nýlega var Kristnesspítala í Eyja- firði afhent fullkomið hjartalínurit að gjöf. Gefandi er Minningarsjóöur Brynjars Valdimarssonar. Brynjar sem var lengi yfirlæknir á Kristnesi léstívor. Hjartalínuritið kostaði um 50 þús- und krónur þegar búiö var að fella nið- ur ýmis opinber gjöld. Þetta er því um 100 þúsund króna gjöf. Gjöfin var afhent á 57. afmælisdegi spítalans. Bjami Arthúrsson, fram- kvæmdastjóri Kristnesspítala, til- kynnti þá jafnframt að endurhæfing sjúklinga þar yrði stóraukin, sérstak- lega gigtar-, hjarta- og heilablóöfalls- sjúklinga. Samkvæmt lögum væri á Kristnesi hjúkrunar- og endurhæfing- arspítali. Yifrleitt væri spítalinn af- skiptur í fjárveitingum og hefði því ekki getað gegnt endurhæfingarhlut- verkinu sem skyldi. Þama væri upp- byggð og gróin stofnun sem kerfið gleymdi í ákafanum að byggja eitt- hvaðnýtt. Með þeirri breytingu sem nú verður gerð sagði Bjarni aö möguleikar ykj- ust á að senda fólk til endurhæfingar og hressingar, því sjálfu til uppbygg- ingar og til að létta á heimilum. Hjúkr- unardeild Kristnesspítala verður óbreytt. JBH/Akureyri. Aðstandendahópur f atlaðra A þessu ári hefur starfað í Reykja- og em fundir hópsins óformlegir og neskjördæmi aðstandendahópur aðallega byggðir upp á rabbi. Fastur þroskaheftra og hreyfihamlaðra ein- fundarstaður hópsins er í félagsein- staklinga. Tilgangur hópsins er ingu verndaða vinnustaðarins örva í fræðslustarf og þrýstingur á þau mál- Kópavogi. efni sem efst eru á baugi hverju sinni ______Nýjung í hártoppagerð_____________ Nýr hártoppur með nýjum fyllingarhárum við svörðinn - hreint ótrúlega eðlilegt útlit! „Baby hairline“ er byltingarkennd nýjung í hártoppagerð. Aukin fylling við svörðinn gefur eðlilegra útlit en nokkru sinni fyrr, svo það er gjörsamlega ómögulegt að sjá annað en þú sért með þitt eigið hár. Þú syndir, þværð þér um hárið, þurrkar það og greiðir án þess að þurfa að taka hártoppinn af þér. Lífið verður leikur einn með „Baby hairline“ hártoppnum. Þú ættir að líta inn eða panta tíma í síma 22077, gera samanburð og þiggja góð ráð. Kynning: Norski hárgreiðslumeistarinn Roy Rismoen, Norðurlandameistari í hártoppagreiðslu, kynnir „Baby hairline“ hártoppinn hjá okkur dagana 21.-25. nóvember. 3000 kr. kynningarafsláttur! Greiðslukort velkomin. • • • Groifinn • • • HÁRSNYR TISTOFA GARÐASTRÆTI6 SÍMI22077. JL ÁFAIMGAR Ferðaátangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin.Eftir5til 10mínútnastanságóðum stað er lundin létt. Minnumst þess aö reykingar í bilnum geta mIUMFERÐAR IPráð m.a. orsakað bilveiki. s nmniHHH SÚLUBOÐ .vöruverö í lágmarki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.