Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 7
I I 6 - DAGUR - 15. maí 1986 ! i I I V " Ljos ■ Ljos • Ljos Hvað er betra en að fara í Ijós og öðlast þann eftirsókn- arverða brúna lit sem flestir eru svo hrifnir af? Eflaust hafa fá okkar komist hjá því að verða vör við þá Ijósabylgju sem gengur nú yfir. Hverjum hefði dottið í hug að fara í Ijós fyrir 3-4 árum? Eflaust aðeins litlum hluta af þeim sem stunda þetta núna. Er fólk sem stundar þetta núna ekkert hrætt við húð- krabba og aðra kvilla? Hvert er best að fara og hvað þarf að borga fyrir munaðinn? Við fórum einn daginn á Ijósastofur hér í bæ og röbb- uðum þá við viðskiptavini sem og starfsfólk í leit að svörum við ofangreindum spurningum. Hólmfríður (missti af föðurnafn- inu) og Ragnheiður Ragnars- dóttir voru í óðaönn að panta sér tíma í Hawaii fyrir helgina. - Farið þið mikið og oft í Ijós stelpur? „Svona einu sinni í viku, það er nóg til að halda sér við þegar maður er búinn að fá lit.“ - Hvað hafið þiö stundað þetta lengi? „í allan vetur.“ - Ætlið þið að halda áfram? „Já, maður missir ekki litinn!" - Hvað með sólina í sumar, haldið þið að þið látið ykkur nægja að fara í sólbaö? „Ja, við förum náttúrlega í sólbað í sumar og þá minnkar maður Ijósanotkunina en heldur sér samt eitthvað viö.“ - Finnst ykkur dýrt að fara í Ijós? Ragnheiður: „Það er misjafnt eftir því hvert maður fer.“ Hólmfríður: „Ég held að maður eyði þessu hvort sem er.“ - Látið þið það sitja fyrir að fara i Ijós ef þið eigið ekki mikinn pening? „Nei, þá sleppir maður þessu." - Hvað með húðkrabbann og allt annað sem fylgir þessu? Hólmfríður: „Ég held að maður geti fengið hann af öllu, maður fær hann ekkert frekar af þessu -heldur en einhverju öðru.“ - Hvert farið þið helst j Ijós? „( Hawaii." - Hafið þið prófað margar Ijósastofur? Ragnheiður: „Flestar." Hólmfríður: „Ég held allar hérna í bænum." - Hvers vegna Hawaii? „Þetta er eini staðurinn þar sem maður getur fengið að vera útaf fyrir sig og það skiptir miklu máli. - Svo eru líka góðir lampar hérna.“ - Hvenær farið þið svo helst í Ijós? „Svona tveimur dögum fyrir helgar (hlátur).“ - Eruð þið spenntar fyrir Ijósa- kortunum? „Ja, það er svona misjafnt - ef maður á fyrir korti þá kaupir mað- ur kort.“ - Þið setjið tímann ekkert fyrir ykkur? „Maður gefur sér bara tíma.“ Hjördís Áskelsdóttir. Hjördís Áskelsdóttir meðeig- andi Sólstofunnar að Glerárgötu 20: - Hve lengi hefur þú rekiö þessa stofu? „Við erum búnar að vera með hana í fjögur ár.“ - Nú eru Ijósastofurnar hérna í bænum ansi margar. Heldur þú að það sé markaður fyrir þær allar? „Það hefur oft verið hringt hingað í mig og spurt hvort það sé hægt að komast í Ijós strax - þá er allt orðið upppantað í bænum, þannig að það hlýtur að vera grundvöllur fyrir allflestum af þessum stofum." - Er það alveg fengin gróða- lind í dag að reka svona sól- stofu? „Nei, ekki nema það sé alltaf brjálað að gera, það er búið að vera mikið að gera hjá okkur alveg síðan í haust en það er mikil vinna á bak við þetta." - Heldurðu að aðsóknin minnki eitthvað þegar líða tekur á sumarið? „Það fer eftir því hvernig sumarið verður, ef það verður sól og gott veður þá má búast við að það verði mikið að gera hjá okkur." - Nú, þarf fólk ekki síður að fara í Ijós ef það getur legið í sólbaði yfir sumarið? „Ef veðrið er gott fer fólk að ganga um léttklætt og allir sjá hvað það er brúnt - nú þá vilja allir vera snöggir að ná lit og drífa sig í ljós.“ - Nú var síöasta sumar frem- ur kalt - hvernig gekk þá? „Það var ekkert sérstakt - miklu meira að gera sumarið þar áður.“ - Hvað eru unglingar stór hluti af viðskiptahópnum? „Ég þori nú ekki að fara með það, það fer eftir því hvað þú kallar unglinga - gæti verið allt að helmingur." - Hvenær fara unglingar helst í Ijós? „Ja, eftir skóla eða eftir vinnu. Það er minnst að gera hérna á morgnana." - Hvaö þarf Meðal-Jóninn að fara í marga tíma hérna hjá ykk- ur til að ná lit? „Ja, tíu tímarnir gefa þér nátt- úrlega yfirleitt góðan lit, annars er fólk misjafnt og perurnar líka.“ - Hvað kostar tíu tíma kort? „Það kostar 1.000 kr og hver tími er 18 mín.“ - Eruð þið með einhverjar súperperur hérna? „Þær heita ekki neitt svona súper en við höfum prófað mjög margar gerðir pera og þetta er í annað skipti sem við erum með þessar. Fólk kann mjög vel við þær.“ - Er hægt að treysta þessum auglýsingum sem maður er alltaf að sjá í blöðum, um nýjar perur alls staðar og svo framvegis...? „Já, þú auglýsir ekki nýjar per- ur og ert svo með gamlar." - Hvað með húðkrabbann? Heldur þú að þeir unglingar sem stunda þetta sem mest í dag fái að kenna á honum seinna? „Þetta er hættuminni sól- brúnka heldur en af völdum sól- arinnar sjálfrar, sólin fer dýpra inn í húðina á fólki og brennir það frekar. Hættulegasta brunageisl- unin hefur verið tekin úr perunum þannig að þetta er ekki eins voðalegt og margir halda." - Að síðustu, finnst þér sem þetta sitji fyrir hjá krökkum frekar en eitthvað annað? „Ég er ekki unglingur lengur svo ég veit það ekki, en það voru tveir strákar sem komu hingaö í Ijós í haust þegar skólinn var að byrja, þeim fannst þeir ekki geta byrjað í skólanum fyrr en þeir væru búnir að taka tíu tíma í Ijós- um og ná sér í smá lit. - Það var eins og þeim fyndist að þeir væru meiri gæjar eða eitthvað svoleið- Baldvin Þorsteinsson var staddur í Hawaii, hann var ósköp brúnn (freknóttur) og sællegur á svip enda nýbakaður úr lampan- um. Við gripum hann glóðvolgan. - Ferðu oft í Ijós Baldvin? „Tvisvár í viku.“ - Hvers vegna ferðu í Ijós? „Þaö er þægilegt og svo til að verða brúnn." - Hvernig er það með þá krakka sem þú þekkir, fara þeir yfirleitt í Ijós? „Já, flestir eitthvað." - Verðið, - setur þú það ekk- ert fyrir þig? „Jú, þetta er nú frekar dýrt.“ - Lætur þú þetta sitja fyrir öðru ef þú ert blankur? Baldvin Þorsteinsson. „Nei, ég sleppi Ijósunum ef ég er blankur." - Hefur þú stundað Ijósastof- urnar lengi? „Ætli að ég hafi ekki farið fyrst fyrir svona tveimur árum síðan.“ - Hvað þarft þú marga tíma í litinn? „Ég verð nú aldrei sérstaklega brúnn - ef ég hef ekki farið lengi þá þarf ég líklega svona fjóra tíma.“ - Hvert ferð þú helst í Ijós? „Hawaii það er best, maður getur fengið að vera svona út af fyrir sig og hér eru breiðir og góð- ir lampar." - Þú ert ekkert hræddur við hrukkurnar? „Nei.“ Siglingaklúbburinn Nökkvi hefur starfað í nokkur ár á Akureyri \ ALLT SPYR að þessu sinni einn \ klúbbfélaga, Stefán Antonsson, \ út í starfsemí klúbbsins. .e$ & V & ,<A.V 'j® vv . Vt l*> ALLT spyr? 15. maí 1986 - DAGUR - 7 Hólmfríður og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Sólrún Helgadóttir starfsstúlka í Hawaii - Ijósastofu að Glerár- götu: - Er þetta rólegt starf? „Ja, það er dálítið mikið um hlaup, maður þarf að vísa fólki inn í bekkina, þrífa þá, svara í símann og fleira.“ - Hvernig er það með greiðsl- ur á tímunum? „Ja, sú staða getur náttúrlega alltaf komið upp að fólk sé ekki með pening en flestir greiða tím- ann áður en þeir fara í lampann eða hafa kort.“ - Eru kortin mjög vinsæl? „Já, það eru yfirleitt svona 300-500 úti í einu.“ - Er þá ekki algengt að það verði þó nokkur úrelt? „Nei, yfirleitt tekur fólk þetta í skorpum." - Verða flestir brúnir eftir að hafa farið tíu sinnum í röð? „Flestir verða alveg kaffibrúnir á tíu tímum." (Já en er kaffið ekki svart?) - Á hvaða aldri eru þeir sem hingað koma? „Ja, allt frá fjórtán og upp í sextugt." - Fara unglingar oftar í Ijós en hinir aldurshóparnir? „Ég myndi segja að þeir væru svona fjörutíu prósent af heild- inni.“ - Bjóðið þið upp á einhver sérstök kjör hér? „Ja, morguntímarnir frá kl. 8.00 og til 10.30 eru ódýrari, þeir kosta 150 en annars kostar 200." - Það vakti athygli mína að tímarnir hjá ykkur eru lengur en á flestum öðrum Ijósastofum (27 mín.), hvers vegna er það? „Ja, ég get eiginlega ekki svar- að því. Lamparnir voru stilltir inn á 27 mín. þegar stofan var keypt af fyrri eiganda - það þótti mjög góður tími.“ - Hvernig er það með perur og þrifnað hér? „Ég held að við séum með sterkustu perurnar á markaðin- um í dag. Varðandi þrifnaðinn þá þrífum við bekkina fyrst með mjög fljótuppgufandi efni, síðan er sprautað sótthreinsiefni á bekkina og þeir þrifnir og að lok- um er vatni sprautað á bekkina og þeir síðan þurrkaðir. Þannig að ég held að mér sé óhætt að segja að þrifnaðurinn sé 100%.“ Sólrún Helgadóttir. - Heldurðu að þrifnaðinum sé yfirleitt fylgt svona vel eftir? „Nei, ég held ekki.“ - Er einhver hætta á því að fólk geti smitast þegar það fer i þessa lampa? „Ekki þegar þetta er almenni- lega þrifið, en annars gæti þetta örugglega borist með svitanum af fólki.“ - Telur þú að krakkarnir sem stunda þetta sem mest núna eigi á hættu að fá húðkrabba seinna? „Ég held ekki, svo framarlega sem þeir misnota þetta ekki. Það telst mjög temmilegt að taka sér pásur inn á milli t.d. með því að koma í einn til tvo tíma í viku til aö halda sér við eftir að maður hefur náð lit.“ Sigríður Magnúsdóttir. Að lokum tókst okkur að ná tali af Sigríði Magnúsdóttur, rétt áður en hún skellti sér í Ijósin. - Ferðu oft í Ijós? „Nei, ekki mjög.“ - Hvert ferðu þá helst? „Bara hingað í Sólstofuna því þetta er svo ódýrt hér.“ - Aðstaðan á sólstofunum, hefur hún minna að segja? „Jú, hún hefur nú svolítið að segja, mér finnst hún yfirleitt góð alls staðar þar sem ég hef komið." - Hefur þú stundað þetta lengi? „Já, í svona tvö til þrjú ár.“ - Kaupir þú þér yfirleitt kort? „Nei, yfirleitt ekki." - Tilgangurinn með þessari Ijósanotkun? „Ég fer í Ijós til að verða brún.“ (Og svo var hún hlaupin í sól- ina. . .). rspurning vikunnar. Finnst þér þú hafa orðið var (vör) við einhverjar kjarabætur í kjölfar síðustu _____kjarasamninga?_____ Gunnar Sigtryggsson: Ég finn afskaplega lítið fyrir því. Ég er á ellilaunum og þau hækkuðu mjög lítið, þannig að þetta breytir litlu fyrir mig. Brynjólfur Ingvarsson: Nei, ég hef ekki orðið var við það. Þetta er allt við það sama sýnist mér, það er kannski helst bensínlækkunin, ég keyri mikið. Erla Hallgrímsdóttir: Ég hækkaði í launum, en það er lítill annar munur sem ég finn. Það eina sem ég finn mun á er að áður kostaði yfir 2.000 kr. að fylla bensíntankinn, en núna fær maður afgang af 2.000 krónunum. Halldór Halldórsson: Nei, ég hef ekki fundið fyrir því. Mér virðast lífskjörin vera alveg þau sömu. Guðrún Erlendsdóttir: Nei, það hef ég ekki orðið vör við. Það eina sem hefur skipt máli er bensínlækkunin, maðurinn minn keyrir mikið þannig að það skiptir máli fyr:- heimilið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.