Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 4
1 : : í I í Hvað vorð um verðhækkunina i ÞJÓÐVILJINN birti heilsíðugrein síðastliðinn jsunnudag um batann á viðskiptakjörum þjóðarinnar .undanfarin ár. Hann hefur sannarlega verið mikill, lenda er mikið búið um það að skrifa á liðnum árum. Þjóðviljinn reiknar út, hvað við hefðum getað keypt fyrir það fé, sem batnandi viðskiptakjör hafa fært i'okkur: Allan matvælainnflutning þjóðarinnar á einu ; árinu, öll ný skip og báta á öðru tímabili. Og svo læt- ur Þjóðviljinn eins og hann sé alveg hissa á því, að það skuli valda tímabundnum erfiðleikum, þegar verðhækkun undanfarinna ára snýst aftur í verðlækk un, eins og nú hefur átt sér stað. Hann telur þáð gjaldþrot, að menn skuli ekki láta eins og ekkert sé, þegar verðlag á um það bil 70% útflutningsins stórfellur. Það er engu líkara en að blaðið haldi, að tekjunum af bættum viðskiptakjörum hafi verið fleygt, og þess vegna standi ráðamenn nú uppi í vandræðum. En hvað skyldi hafa orðið af tekjuaukanum vegna bættra viðskiptakjara? Þjóðviljinn segir sjálfur, að á árabilinu 1960-1965 hafi verðlag á útflutningsvörum okkar hækkað um- frarn verðhækkanir á innfluttum vörurn um 31,5%. Á þessu sama tímabili hækkuðu raunverulegar þjóð- artekjur um 45%. Vöxtur þjóðarteknanna átti m. ö. o. ekki eingöngu rót sína að rekja til bættra viðskipta- kjara, heldur einnig til aukningar á þjóðarframleiðsl unni. Á mann jukust þjóðartekjumar á þessum árum um 32%. En hvað skyldi hafa orðið um þessa aukn- ingu þjóðarteknanna, þar á meðal batann á viðskipta kjörum? Ráðstöfunartekjur fjölmennustu atvinnu, stéttanna, þ. e. verkamanna, iðnaðarmanna og sjó- meira fé milli handa. Matvælin og skipin og bátarn- en ráðstöfunartekjur eru atvinnutekjur, að frádregn- um beinum sköttum, en að viðbættum fjölskyldubót- um. Ráðstöfunartekjur almenning uxu m. ö. o. á þessu tímabili meira en þjóðartekjurnar, að meðtöldum bat anum á viðskiptakjörunum. Hinum auknu tekjum var dreift meðal atvinnustéttanna, almenningur fékk meiri fé milli handanna. Matvælin og skipin og bátarn ir, sem Þjóðviljinn var að bera saman við batann á viðskiptakjörunum, voru keypt. Matvælin er búið að borða, en skipin og bátana eigum við, enda jókst þjóðarauður íslendinga á þessum árum mjög veru- lega. Ef auknar þjóðartekjur á undanförnum árum hefðu ekki dreifzt meðal almennings, heldur verið lagðar til hliðar sem varasjóður til erfiðra ára, væri nú ekki um vandamál að ræða. Vandinn, sem þjóðinni er nú á höndum, stafar einmitt af því, að þjóðartekjuaukning in á undanförnum árum var notuð í j'afnríkum mæli og átt heíur sér stað. 4 23. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14905. — AÖsetur: Alþý3uhúsi5 við H.verfisgötu-, Rvík. — Prentsmiðja AlþýðUblaðsinsi Simt 14905. — Áskriítargjald kr. 105;00. — í lausa- sBÍU kr-. 7.00 eintaluð. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn, INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS1967, l.Fl Sala spariskírteina ríkissjóðs 1967, 1. fl., stendur nú yfir. Skírtein- in eru til sölu í viðskiptabönkum, bankaútibúum, stærri sparisjóð- um og hjá eftirfarandi verðbréfasölum í Reykjavík: — Ágústi Fjeld- sted og Benedikt Blöndal Lækjargötu 2, Málflutningsskrifstofu Ein- ars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Pét- urssonar, Aðalstræti 6, Gunnari J. tVTcdler, áuðurgötu 4y K/auphöll- inni, Lækjargötu 2 og Lögmönnum, Tryggvagötu 4. — Skírtein- in eru einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Hafnarstræti 14. ★ ÆSKUUÝÐSVANDAMÁLIÐ OG LEYNIVÍNSALARNIR. Þættinum hefur borizt eftirfar- andi bréf frá N. N.: „Æskulýðsvandamálið svo- kallaða skýtur ævinlega upp kollinum um hvíta- sunnuleytið. Svo fór og að þessu sinni. Þó má segja, að í heild hafi ferðalög og framkoma ungs fólks verið með skaplegra móti nú en oft endra- nær, þótt enn sé víða pottur brotinn í þeim efnum. Virðist hér raunar orðið um tlltölulega fámennan hóp að ræða, sem ekki kann fótum sínum for- ráð, en sleppir fram af sér beizlinu á hátíðum og tyllidögum meir en góðu hófi gegnir. En þróunin virðist ganga í rétta átt, og má ef til vill þakka það að einhverju leyti auknum afskiptum hins opinbera af málum æskulýðsins í seinni tíð. Hafa bæjarfélög og riki lagt góðan skerf til þessara má'la í fjárveitingum og ýmis konar fyrirgreiðslu, m. a. gengizt fyrir aukinni æskulýðsstarfsemi í skólum landsins. Meira aðhalds á samkomum hefur og gætt hjá ýmsum félagasamtökum, einkum úti • á landsbyggðinni. Hins vegar hefur ikomið æ betur í Ijós, að ekki er æskulýðnum einum um að kenna það sem miður fer, þótt ástæðulaust sé að afsaka drykkjuskap og skrílslæti ungs fólks meir en efni standa tii, drjúgan þátt í þessu ó- fremdarástandi eiga óprúttnir leynivinsalar og bifreiðastjórar, sem gera sér vanþroska og ístöðu- leysi unglinganna að féþúfu, eins og fram kom núna um hvítasunnuna. Verður óhjákvæmilegt að fylgjast betur með þessum kumpánum og iðju þeirra í framtíðinni. ★ SÉRLEYFISHAFINN OG HVÍTASUNNUHNEYKSLIÐ Tvennt vakti einkum athygli í sambandi við hvítasunnuflandur unglinganna að þessu sinni. Annars vegar áfengi það, sem ungl- ingarnir höfðu meðferðis og lögreglan tók í sína vörzlu, hins vegar framkoma sérleyfishafans, sem flutti unglingana. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hirti hún um hundrað og fimmtíu flöskur áfengis af þessum ungu ferðalöngum, sem flestir voru & aldrinum 13—21 árs. Var það að sjálfsögðu góðra gjalda vert, en átelja veröur, hvað slælega virð- ist gengið eftir, að upp komist um þá, sem selja unglingum áfengi, en nauðsynlegt er að draga seljendurna fram í dagsljósið og láta þá svara til saka. Þó virðist hlutur sérleyfishaf- ans verstur. Að sögn blaða hafði hann að engu auglýsingar um, að tjaldstæði væru hönnuð á Laugarvatni, og sömuleiðis orð og aðvaranir lög- reglunnar um að flytja ekki unglingana austur þangað, og hafnaði seinast í malargryfju í Álftar- hólum með hópinn, eftir að lögreglan hafði vísað honum úr Laugardalnum. Kórónaði hann svo af- rekið með því að skilja unglingana þarna eftir í reiðileysi og hafði ekki einu sinni fyrir því að vitja þeirra aftur og flytja þá í bæinn. Þessi framkoma sérleyfishafans hefur verið rækilega fordæmd og ýmsir hafa lát- ið í Ijós þá skoðun, að hann verðskuldaði ekkert minna en sérleyfissviptingu fýrir vikið. í öllu falli ber hinu opinbera að láta rannsaka þetta allt saman, bæði leynivínsöluna og mál sérleyfis- hafans, og beita viðurlögum, eftir þvl sem efnl standa til. Það er í raun og veru móðgun við alla æskulýðsstarfsemi í landinu að þegja við öðru eins og þessu og láta eins og ekkert hafi gerzt. „Við þökkum tilskrifið. — Stemn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.