Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 1
ÞriSjudagur 23. maí 1967 - 48. árg. 120. tbl. •- VERð !££ Mikið tjón í eldsvoða Hver er þróunin í sjávarútveginum? EIGNIR sjávarútvcgs og fiskiðnaðar I skipum, verksmiðj- um_ vélum og öðrum fjármuuum hafa aukizt um rúmlega 50% frá árslokum 1958 til ársloka 1966. Miðað við verðlag árs- ins 1960 námu þessar eignir 1958 2600 milljónum, en 1966 4045 milljónum. í árslok 1958 voru fiskiskip yfir 100 brúttólestir 49 að tölu, samtals 7561 brúttólest, en 1. desember 1966 voru þau 181, samtais 40470 rúmlestir brúttó. Aukningin nemur því yfir 400 %. Afkastageta sildarverksmiðja á Austurlandi var í árslok 1958 13820 mál á sólarhring. en í árslok 1965 36350 mál. Afkastageta síldarverksmiðja við Suðurland og Vesturland var í árslok 1958 10900 mál á sólarhring, en var í árslok 1965 orðin 38500 mál. I Rvík, SJÓ. Milúð tjón varð í eldsvoða í gærmorgun að Skúlagötu, en þar brunnu tveir braggar og eru þeir gjörónýtir. Slökkviliðið fékk tilkynningu kl. 9.40 um að eldur væri laus í tveimur bröggum að Skúlagötu 40. Var annar bragginn alelda, er að var komið, en hann er í eigu Fiat- Þessa mynd af eldinum tók Stefán Nikulásson í gær/ ^ umboðsins, en í þeim bragga eru | bifreiðir ryðvarðar með svonefnd ; ri Tectyl-ryðvörn. Við hliðina á honum er bragígi, seni er eig*. Tryggva Ólafssonar, en hann var notaður sem geymsla og verfe- stæði fyrir Hjólbarðaverkstæðið Barðann. Eldurinn var slökktur á einni klst., en braggarnir brUnnu þó mjög mikið og eru algerlega ónýtir. Um tíma var óttast, að eldurina Framhald á 14. síð«. Sjötíu bíða bana 1 eldsvoða í Brussel Briissel 22. maí (NTB-AFP). Gífurlegur eldsvoði varð í Brússel í dag. Eldur kom upp í stóru vöruhúsi og læsti eldurinn sig fljótlega í nálæg hús án þess að slökkviliðið fengi við nokkuö ráðið og óttast er að um 70 manns að minnsta kosti hafi farizt. Seinna breiddist eldurinn svo enn út í fleiri hús í miðhluta Brussel, þar sem eru bæði verzl- anir og íbúðir, og greip mikil skelfing um sig í borginni. Allt slökkvilið borgarinnar var kvatt út og í gærkvöldí var enn barizt við að ráða niðurlögum elds ins. Margir slökkviliðsmenn munu hafa farizt f eldinum og meðan þeir reyndu að ráða niðurlögum eldsins í vöruhúsinu hrundi önn- ur hlíð byggingarinnar á þá og brunabifreiðar. Flestir sem fór- ust voru starfsfólk vöruhússins og viðskiptavinir, sem ekki komust út, en stukku út um glugga í logandi klæðum. Fundizt hafa 22 látnir, en fimmtíu er enn sakn- að af þeim rúmlega þúsund manns, sem inni í vöruhúsinu voru, um 100 manns eru særðir. Eldurinn breiddist svo fljótt út, að fimm nálæg hús í hverfinu urðu eldtungunum að bráð. Seint í gærkvöldi, er álitið var, að tekizt hefði að komast fyrir eldinn, var tilkynnt um, að eld- ur hefði blossað upp á ný og nú væri stór benzíngeymir í hættu. Fjölsóttur fundurá Iðugardag Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hélt glæsilegan hádegisverðarfund í Iðnó sl. Iaugárdag. Húsfyllir var og mikill sóknarhugur hjá fundarmönnum. Sýndi fundurin* það vel, að Alþýðuflokksfólk I Reykjavík er staðráðið í því að tryggja það að Eggért G. Þor- steinsson verði áfram kjördæma- kosinn þingmaður Reykjavíkur. Björgvin Guðmundsson, formað ur Alþýðufl.fél. setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Kvað hann þetta fyrsta hádegis- verðarfund Alþýðuflokksins en aðsóknina að honum sýna að rétt væri að halda fleiri slíka fundi. — Ræðumenn á fundinum vom Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, efsti maður A-listans í Reykjavík og Sigurður Ingimundarson, alþing- ismaður, 3. maður A-listans í Framhald á 14. síðu. Frá hádegisverðarftmdinum. Gylfi Þ. Gíslason að halda ræðu. (Ljósm.: Bjarnleifur).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.