Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 4
4-DAGUR-15. maí 1986 FIMMTUDAGUR 15. maí 10.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson og Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Spjall og spil. Stjórnandi: Ásta R. Jó- hannesdóttir. 15.00 Djass og blús. Vernharður Linnet kynnir. 16.00 í gegnum tíðina. Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einu sinni ádur var. Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar tvö. Páli Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdótt- ur. 22.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Þrautakóngur. Spurningaþáttur í umsjá Jónatans Garðarssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. 24.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. RIKISÚIVARPID A AKUREYRI 17.03 ? 8.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. ,_á Ijósvakanur, Á laugardagskvöldid hefur nýr framhalds- myndaflokkur göngu sína í sjónvarpinu, Fyrir- myndarfaðir að nafni. Aðalleikari er Bill Cosby og liann er búinn að fá orð á sig fyrir að vera slík- ur fyrirmyndarfaðir að hann fær nokkur þúsund bréf á hverri viku með alls kyns spurningum um barnauppeldi. FIMMTUDAGUR 15. maí 11.10 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Ásdís Skúladótt- ir. 14.00 Miðdegissagan: „Hljómkviðan eilífa" eftir Carmen Laforet. Sigurður Sigurmundsson les þýðingu sína (12). 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suðurlandi. Hilmar Þór Hafsteinsson. 15.40 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fugl- inn sá." Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrúh Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Tilkynningar. 19.40 Bein lína vegna borg- arstjórnarkosninganna í Reykjavík. Frambjóðendur af listun- um sem í kjöri eru svara spurningum hlustenda. Umsjónarmenn: Atli Rún- ar Halldórsson og Ólafur E. Friðriksson. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói fyrr um kvöldið. Stjórnandi: David Robert- son. Einleikari á flautu: Manu- ela Wiesler. Kynnir: Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 16. maí 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fróttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Tindátinn stað- fasti", ævintýri eftir H.C. Andersen. Stemgrímur Thorsteins- son þýddi. Sigurlaug Jón- asdóttir les. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn." Umsjón: Haraldur I. aldsson. (Frá Akureyri) lesendahorniá Einstæðir foreldrar Félagsmál einstæðra foreldra á Akureyri eru bágborin, að mínu mati. Við foreldrar sem erum einstæð, fáum ekki pláss fyrir börnin okkar á dagheimilum og þurfum við þess vegna að koma börnum okkar fyrir hjá dag- mæðrum, meðan við vinnum fyr- ir lífsnauðsynjum. Þurfum við því að greiða töluvert meira fyrir pössun fyrir börnin okkar en ef þau væru á dagheimilum. Þess vegna fáum við einstæðir foreldr- ar endurgreitt hjá Félagsmála- Brauöverð lækkar Þröstur hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi fyrirspurn: Af hverju hefur verð á brauði og kökum ekki lækkað, þrátt fyrir miklar lækkanir á ýmsu hráefni til brauðframleiðslu, s.s. sykri, smjöri og eggjum auk þess sem vaxtalækkanir ættu að hafa kom- ið bökurum til góða? Þau svör fengust hjá brauð- gerðum KEA og Kr. Jónssonar og Co. að nú eftir helgina hefði borist beiðni frá Landssambandi bakarameistara um að bakarar lækkuðu verð á brauði um 3% og hafa forráðamenn beggja brauð- gerða ákveðið að verða við þess- ari beiðni. Lækkunin er þegar komin í gildi. Páll Stefánsson hjá Brauðgerð KEA benti á að þó að verð á sumu hráefni hefði lækkað hefði annað, s.s. hveiti, stigið og Júlíus Snorrason hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co. sagði að laun hefðu hækkað og eggjaverð væri aftur á uppleið. Af þessum ástæðum hefðu bakarar ekki talið unnt að lækka verð á kökum og stendur það því í stað. stofnun mismuninn á gjaldi dag- heimila og dagmæðra. Akureyr- arbær greiðir töluvert minna til okkar einstæðu foreldra en t.d. jafn stórt bæjarfélag á suðurhorni landsins og munar þar töluverðu sem við Akureyringar þurfum að greiða meira en einstæðir foreldr- ar á suðurhorninu. En það er kannski rétt að taka það fram að allir einstæðir for- eldrar í þessu landi fá jafn mikið greitt í meðlag og mæðralaun á mánuði og er engin undantekn- ing þar á. Finnst mér því tími til kominn að einstæðir foreldrar á Akureyri fái bætur á þessum málum, þar sem við sættum okk- ur ekki við að sitja í lægri stól en foreldrarnir á suðurhorninu, því að eitt er víst að Akureyringar eru ekki með hærri laun en aðrir landsmenn og þurfum við jafnvel að greiða meira til bæjarfélags vors en aðrir í þessu landi. Sara. Götuhlaup Lions: Ekki áhugi í Glerárskóla Nokkur orð um hitaveituna Mér finnst að hitaveitustjóri ætti ekki að miklast af gróða hitaveit- unnar, sem er rekin á kostnað okkar bæjarbúa, neytenda veit- unnar, sem höfum varla nógu mikinn hita. Við sitjum sum hver í íbúðum okkar í þykkum lopa- peysum og síðbuxum en er samt kalt. Okkur var á sínum tíma lofað 80°C heitu vatni, en það hefur ekki staðist. Inntaksmælirinn minn sýnir í dag (11. maí) 58°C. Ég tek inn 2 ltr. sem er af starfs- mönnum hitaveitunnar talið nægilegt. Ibúi á Eyrinni. Faðir í þorpinu hringdi og vildi fá svar við því hvers vegna Glerár- skólinn á Akureyri hefði ekki, einn barnaskóla í bænum tekið þátt í götuhlaupi Lions sem fram fór fyrir skömmu. Dagur hafði samband við Vil- berg Alexandersson skólastjóra Glerárskóla til að forvitnast fyrir um ástæðuna. „Krakkarnir hjá okkur höfðu haft mikið að gera dagana fyrir hlaupið, við höfðum verið með íþróttadag í skólanum í sömu vikunni og götuhlaupið var og krakkarnir höfðu einfaldlega ekki áhuga á því að taka þátt í hlaupinu. Við hefðum kannski getað með einhverri hörku fengið einhverja til þess að hlaupa en okkur þótti það ekki rétt. En það var bara ekki áhugi meðal krakk- anna og ég tilkynnti þeim það sem að hlaupinu stóðu,“ sagði Vilberg skólastjóri Glerárskóla. Fjársöfnun Jón Gíslason hringdi og vildi fá fólk til að styðja hugmynd um að háskólanám hæfist á Akureyri. „Mér þykir vera of lítil umfjöllun um háskólakennslu á Akureyri, því þetta er stórmál fyrir Akur- eyri og nágrannabyggðir. Ég trúi því ekki að óreyndu að ekki sé samstaða um að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Það er hart þegar burtfluttir fóstursynir þessa bæjarfélags geysast fram á ritvöllinn og reyna að gera þetta fyrir háskóla mál allt sem tortryggilegast, án teljandi rökstuðnings. Þessu eig- um við að svara með því að hefja fjársöfnun a breiðum grunni til styrktar háskóla á Akureyri og einnig til að styðja við bakið á fyrrverandi menntamálaráð- herra Ingvari Gíslasyni og núver- andi menntamálaráðherra Sverri Hermannssyni, sem sýnt hefur þessu máli ótvíræðan stuðning og kannski ekki síst að sýna að hér fylgir hugur máli. Það er margt á Akureyri sem þarf að leggja slíkri stofnun til í upphafi, svo hægt sé að fara myndarlega af stað, því hér þarf að koma góður skóli, sem er eftirsóttur af nemendum og kennurum. Ég veit að einhverjir munu segja að það sé ríkisins að sjá um þetta, en ég vona þeir séu ekki allt of margir sem þannig hugsa, því þá verður þetta torsótt mál. Stöndum saman, þannig hefst það. # Ekkert sumar? Norðlendinga er farið að lengja eftir sumrinu, og er það vfst engin furða. Ekk- ert bendir til þess að sumarið fari að gera vart við sig allra næstu daga og má vitna í hinn lands- kunna veðurspámann Dags því til staðfestingar. Hann segir að ýmislegt bendi til þess að ekki farí að hlýna verulega fyrr en um 24, maí. Sumarið verði svo ágætt þegar það loks- ins kemur, en hins vegar er hann nokkuð harður á þvf að það verði ekki sólríkt. - Þetta eru vissu- lega athyglisverðar upp- lýsingar, ekki síst í Ijósi þess að þessi spámaður hefur reynst með afbrigð- um sannspár um veður og séð langt fram í tímann oftsinnis. # Konur á SEX nám- skeiðum Oft er gaman að skoða fyrirsagnir f blöðum og tfmaritum. Margt spaugi- legt kemur þá í Ijós. í ágætu dagblaðl sást fyrir- sögnin: Samvinnuskól- inn: Röð námskeiöa ætl- uð kvenfólki - sex nám- skeiðum nýlokið. Leið- beinandi á námskeiðun- um sagði að þau hefðu tekist hið besta og þeim yrði haldið áfram í haust. Ekki fer sögum af því hvort árangurinn hafi skil- að sér á heimilum eða almennt úti í þjóðfélaginu. # Sundlaug við alla skóla? Svo er það einn úr kosn- ingabaráttunni sem nú er að komast á skrið. Sam- eiginlegur fundur fram- bjóðenda var haldinn fyrir stuttu á Akureyri og voru frummælendur frá öllum flokkum. Til umræðu var meðal annars sundlaug- arbygging við Glerár- skóla, sem þykir nauðsyn. Frambjóðandi Flokks mannsins tók til máls og sagði að það væri alger nauðsyn og það væri sjálfsagt að byggja sund- laug víð Sfðuskóla.. Roðnuðu margir þegar frambjóðandinn var leið- réttur. Nema byggja eigi sundiaug við flesta ef ekki alla skóla á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.