Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 5
15. maí 1986 - DAGUR - 5 Dalvík: Bakarí byggt í sumar „Vonandi komið undir þak í sumar,“ segir Ríkharður Björnsson „Málið er ekki komið mjög langt, því húsið er enn á teikni- borðinu,“ sagði Ríkarður Björnsson bakarameistari á Dalvík, en hann hyggst byggja nýtt og glæsilegt hús undir starfsemi sína. Fyrirtæki Ríkarðs sem heitir Víkurbakarí er í þröngu og ófull- komnu húsnæði í dag. Nýja bakaríiið sem reist verður í bakk- anum austan Hafnarbrautar verður á tveimur hæðum, 450 fer- metrar að stærð. Vinnslusalurinn verður 250 fermetrar og verslun- in sem verður á efri hæðinni um 100 fermetrar. Pað sem eftir er ætlar Ríkarður að leigja út eða selja. Fljótlega verður farið að vinna að útboðum í bygginguna og sagð- ist Ríkarður vona að húsið yrði komið undir þak á þessu ári. „Framtíðin verður svo að skera úr um hvenær hægt verður að byrja starfsemi í húsinu, en ég vona að það verði sem fyrst,“ sagði Ríkarður Björnsson. gej- Fréttatilkynning frá Tónlistar- skólanum á Akureyri Fimmtudagskvöldið 15. maí leika 4 blásarasveitir Tónlistarskólans á tónleikum í Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Alls koma 90 nemendur fram á tónleikunum, á aldrinum 7-17 ára. Daginn eftir fara 3 yngri blásarasveitirnar austur í Mývatnssveit og sameinast þar blásarasveitum frá Hvamms- tanga, Húsavík, Hafralækjar- skóla og Neskaupstað, sem halda mót í Skjólbrekku. Mótinu lýkur með tónleikum á sama stað á laugardaginn kl. 15.00. Elsta blásarasveit Tónlistar- skólans á Akureyri undirbýr nú þátttöku í landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita, sem fram fer í Reykjavík dagana 20.-22. júní nk. Stjórnendur blásara- sveita á tónleikunum í Akureyr- arkirkju verða: Atli Guðlaugs- son, Edward Frederiksen, Finnur Eydal og Knútur Birgisson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Leiðrétting: Net en ekki færi Þau mistök urðu í frétt sem birt- ist í Degi mánudaginn 12. maí s.l. að haft var eftir Þorláki Sig- urðssyni að 7 trillur væru á færa- veiðum. Hið rétta er að þessir bátar voru á netaveiðum og skrif- ast þessi misskilningur á blaða- mann. Þess má í leiðinni geta að frá því að fréttin birtist hafa tveir Grímseyjarbátar hafið færaveið- ar. -yk. Nú er hvítasunnan á næsta leiti Má bjóða þér kjúkling í hátíðarmatinn? Þú færð kjúklinga hjá okkur á 189 krónur kílóið. En við bjóðum þér líka lambakjöt, nautakjöt og svína- kjöt svo eitthvað sé nefnt. Á kjarapöllum er Ora grænar baunir, Ora fískbollur, Ora fiskbúðingur og OTA sólgrjón, Libby’s tómatsósa og BIO TEX þvottaefni. Glæsilegt úrval ávaxta. Því ekki að velja hátíðarmatinn í útibúi okkar við Byggðaveg? Hillurnar eru fullar af girnilegum vörum og verðið er hagstætt. Það sýna verðkannanirnar. Nýorpin egg á að sjálfsögðu að \ geyma í \ kæli. Það ^ \ er gert 1^“^ í þessum mlm verslunum Nú bjóðum við Ora grænmeti á tilboðsverði og Bragakaffi færðu á gamla verðinu. I hátíðarmatinn: Svínakjöt, allar tegundir og lambakjöt, nýtt og reykt. Verslið á kjörmarkaðs- verði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.