Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 12
Þjónusta fyrir Pessum háþrýstislöngur , vönduð vinna oliuslongur og barka Hávaði, lítil loftræsting og slæm búningsaðstaða - eru niðurstöður könnunar um ástand vinnustaða á Norðurlandi Svarfaðardaiur: Búskap hætt á Jarð- bríi „Það er búið að standa til að bregða búi síðan um áramót og þegar möguleiki opnaðist á að selja Framleiðnisjóði fullvirðis- réttinn ákvað fjölskyldan að gera það og hætta þar með búskap á jörðinni,“ sagði Hall- dór Jónsson, bóndi og oddviti á Jarðbrú í Svarfaðardal í við- tali við Dag. Fullvirðisréttur vegna mjólkurframleiðslunnar nam 727 ærgildum. Halldór sagði að Jarðbrú væri lítil jörð og ekki væri hægt að búa á henni einni saman. Þar hefur verið með stærri búum í Svarfað- ardal, m.a. með um 40 kýr og 50 fjár. Ástæðan fyrir því að það var hægt var sú að byggt hefur verið á leigulöndum til heyskapar. Því var fullvirðisrétturinn seldur hér og í framhaldi af því verður jörð- in sett á sölu, en þar er m.a. mjög stórt íbúðarhús og stór útihús. Þar ætti því að vera kjörið að reka t.d. ferðaþjónustu, auk þess sem hægt er að hafa hesta og ein- hverjar kindur. „Fjölskyldan tók þessa ákvörð- un eftir ítarlega athugun og út af fyrir sig var hún ekki erfið. Það var ekki um annað að ræða af ýmsum ástæðum. Ein ástæðan er auðvitað staðan í framleiðslumál- unum, sem er afskaplega erfið. Það þýðir ekki að framleiða meira en það sem selst og ég er hræddur um að það sama og er að gerast hér á Jarðbrú þurfi að gerast allmiklu víðar,“ sagði Halldór. Hann sagðist munu flytja til Akureyrar og væri nú farinn að líta eftir atvinnu þar. HS Aðalfundur Steinullarverk- smiöjunnar hf. var haldinn í fyrrakvöld í húsakynnum verk- smiðjunnar á Sauðárkróki. Fram kom að rekstrartap félagsins á s.l. ári nam 29,2 milljónum króna, þar af voru afskriftir um 14 milljónir. Hafa ber í huga við mat á þess- um rekstrarniðurstöðum að til- raunarekstur verksmiðjunnar frá því í lok júlí s.l. er allur kostnað- arfærður en sölutekjur eru ein- göngu vegna síðustu þriggja mánaða ársins. Kostnaður við til- raunareksturinn var eins og áætl- un gerði ráð fyrir að frátöldum í könnun sem gerð var á ástandi vinnustaða á Norður- landi kemur fram að loftræst- ingu virðist víða vera ábóta- vant, hávaði er oft mikill og fólk kvartar undan honum en þó eru heyrnarhiífar lítið not- aðar, þótt þær séu til á flestum vinnustöðum. Það sama má segja um öryggishjálma. I þeim viðbótarkostnaði sem skapaðist vegna ágalla í bræðslu- ofni þeim sem keyptur var frá norska fyrirtækinu Elkem. Áætlaður aukakostnaður og tekjutap af þessum sökum er áætlaður 10 milljónir króna fram til áramóta. Fyrirhugaðar eru umræður um skaðabætur milli Steinullarverksmiðjunnar og Elkem og fara þær fram í næstu viku. Hlutafjáraukning sú sem sam- þykkt var á síðasta aðalfundi félagsins að upphæð 22 milljónir króna kom til umræðu þar sem hlutafjárframlög hafa ekki borist frá öllum hluthöfum. Á fundin- könnuninni kemur einnig fram að búningsaðstaða starfsfólks er yfirleitt slæm og merkingar á umbúðum varasamra efna eru litlar sem engar. Könnun þessi var unnin í tengslum við ráðstefnu Al- þýðusambands Norðurlands og Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu sem haldin var að um lögðu fulltrúar ríkisins fram bókun þess efnis að ríkissjóður ábyrgðist Steinullarverksmiðjunni hf. greiðslu á sínum hluta viðbót- arframlags jafnskjótt og greiðsla á hlut Steinullarfélagsins hf. hef- ur endanlega verið tryggð. Ríkis- sjóður mun greiða ofangreint hlutafé jöfnum höndum og hluta- fé Steinullarfélagsins er greitt. Ennfremur kemur það fram í bókuninni að iðnaðarráðherra og fjámálaráðherra hafa ákveðið að hlutur ríkisins verði boðinn til kaups á almennum markaði á því verði og með þeim kjörum sem mun auglýst. Á stjórn félagsins urðu þær Illugastöðum dagana 9. og 10. maí s.l. í janúar voru spurninga- listar, unnir af Vinnueftirliti ríkisins, sendir út til aðildarfé- laga Alþýðusambands Norður- lands og félögin beðin að velja 3- 4 mismunandi vinnustaði í sínum byggðarlögum og láta trúnað- armann fylla þá út í samvinnu við starfsfólk. Spurningalistunum er breytingar að úr stjórn félagsins gengu Jafet Ólafsson og Magnús Pétursson en þeir voru fulltrúar ríkisins. í þeirra stað tóku sæti í stjórn Lára Ragnarsdóttir og Halldór Kristjánsson. Aðrir í stjórn eru Árni Guðmundsson sem er formaður stjórnar, Snorri Egilsson, Stefán Guðmundsson Pentti Ljungquist og Ólafur Friðriksson. - Formleg fram- kvæmdastjóraskipti við verk- smiðjuna hafa farið fram og hef- ur Þórður Hilmarsson tekið við því starfi af Þorsteini Þorsteins- syni sem verið hefur fram- kvæmdastjóri frá stofnun verk- smiðjunnar. - þá ætlað að gefa hugmynd um hvernig ástand vinnustaða er með tilliti til starfsumhverfis, vinnuskilyrða, öryggisatriða og húsnæðis. Einnig var spurt um öryggistrúnaðarmenn og örygg- isverði. Svör bárust frá alls 57 vinnu- stöðum á Norðurlandi en þess ber að geta að niðurstöðurnar sem að ofan er greint frá, eiga auðvitað misvel við eftir tegund- um fyrirtækja og atvinnugrein- um. Þá er rétf að vekja athygli á að það er ekki sami aðilinn sem metur alla vinnustaðina og mis- munandi mat einstaklinga felur því í sér einhver skekkjumórk. Það vekur athygli að öryggis- trúnaðarmenn eru ekki á öllum vinnustöðum, þrátt fyrir að ákvæði þar um hafi verið í lögum í rúm 5 ár. Þeir eru á 33 vinnu- stöðum af þessum 57 og örygg- isverðir aðeins á 20 vinnustöðum. Svona kannanir er nauðsynlegt að framkvæma reglulega. Auk þess að veita atvinnurekendum ákveðið aðhald opna þær augu starfsfólks fyrir þeirri staðreynd að þeirra vinnustaður er ekkert einsdæmi hvað varðar ófullnægj- andi starfsaðstöðu. BB. Mývatnssveit: Lítið um ferða- menn „Það er heldur lítið af ferða- mönnum það sem af er. Þó hefur verið nokkuð af útlend- ingum á ferðinni. Auk þess er lítil umferð, því Möðrudalsör- æfí eru lokuð vegna snjóa,“ sagði Arnþór Björnsson hótel- stjóri á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Arnþór sagði að nokkrir af þessum útlendingum hefðu gist hótelið hjá sér. „Svo eru þeir líka farnir að tjalda hér, þó frost sé allar nætur,“ sagði Arnþór. Þeg- ar hann var spurður að því hvort þarna væru grunsamlegir fálka- þjófar á ferðinni, sagðist hann ekki reikna með því. „Venjulega er málið svo, að þessir menn hafa forðast hótel og mannamót til að láta lítið á sér bera,“ sagði hann. Flestir sem komið hafa á Hótel Reynihlíð eru breskir og banda- rískir og virtist sem þetta fólk rækist inn frekar en vera á skipu- lögðu ferðalagi. Varðandi bókanir fyrir sumar- ið sagði Arnþór að nánast full- bókað væri í júlí og ágúst og mik- ið í júní. „Það er lélegra í maí en var í fyrra, enda fengum við gott vor þá. En það lítur vel út í sum- ar og reikna ég með mjög mörg- um ferðamönnum,“ sagði Arn- þór Björnsson. gej- Á förnum vegi í Hrísey. Mynd: KGA Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki: Rekstrartap félagsins nam 29,2 milljónum króna - Afskriftir 14 milljónir og 10 milljónir vegna galla í bræðsluofni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.