Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 15. maí 1986 89. tölublað • Stúdentastjörnur * Stúdentaskeiðar • Stúdentarósir • Stúdentarammar Stúdentagjafir í miklu úrvali GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Siglufjörður: Heimild fyrir 6 leigu- íbúðum „Bæjarráö og bæjarstjórn eru búin að samþykkja aö fara út í framkvæmdir vegna leigu- íbúða í bænum. Það á eftir að kanna möguleika sem fyrir hendi eru til að framkvæma verkið,“ sagði Jón Pálmi Páls- son bæjarritari á Siglufírði. Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur borist bréf frá Húsnæðisstofn- un ríkisins þar sem stofnunin heimilar að hefja tæknilegan undirbúning og framkvæmdir við byggingu eða kaup á 6 leiguíbúðum á Siglufírði. Jón Pálmi sagði að 3 möguleik- ar væru fyrir hendi í þessu máli. Sá fyrsti væri að byggja nýjar íbúðir, annar að kaupa íbúðir af verktaka sem er búinn að gera bænum tilboð. Er þar um að ræða trésmíðaverkstæðið Bút h/f sem á húsnæði í „gamla kaup- félagshúsinu," og hyggst fyrir- tækið gera húsið upp ef samning- ar takast um það. Þriðji kostur- inn, sem Jón Pálmi sagði að væri fjarlægastur, er að kaupa gamalt húsnæði í bænum. Þegar hann var spurður hver væri vænlegasti kosturinn sagði hann: „það er mín persónulega skoðun að það eigi taka tilboði Búts h/f, en aðal- atriðið er að fá fjármagn í bæinn og skapa verkefni fyrir verktaka. Gamla kaupfélagshúsið hefur staðið autt um nokkunr tíma, en þar var bakarí áður og trésmíða- verkstæði eftir það. í bókun bæjarráðs segir: „Bæjarráð samþykkir að fram fari könnun á því hvort unnt er að stofna félag bæjarsjóðs og fyrirtækja sem yrði eigandi leigu- íbúða.“ Að öðru leyti frestaði bæjarráð að taka afstöðu til málsins, þar til frekari upplýsing- ar lægju fyrir frá Húsnæðisstofn- un. gej- Lögbannið á Pan: „Málið getur tekið „Málið er það að 6. maí lagði borgarfógetinn í Reykjavík lögbann á notkun nafnsins Pan og tengist það Póstversl- uninni. Einnig nær það yfír notkun nafnsins í atvinnu- skyni,“ sagði Benedikt Ólafs- son lögfræðingur, sem sér um málarekstur og lögbannsbeiðni Pan h/f á Akureyri á notkun nafnsins Pan, af öðrum aðilum en Trésmíðaverkstæðinu Pan h/f á Akureyri. Benedikt sagði að búið væri að höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til staðfestingar lög- banninu og til greiðslu skaðabóta Það var þétt setinn bekkurinn í Húsi aidraðra á Akureyri í gær en þá stóð Félag aidraðra fyrir sameiginlegum fram- boðsfundi allra stjórnmálaflokkanna fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Eftir að talsmenn flokkanna höfðu flutt stutt framsöguerindi var fundarmönnum gefinn kostur á beina fyrirspurnum til frummælenda og nýtti fólk sér það óspart. KGA tók þessa mynd af hluta fundargesta á þessum fjöruga fundi. Laust fyrir klukkan 19:00 á þriðjudagskvöld var tilkynnt um eld í einbýlishúsi við Hafn- arbraut á Dalvík. Slökkviliðið kom fljótlega á staðinn og tókst að ráða niðurlögum elds- ins á skömmum tíma. Eldurinn kom upp í þvottaher- bergi á neðri hæð hússins og urðu skemmdir af völdum elds ekki miklar en þó nokkrar skemmdir urðu aftur á móti af völdum reyks og sóts sem barst um allt húsið. Að sögn lögreglunnar er ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. -yk. Dalvík: Eldur í einbýlis- húsi - Miklar skemmdir af völdum sóts og reyks Útgerðarfélag Akureyringa 1985: Tæplega 10 milljóna kr. hagnaður á skipunum - 2,5 milljónir í launauppbót til starfsmanna Hagnaður í heildarrekstri Utgerðarfélags Akureyringa á síðasta ári nam tæplega 5,5 milljónum króna. Verulegur bókfærður hagnaður varð á frystihúsinu, eða 29,5 milljón- ir, sem segir þó ekki alla sög- una, því hagnaðurinn er allur vegna tjóns og óþæginda sem Pan h/f hefði orðið fyrir vegna notk- unar nafnsins á öðrum vettvangi. Pegar Benedikt var spurður að því hversu langan tíma tæki að reka málið fyrir dómi, sagði hann að reikna mætti með nokkrum mánuðum, jafnvel heilu ári. Par til dómur fellur er Póst- versluninni Pan óheimilt að nota nafnið og er þá sama í hvaða til- gangi það er. Til staðfestingar lögbanninu þurftr Pan h/f að leggja fram tryggingu að upphæð 180 þúsund krónur. „Sú upphæð er til að dekka þann hugsanlega skaða sem Póstverslunin kann að verða fyrir, ef dómur fellur þeim til kominn vegna ársins 1984 og meira til, vegna vantalinna birgða í árslok 1984. Frystingin var því í raun rekin með um 2,5 milljón króna tapi á síðasta ári, að sögn Gísla Konráðsson- ar, framkvæmdastjóra. Gísli sagði að hagnaður af í hag. Við teljum ekki að svo geti farið og lítum þannig á að við „Það er frost hér á hverri nóttu og grær ekki neitt og öll tún eru mórauð ennþá. Eina grænkan sem ég hef séð í vor er á hitaveifustokknum til Húsavíkur,“ sagði Kjartan Björnsson bóndi í Hraunkoti 1 í Aðaldal í samtali við Dag. Sums staðar liggja snjóskaflar skipaútgerðinni hafi numið um 9,7 milljónum á síðasta ári og hagnaðurinn af fiskvinnslunni í heild um 1,3 milljón, sem þýðir samtals um 11 milljón króna hagnað. Helmingur þess var lagður í lögbundinn varasjóð, þannig að nettóhagnaður nam 5,5 milljónum eins og áður sagði. I séum í fullum rétti,“ sagði Bene- I dikt Ólafsson. gej- Aðaldalur: ennþá niður á tún þó að þau séu að langmestu leyti auð. Pað hafa margir verið uggandi um túnin vegna svellalaga á þeim í vetur en það er ekkert farið að koma í ljós hvort þau eru að einhverju marki kalin þar sem ekki er farið að grænka. Frostnæturnar að undanförnu hafa hins vegar ekki slæm áhrif á túnin að öoru leyti Um 29,5 milljón króna tap varð á skreiðarverkuninni, einkum vegna lækkunar á birgðamati, en saltfiskverkun var rekin með svo- litlum hagnaði. Eiginfjárstaða batnaði verulega eða um 50 millj- ónir króna, úr 142 í 192 milljónir. Á aðalfundi ÚA á mánudag var samþykkt að gefa út jöfnun- arhlutabréf og tvöfalda hlutaféð, sem verður þá 107 milljónir króna. Þá var samþykkt að greiða 5% arð, sem nemur um 2,7 milljónum, og einnig að greiða starfsfólki 2,5 milljón króna uppbót á laun ársins 1985. HS en því að þær tefja fyrir allri sprettu. Sauðburður er nýlega hafinn í Aðaldal og hefur gengið vel það sem af er. „Það er nú ævinlega þannig með sauðburð að það verður aldrei allt eins og best verður á kosið, en frjósemin er ágæt, a.m.k. hjá mér,“ sagði Kjartan að lokum. -yk. eitt ár“ „Frost á hverri nóttu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.