Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 3
U Thant fer til Kairó JERUSALEM, 22. maí (NTB-Reuter). Levi Eskhol, forsætisráðherra ísraels, hvatti til þess á þingi, að Egyptar og ísraelsmenn fækk uðu í herliðum sínum á landamær imurn. Jafnframt hélt hann því fram, að með því að fallast á brottflutning gæzlusveita SÞ frá Dráttarvéla- námskeið í sambandi við búvinnunám- skeið Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Búnaðarfélags íslands, " verður haldið stutt námskeið um með ferð dráttarvéla í Slysavarnahús- inu, Grandagarði, fimmtudaginn 25. maí kl. 17— 18.30, fyrir ald- ursflokkana 14 — 16 ára. Einnig verður kennd skyndi- lijálp og lífgun með blástursað- ferð. Innflytjendur dráttarvéla munu lána vélar til sýnikennslu og fá unglingarnir að reyna þær. Væntanlegir þátttakendur vin- samlegast tilkynni þátttöku í síma Æskuiýðsráðs, 15937, eða í síma 20360 og 20135 í Slysavarna- húsinu fyrir 24. maí n.k. New Orleans, 22. maí (NTB-Reu ter). Ríkissaksóknarinn í New Orle- ans, Jim Garrison, hefur sakað ,,vissa menn, sem vildu endur- heimta Kúbu“, um morðið á Kennedy forseta. Hann 6agði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að bandaríska Ieyniþjónustan CIA vissi hvaða menn hefðu verið við- riðnir samsærið um að myrða for setann o? kvaðst mundu halda á- fram tilraunum sínum til að sanna að um samsæri hefði verið að ræða. Garrison hélt því fram að for- setamorðinginn, Lee Harvey Os- wald, hefði verið leiguþý CIA, andstæðingur kommúnista og samstarfsmaður kúbanskra útlaga er gátu ekki- gleymt liinni mis- heppnuðu innrásartilraun í Svína flóa 1961. Garrison sakaði CIA um að torvelda rannsókn sína í málinu. Talsmaður CIA hefur neit að að l'áta hafa nokkuð eftir sér um ásakanir Garrisons. landamærunum. hefði U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, brotið í bága við reglur, er fyrirrennari < [ hans, Dag Hammarskjöld, setti Eskhol ssagði, að Hammarskjöld i hefði skýrt ísraelsstjórn svo frá f 1957, að ráðgjafanefnd SÞ-gæzlu \ liðsins mundi fjalla um allar til- i lögur um brottflutning gæzlu- sveitanna en þessi nefnd mundi f síðan ákveða hvort áskorun um brottflutning sveitanna skyldi lögð fyrir Allsherjarþing SÞ. Eskhol hvatti til þess. að bönn uð yrðu skemmdarverk og hryðju verkastarfsemi gegn löndum, sem aðild eiga að SÞ. Hann sagði, að hermönnum Egypta við landamær in í Sinaiauðninni hefði verið fjölgað úr 3000 í 80000 síðustu daga. Orsök spennunnar væru auknar árásaraðgerðir Araba gegn ísraelsmönnum, sem engu að síð ur hefðu sýnt mikla stillingu, en tekið skýrt fram þegar skemmdarverk Sýrlendinga færð- \ ust í aukana, að þau yrðu ekki látin viðgangast. Löngu áður en liðssafnaður Egypta hófst hefðu SÞ tilkynnt Egyptum, að fréttir um liðssafnað og árásarundirbún- ing ísraelsmanna væru ósannar. □ U Thant til Kairó. U Thant sagði blaðamönnum skömmu áður en hann lagði af stað til Kairó í kvöld, að hann ’ mundi ekki heimsækja önnur Arabaríki eða ísrael í ferðinni. Framhald á 14. síðu. Hverfisstjórar í Melaskólaumdæmí. Mætið í kvöld, þriðju- dag kl. 20,30 að Suð- urlandsbraut 12. UMDÆMISSTJ ÓRI. sofa, Sofa, Um leið og hundruð skólaungl- inga taka einkunnabækur og hlaupa út i vorið setjast aðrir við prófborð og búa sig undir ennþá meiri lestur. í gær- kvöldi fóru tvær ungar stúlk- ur flugleiðis norður á Akur- eyri til þess að gangast undir stúdenspróf þar. Við hittum þær að máli á Reykjalundi i gær. Þær voru þá önnum kafn ar við að setja niður í töskur bæði fatnað og bækur og skeyttu því engu, þótt sólin skini úti og vermdi þá, sem sátu í geisla hennar. Þessar ungu stúlkur heita Elín Þorsteinsdóttir Snædal og Þuríður Baxter. Elín er tvít ug að aldri, en hefur verið veik frá barnæsku og verður nú að vera í hjólastól, en hún lætur þó engan bilbug á sér finna. Foreldrar hennar búa á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal, en Elín segist nú lítið vera heima nema um hásumarið. Hún fór í Menntaskólann á Akureyri, bjó á heimavistinni þar, og kunni prýðilega við ig. í haust þurfti hún að gang- ast' undir aðgerð og hefur síð- an dvalizt á Reykjalundi. En hún hélt náminu áfram og um áramótin kom vinkona hennar Þuríður og settist að hjá henni. Þær fengu lánaðan svefnstól handa Þuríði og svo fóru þær að lesa. Þuríður er Reykvíkingur. Fór fyrst í Menntaskólann í Reykjavík, en eftir eins vetrar dvöl þar, hætti hún námi. Eft- ir tvö ár komst hún svo að raun um, að hana langaði til að halda áfram og fór þá norð- ur á Akureyri í menntaskól- ann þar. Ilún segist hafa ver- ið haldinn miklum námsleiða, þegar hún hætti í þriðja bekk, — en eftir að hún byrjaði aft- ur, hafi sér fundizt mjög gam- an að læra. Þeim vinkonunum kom sam- an um, að latínan væri sér- staklega skemmtileg. Það væri eins og að ráða krossgátu að þreifa sig fram úr latínuköfl- unum. Þuríður sagði svo, að sér þætti gaman að frönsku, — en Elín nefndi íslenzku. Þær eru ekki alveg búnar að komast yfir allt námsefn- ið, en vonast til að Ijúka því á milli prófa. Það er ágætt næði á Reykjalundi og lestur- inn hefur gengið vel. „Við töl- uðum alveg út', þegar ég kom um áramótin“, sagði Þuríður, ,,og síðan liefur þetta gengið ágætlega". — Þær segja, að það geti vel verið að þær haldi áfram að lesa saman í fram- tíðinni, ef þær fara þá ekki sín í hvora deildina í háskól- anum. En báðar eru þær enn- þá óákveðnar, hvað þær ætla að læra að loknu stúdents- prófi. Það fyrsta, sem þær segjast ætla að gera, þegar prófunum er lokið, — er að sofa, SOFA ......í marga daga samfleytt. Myndin hér til hliðar var tekin við opnun vörusýning- ar fimm Austur-Evrópulanda í Laugardalshöllinni á laug ardag. Var mikið fjölmenni við opnunina og margar ræð ur haldnar. Að lokinni opnun athöfninni var sýningin opn uð almenningi og hefur að- sókn að henni verið mjög góð yfir helgina. 23. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.