Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 16
 ®Msm Reykjavíkurvaldið Það er ekki að því að spyrja að allt þarí að vera mest og merki- legast í henni Reykjavík. Þegar Reykjavíkurvaldið lætur á sér kræla, þá er nú ekki verið að Imgsa um jafnvægi í byggð lands- ins eða hvað þaö nú heitir, þetta sem hljómar svo fallega í munni, en enginn veit hvað merkir. Reykjavíkurvaldinu dugir til dæm is ekki að eiga menn í framboði í öllum kjördæmum landsins, held xir verður það líka að hafa fleiri lista í Reykjavík en annars stað- ar. Víðast hvar þykir mönnum fullnóg að hafa fjóra lista í kjöri, en Reykvíkingum dugir ekki færri en sex. Nágrannabyggðirnar, sem Reykjavík líka, þótt þær auðvit- að séu það ekki, reyna auðvitað iað keppa við stóra bróður og eru með fimm lista, enda eru þær svæði eða STÓR-REYKJAVÍK, flestar á svokölluðu Reykjavíkur- stundum þykjast vera hálfgildings sem sumir kalla. Sú nafngift er að vísu mikill misskilningur frá sjónarmiði Reykjavíkurvaldsins, því að auðvitað er engin þörf á að Kópavogi sé bætt við Reykja- vík til þess að hún sé stór. Það er meira að segja mikið álitsmál, fivort Ihún sé ekki því stærri, því minni hluti sem af henni er tek- inn. Vesturbærinn einn út af fyrir sig er þannig raunverulega miklu stærri heldur en þegar Austur- bænum og Kleppsholtinu er bætt við, svo að ekki sé nú minnzt á' Árbæjarhverfið, — en þetta er kapítuli út af fyrir sig, sem hér skal ekki rekja lengra. Nú er það segin saga, að hver sú nýjung sem fram kemur í höf- uðborginni hlýtur með tímanum að breiðast út til hinna dreiíðu byggða, og þess vegna má alveg bóka það að áður en mörg ár verða liðin, verði listarnir líka orðnir fimm eða sex í hverjum kosningum úti á landi, en auð- vitað má þá líka gera ráð fyrir því að Reykvíkingum dugi þá ekk ert minna en tíu eða tólf. Við þessu er að vísu ekkert að segja, baksíðan er jafnvel á því að þelta sé í alla staði hin ágætasta þró- un. Lokamarkið hlýtur nefnilega að vera að hver maður sé stjórn- málaflokkur út af fyrir sig, og þróun síðustu mánaða virðist' ein- dregið benda til þess, að því marki verði innan tíðar náð. Nú eru kjósendur í landinu víst farn ir að nálgast hundrað þúsund, og þá er alveg sjálfsagður hlutur að flokkarnir verði jafnmargir. Þess- ari flokkafjölgun fylgir að vísu Sjúkdómsgreiningin Ég vaknaði í morgun með hroll og höfuðverk og hálft' um eins og festur upp á þráð, og ég var eins og vankuð og vingluð rollukind og vissi ekki nokkur sköpuð ráð. Ég dreif mig því í skyndi að finna doktorinn minn með sín dýrlegu instrúment og spritt, og útskýrði sem ljósast hvaða Ijóður væri á, hversu laklegt væri heilsufar mitt. Og doktorinn var hægðin sjálf og lieimtaði mig úr, ég hóstaði og andaði djúpt og rak út úr mér tunguna og sagði a-a-a .... en ekki féll mér verknaðurinn ljúft. Svo lagði karlinn frá sér instrúmentin öll og íhugandi strauk sinn bera koll: Þessi kvillaskratti er algengur nokkuð nú í vor og við nefnum hann kosningahroll. ýmislegt annað, sem sumum kann að þykja horfa til nýlunda, t.d. gefur auga leið að menn verða að fá leyfi til þess að vera í fleir- um en einum flokki samtímis. Það er líka alveg augljóst má'l, að þeir hljóta að öðru jöfnu að vera beztu flokksmennirnir, sem hafa í flestum flokkum verið og náð sér þannig í dýrmæta reynslu. Raunverulega er það spurning, hvort ekki væri rétt að þeim væri bannað að ganga í stjórnmála- flokka, sem ekki væru fyrir í ein- hverjum öðrum stjórnmálaflokki. Yrðu flokkarnir allir, fjórir, fimm eða sex eða hundrað þús- und eða hve margir þeir kunna að verða, sammála um að gera þetta að höfuðatriði flokkslaga sinna, þá er enginn efi á' því, að stjórnmálalíf í landinu tæki allt' miklum stakkaskiptum. Og þau stakkaskipti yrðu áreiðanlega til bóta. Því er nefnilega stundum svo farið með hluti að þeir geta ekki breytzt nema á einn veg, og út af fyrir sig má það vera mönn um nokkur huggun. — Þú trúir þó ekki á óskabrunna, Karl. .. •— Sögðust þér þjást af stelsýki? — Bankasendillinn er lengi á leiðinni... bara að ckkcrt hafi nú komið fyrir hann. Ég lék heilmikið hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar og í einu leikriti hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir mörgum ár um. En svo lagðist ég í barn eignir.... Þjóðviljinn Það er ekki heiðarlegt a9 svíkja undan skatti Og þó gera margir heiðarlega til- raun til þess.... Sjónvarpið er alltaf að koma með eitthvað nýtt. Bráðum verður hægt að sjá þar 39 ára gamlar litmyndir.... Mér skilst að tæknin hafi gert heiminn minni. Nú kemst hann allur fyrir á ör lítilli Ijósmyndafihnu .w

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.