Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Katrín Pálsdóttir lést 13. nóvember sl. Hún íæddist á Hörgslandi á Síöu 18. september 1888. Foreldrar hennar voru Halldóra Einarsdóttir og Páll Stefánsson. Utför Katrínar veröur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Haraidur Á. Sigurðsson lést aöfaranótt 20. nóvember. Fanney Eggertsdóttir, Sólvöllum 2 Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri miövikudaginn 14. nóvember. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Einar Ragnar Guömundsson, Kross- eyrarvegi 14 Hafnarfiröi, lést í St. Jósefsspítala 19. nóvember. Vigfús Guömundsson frá Seli, Ásahreppi, andaöist aö heimili sínu, Hátúni 10A, 19. nóvember. Ingibjörg Magnúsdóttir, Framnesvegi 50 Reykjavík, sem lést í Borgar- spítalanum 14. nóvember, verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. nóvemberkl. 13.30. Guðni Jóhannesson, áöur til heimilis aö Sólvallagötu 58 Reykjavík, andaöist í Hrafnistu Hafnarfiröi, 12. nóvember sl. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrr- þey aö ósk hins látna. Kennsla Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennsla veröur í félagsheimilinu, Bald- ursgötu 9, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Sýndir verða ýmsir síldarréttir og smá- réttir tilheyrandi jólunum. Allir velkomnir. Stjórnin. Skák Skákþing UMSK Skákþing UMSK verður haldið 24. og 25. nóvember nk. í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalamesi. Hefsttaflið kl. 13.00 báöadagana. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monradkerfi í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Umhugsunarfrestur er 45 mín. á mann. Vegleg verðlaun eru í hvorum flokki sem gefin eru af sveitarfélögunum á Kjalarnesi og í Kjós. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem eru félagsbundnir í einhverju af aðildarfélögum UMSK eða eiga lögheimili á sambands- svæðinu, sem er: Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnames, Mos- fellssveit, Kjalarnes og Kjósarhreppur. Þátttökugjald er kr. 50 fyrir yngri flokk og kr. 100 fyrir eldri flokk. Frestur til að skrá inn keppendur á mótið rennur út þann 22. nóv. nk. Hægt er að tilkynna þátttöku og afla nánari upplýsinga á skrifstofu sambandsins að Mjölnisholti 14 í síma 16016 og hjá Kristni G. Jónssyni Brautarholti í síma 606044. Fundir Félag áhugamanna um réttarsögu Fræðafundur í Félagi áhugamanna um rétt- arsögu verður haldinn laugardaginn 24. nóvember nk. kl. 14.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans (ath. breyttan fundartíma). Fundarefni: Dr. Mons Nygard, prófessor í Bergen, flytur erindi er hann nefnir: „Norsk sjobruksrett i historisk lys”. Fyrirlesarinn er prófessor í réttarsögu við háskólann í Bergen í Noregi og kemur hann h ingað til lands í boði Félags áhugamanna um éttarsögu. I erindi sínu mun hann einkum fjalla um sögulega þróun réttarreglna um eignar- og nytjarétt að strandsvæðum (í tengslum við fiskveiöar og útræði), um rétt landeigenda og annarra rétthafa að landi til fiskveiða og annarra sjávamytja í námunda við land og um réttindi yfir landgrunninu í sögulegu ljósi. Erindið verður flutt á norsku. Hér er um athyglisvert efni að ræða sem um margt á sér hliðstæðu hérlendis. Fundurinn er öllum opinn og eru félags- menn og aðrir áhugamenn hvattir til að mæta. Fundur um vímuefni og varnir gegn þeim Annað kvöld, fimmtudaginn 22. nóvember, efnir Þingstúka Reykjavíkur til fundar um vímuefni og vamir gegn þeim í Bústaðakirkju. Fundurinn hefst kl. 20.30. Frummælendur á fundinum verða Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir og Helgi Seljan alþingismaður. Skólakór Kámess, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, kemur og syngur á f undinum. Viðfangsefni fundarins er að glöggva sjón á því hvar við eram stödd að því er neyslu vímuefna varðar. Um það er Jóhannes Berg- sveinsson manna fróðastur vegna atvinnu sinnar. Helgi Seljan er í fremstu röð þjóðmálamanna að því er varðar áhuga um varnir gegn því tjóni sem vímuefni valda. Hvernig á aö mæta þeirri hættu sem hér vofiryfir? Sérsköttun—samsköttun Kvenréttindafélag Islands heldur fræðslu- og umræðufund um sérsköttun—samsköttun hjóna fimmtudaginn 22. nóvember nk. kl. 20 að Hótei Esju, 2. hæð. Frummælendur verða: Ema Bryndís Halldórsdóttir endurskoðandi gerir grein fyrir gildandi lögum um tekju- og eignaskatt. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur f jallar um sam- sköttun hjóna. Sólveig Olafsdóttir lögfræðingur talar um sér- sköttunhjóna. A eftir verða almennar umræður. A undanförnum mánuðum hefur mikið ver- iö rætt um samskööun hjóna í tekjuskatti hjóna í stað þeirrar sérsköttunar sem nú er í gildi. Stjórn KRFI vill því taka þetta mál til umfjöllunar með tilliti til þess hvort forsend- ur hafi breyst frá því að stjórn félagsins hafn- aði alfarið þeirri samsköttunarleið sem gert var ráð fyrir í skattalagafrumvarpinu 1977. Stjórnin hvetur því alla sem áhuga hafa á málinu til aö koma á fundinn. Stjórnin. - Aðalfundur KSS Þann 29. september síöastliöinn var haldinn aðalfundur Kristilegra skólasamtaka (skammstafað KSS). Á fundinum var kosin nýstjórn. Hana skipa: Ölafur Sverrisson, MS, formaöur, Kristbjörg Gisladóttir, Ví, ritari, Magnús R. Guömunds- son, MR, gjaldkeri, Steinunn Ásgeirsdóttir, MH, söng-, bæna- & samfélagsfulltr., Tómas Torfason, Vl, spjaldskrár- og kynningarfulltr. I KSS eru um 300 manns á skrá þar af um helmingur virkur. KSS-fundir eru vikulega, á laugardagskvöldum kl. 20.30, og eru allir unglingar 13—20 ára velkomnir. Eftirprentanir eftir Baldvin Árnason Fyrir skömmu komu á markaðinn eftirprent- anir á málverkum Baidvins Jónssonar. Bald- vin hefur verið mikið erlendis, málað þar og gert skúlptúr. Hann hefur haldið 8 sýningar í Færeyjum. IMemendaráð Stýrimanna- skólans í Reykjavík fagnar nýframkominni áfangaskýrslu bing- mannanefndar um öryggismál sjómanna og tillögurn hennar. Nemendaráð vill sérstaklega þakka þann skilning á námsmálum sjómanna og aðstöðumun er sjómenn búa við í þeim efnum og kemur fram í skýrslunni og það er svo sannarlega kominn tími til að „mönnum með salt í hárum” verði gefinn kostur á að njóta skólakerfisins sem þeir hafa átt hvað drýgst- an þátt í að byggja upp. Eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu er sjó- mönnum gert erfiðara fyrir um nám en flestum öðrum stéttum í landinu. Því skorar nemendaráð SSR á Alþingi að standa vel og dyggilega að þessu þjóðþrifamáli. Því auðveldara sem sjómönnum er gert aö afla sér menntunar, því meiri og haldbetri menntun; þvi öraggara h'f fyrir islenska sjómenn. Þeireigaþaðinni. Tónleikar Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands A morgun, fimmtudaginn 22. nóvember, heldur Sinfóníuhljómsveit tslands tónleika í Háskólabíói og hef jast þeir kl. 20.30. Þetta eru aukatónleikar og á efnisskránni era eingöngu atriöi úr amerískum söngleikjum t.d. úr ,,My Fair Lady,” „Carousel”, Porgy an Bess” „Westside Story”, „Man of La Mancha”, South Pacific”, Show Boat’’ (Old Man River) o.fl. Tveir bandarískir listamenn era komnir til landsins og munu þeir koma fram með hljóm- sveitinni á þessum tónleikum. Hljómsveitarstjórinn Robert Henderson hóf nám í hljóðfæraleík fjögurra ára, fyrst lærði í gærkvöldi I gærkvöldi Reilly ræður ríkjum Laust eftir klukkan níu í gær hófs sjöundi þátturinn um njósnarann Reilly. Að venju stóð maöurinn í stór- ræöum og enn var hann á ferð í Sov- étríkjunum, að þessu sinni til að stjórna byltingu. Honum varð vel ágengt í fyrstu að því er ég gat best séð. Mútaði háttsettum mönnum með enskum sterlingspundum og skálaði við drykkfellda Rússa í inn- lendu vodka. Þessir Reilly þættir hafa bara verið alveg ágætir, a.m.k. þeir sem ég hef átt kost á aö sjá. Maðurinn sá svífst einskis, og ef ég hefði ekki lesiö sögubókina mína þeim mun betur hefði ég vel getað trúað aö honum hefði tekist að verða forsætisráðherra þarna fyrir austan. I kjölfar Reillys kom svo erlent kast- ljós í umsjón ögmundar Jónassonar fréttamanns. Málefnið var að þessu sinni Indland og var góö viðbót við þær greinar sem ég hafði lesið eftir Þóri okkar Guðmundsson. Hann kom reyndar líka fram í þættinum í gær- kveldi og sagði frá för sinni í stórum dráttum. Mikil urðu vonbrigði mín þegar ég uppgötvaði rétt áður en ég gekk til náða að ég haföi steingleymt að hlusta á tónleika íslensku hljóm- sveitarinnar sem voru á dagskrá í út- varpinu kl. 11. Eg verð að segja eins og er að ég er svekktur yfir því. Al- veg meiri háttar spældur. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Trausti Jónsson veðurfræðingur: Góð útvarpsdagskrá Eg hlusta mikiö á útvarp og það sem ég legg mig sérstaklega eftir að hlusta á eru þættir um íslenska tón- list. Einnig hlusta ég mikið á síðdeg- isdagskrána og eiginlega dagskrána í heild því útvarpið er í gangi í vinn- unni allan daginn. Eg hlusta svona á einn og einn þátt á rás 2 þegar ég man eftir því. Þátturinn um þjóð- lagatónlist er ágætur og eins var gaman að þættinum sem þeir Guð- mundur og Bogi stjórnuðu, um tón- list gullaldaráranna. I heild sinni finnst mér útvarps- dagskráin góð og það sama má eigin- lega segja um dagskrá sjónvarps þó að það séu ekki mörg tækifæri sem ég hef til að horfa á það því sjón- varpstæki á ég ekkert. Samt er eitt sem mér finnst gremjulegt við dag- skrá sjónvarps og það er, hversu mikið er af framhaldsþáttum ýmiss konar í dagskránni. Það er útilokað fyrir þá sem ekki fylgjast reglulega með sjónvarpi eða vinna vaktavinnu að fylgjast meö svoleiðis þáttum. hann á fiölu en síðan píanó og hom, og fljót- lega bættust tónsmíöar og hljómsveitarstjórn viö námsefniö. Hann stjórnaöi flutningi á eigin tónsmíö 13 ára og 16 ára vann hann eftir- sótt tónsmíöaverölaun. Árin 1979—’82 var hann stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Little Rock, Arkansan. Einsöngvarinn Thomas Carey er fæddur í Suöur-Karólínufyiki í Bandaríkjunum og stundaöi tónlistarnám í New York. Hann fékk styrk til náms hjá Hans Hotter viö tónlistar- skólann í Munchen. Hann hefur unniö til ým- issa verölauna. Hann söng m.a. hlutverk Papagenos í Töfraflautunni eftir Mozart og Gemont í La Traviata eftir Verdi í óperunni í Amsterdam. I París söng hann m.a. Rigoletto og í Covent Garden söng hann undir stjóm hins kunna hljómsveitarstjóra Colin Davis. Hann hefur einnig sungiö víöa í Bandaríkjun- um, m.a. í Carmina Burana undir stjórn Leo- pold Stokowski. Sömuleiðis hefur hann sungiö fjöldann allan af amerískum söngleikjum, m.a. Show Boat og í Porgy and Bess. Hljómsveitin Rikshaw með opnunartónleika í Safarí Fimmtudagskvdldið 22. nóvember heldur hljómsveitin Rikshaw fyrstu tónleika sina í veitingahúsinu Safari vift Skúlagötu. Tónlist þeirra Rokkast undir nýbylgju og er öll frum- samin. Hljómsveitina skipa: Sigurður Hannesson trommur, Dagur Hilmarsson bassi, Richard Scobie söngur og hljómborft, Sigurftur Gröndal gítar og Ingólfur Guftjónsson hljómborft. Húsift veröur opnaft kl.22: Jólabasar Vinahjálpar Jólabasar Vmahjálpar verftur haldinn aft Hótel Sögu (Súlnasal), sunnudaginn 25. nóv. ’84, kl. 2 e.h. Glæsilegt hapjxirætti. Kaupift jólagjafirnar hjá okkur um leift og þift styrkíft gott málefni. BELLA Ég lét Hjálmar fá lykilinn að íbúðinni minni aðeins vegna þess að ég hef ekki pláss fyrir hann neins staðar á mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.