Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 5 Préttir Dyraverðir ákváðu að láta hendur skipta við drukkinn gest klukkan fjögur að nóttu: Tvífótbrotinn eftir að hafa verið hent út - staðurinn vill gera allt til að bæta skaðann, segir rekstrarstjóri Café Thomsen 21 árs Reykvíkingur, Þór Sigurðs- son, liggur rúmfastur eftir að hafa tvífótbrotnað þegar verið var að vísa honum út af veitingahúsinu Café Thomsen rétt undir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudagsins. Þegar DV ræddi við hann á Sjúkra- húsi Reykjavíkur sagðist Þór ætla að leggja fram kæru. Numo Aleksander, annar rekstrarstjóri Café Thomsen, segist hafa verið í frii þegar atburðurinn átti sér stað en fúllyrðir að staðurinn sé tilbúinn að gera allt til að bæta Þór skaðann. „Ég hafði verið inni á Café Thom- sen, fór út og kom svo aftur inn. Ég var að bíða eftir vini mínum við innganginn og bað annan kunningja að ná í hann því ég ætlaði ekki að borga mig inn í annað skiptið. Eftir talsverða stund kom dyravörður og ég var rifmn niður stigann. Annar vörður kom og hjálpaði honum. Einn hélt í fæturnar á mér. Síðan lögðu þeir mig harkalega niður og héldu mér áður en mér var sleppt. Eftir það stóð ég ekki meira upp. Sjúkrabíll kom skömmu síðar,“ sagði Þór sem gat nánast ekkert hreyft vinstri fótinn í gær vegna verkja niður við ökkla þar sem bæði beinfesting losnaði og bein- pípa brotnaði. Þór fékk verkjalyf í æð. Þór neitar því alls ekki að hafa Hann fór í bæinn á laugardags- kvöldið, varð vel drukkinn, var vís- að út og verður óvinnufær í haust. DV-mynd GVA verið vel ölvaður - hann og vinur hans hafi einmitt setið inni á um- ræddum stað í 2-3 klukkustundir áður en hann fór út. Hins vegar seg- ir hann ákaflega súrt að liggja tví- fótbrotinn og óvinnufær eftir að vera vísað út af veitingahúsi. Numo rekstrarstjóri segir að Café Thomsen hafi verið opinn í um eitt og háift ár. Þetta sé i fyrsta skiptið sem eitthvað alvarlegt gerist. Stað- urinn var opinn til sex þennan morgun og stundum sé opið til átta. Numo benti á að við slíkar aðstæð- ar geti vissulega kastast í kekki á miili dyravarða í vinnu og oft og tíð- um mjög drukkinna gesta enda séu Islendingar ekki þeir hófsömustu þegar áfengi er annars vegar og langt er liðið fram á morgun. -Ótt 700 sáu Ýtur í lífi þjóðar DV.Vesturlandi: Um 700 manns sáu sýninguna Ýtur í lífi þjóðar sem haldin var á Hvanneyri 14.-15. ágúst. Að sýn- ingunni stóðu Búvélasafnið á Hvanneyri, verktakafyrirtækið Jörvi hf., Vegminjasafnið, Vega- gerðin í Borgarnesi og Hekla hf. Sýndar voru beltavélar og jarðýt- ur auk ýmissa fylgiverkfæra. Með sýningunni var riijaður upp þátt- ur þessara tækja í ræktunar- og samgöngusögu landsmanna. Elsta vélin var frá byrjun 4. áratugarins en sú yngsta kom til landsins sumarið 1999. Innanhúss var sögusýning þar sem brugðið var upp nær hundrað gömlum þjóðlífsmyndum þar sem beltavél- ar og jaröýtur komu við sögu. Fæstar myndanna höfðu birst áöur opinberlega. Efhi sögusýn- ingarinnar verður varðveitt í Bú- vélasafhinu. í tengslum við sýningima var haldin Ýtumannavaka þar sem eldri og yngri ýtumenn komu sam- an og rifjuðu upp kátleg atvik og svaðilfarasögur frá fyrstu árum þessara merkilegu véla. -DVÓ Reykvískir sundgestir i vanda: Þrjár sund- laugar lokað- ar samtímis „Þetta er tilviljun og óheppilegt og alls ekki á áætlun okkar að loka þremur sundlaugum í Reykjavík samtíms. Það var bara ekki hjá því komist,“ sagði Erlingur Jó- hannsson hjá íþrótta-og tóm- stundaráði Reykjavíkur en Sund- laug vesturbæjar, Árbæjarsund- laugin og Sundhöllin við Baróns- stíg eru nú allar lokaðar vegna viðgerða. „Sundhöllin átti að vera tilbúinn en þetta er gamalt mann- virki og viðgerðir þar urðu viða- meiri en ráð var fyrir gert,“ sagði Erlingur. Árbæjarlaugin er lokuð vegna árlegs viðhalds og þrifa enda er hún sú laug á höfuðborgarsvæðinu sem mest mæðir á og hefur lengst- an afgreiðslutíma að sögn Erlings. í Vesturbæjarlauginni er verið að fúa upp öll böð og mála potta og í Sundhöllinni standa yfir miklar viðgerðir og steypuvinna á anddyri hússins sem var farið að leka. „Við notum þennan tíma til að loka laugunum vegna þess að reynslan sýnir okkur að seinni hluti ágústmánaðar er sá rólegasti í laugunum hvað svo sem veldur. í september hefst svo skólasundið á fullu og þá verður allt að verða klárt,“ sagði Erlingur. „Ég verð að ganga alla leið inn í Laugardal til að þvo mér og það er mér næstum um megn daglega," sagði íbúi á Bergþórugötu sem hef- ur notað Sudnhöllina til baða um árabil. „Ég hef ekki aðgang að sturtu um þessar mundir og engan bil,“ sagði íbúinn. Ráðgert er að opna Vesturbæjar- laugina og Árbæjarlaugina á föstu- daginn og vonast er til að viðgerð- um á Sundhöllinni verði lokið á mánudaginn í næstu viku. -EIR Ómar með lyklana að sportbílnum sem hvarf af bílasölu meðan hann brá sér i frí til Benidorm. DV-mynd Teitur Setti sportbíl á bílasölu og fór í frí til Benidorm: Bíllinn hvarf og fannst illa farinn Arbæjarlaug er lokuð vegna viðgerða eins og Sundhöllin og Vesturbæjarlaug. „Ég setti bílinn minn á bílasölu rétt áður en ég fór til Benidorm í þrjár vikur. Nú, þegar ég kom aftur úr fríinu aðfaranótt fimmtudags var bíllinn horflnn. Aðeins lyklarnir voru eftir og þeir á bílasölunni vissu ekkert þegar ég hafði sam- band við þá á fimmtudeginum. Síð- ar um daginn fann lögreglan síðan bílinn í Höfðahverfinu, eyðilagðan og illa farinn. Hann var beyglaður, allt rifið og tætt inni í honum og felgumar famar. Þetta er mjög sárt og mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig,“ segir Ómar Djermoun, í sam- tal við DV. Ómar kom frá Benidorm í fyrra- dag. Hann segir að bíllinn, rauður Nissan Sunny GTI 1000 sportbíll ár- gerð ‘92, hafi sést á bílasöluplaninu hjá Bílasölunni Skeifunni á föstu- dag fyrir viku. Síðan hafi enginn vitað neitt fyrr en hann kom heim úr fríi aðfaranótt fimmtudags. Bíll- inn er ekki kaskótryggöur og því fær hann ekkert út úr tryggingun- um. Tjónið er því tilfinnanlegt. Ómar segist hafa viljað að bíllinn Akranes: yrði settur inn í hús meðan hann var í burtu en þvi verið hafnað. Hjá Bílasölunni Skeifunni fengust þær upplýsingar að bíllinn hefði verið í röð annarra bíla á planinu þar sem að jafnaði em hátt í 300 bíl- ar. Ekki væri við bílasöluna að sakast. Svona hlutir gerðust því miður. Aldrei hefði staðið til að setja ‘92 árgerð af bíl sem seljast átti á um 900 þúsund inn í hús innan um skínandi nýja bíla sem væm mun dýrari. Það væri að jafhaði ekki gert. -hlh Mikið malbikað og steypt DV, Akranesi: Á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur verið mikið malbik- að og steypt á Akranesi. Á árinu 1998 voru malbikuð bílastæði við fjölbýlishús og hjá fyrirtækjum fyr- ir um 20-30 milljónir króna og á þessu ári stefnir i það að flest ef ekki öll bilastæði fjölbýlishúsa muni hafa bundið slitlag. Þetta er breyting frá því sem áður var. Fyr- ir opnun Hvalfjarðarganga voru að- eins tvö bílastæði við fjölbýlishús bimdin slitlagi en nú stefnir í að um 20 bílastæði fjölbýlishúsa verði bundinn slitlagi. Hvort það er til- koma Hvalfjaröarganga skal ósagt látið en íbúar á Akranesi virðast hafa fengið aukna orku með til- komu ganganna. Þá hefur verið mikið steypt á Akranesi á þessu og síðasta ári með nýrri tækni. Fyrir skemmstu var Leynisbrautin steypt þar sem nýtt hverfi hefur risið með undraverð- um hraða síðustu mánuði, þá hefur verið lokið við að steypa bogaveg- inn fyrir framan Stjómsýsluhúsið við Stillholtið. Við verkið hefúr ver- ið notuð útlagningavél í eigu Stein- vegar ehf. sem getur lagt allt aö 10 metra breiða veghellu. Hér er um nýja tækni að ræða sem hefur gefið góða raun en í fyrra vom Kalmans- vellir og Smiðjuvellir steyptir upp með þessari sömu vél. Sléttleiki gatnanna er meiri en áður hefur þekkst við gatnasteypur á Akranesi. Þá er nýlokið við að steypa Jaðarsbraut með þessari sömu tækni. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.