Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Utlönd Bórís Jeltsfn Rússlandsforseti huggar Kalímat Saadújevu, móður rússnesks hermanns sem féll í nýlegum átökum við uppreisnarmenn múslíma í Kákasuslýðveldinu Dagestan. Framkvæmdastjórn ESB: Nýtt hneyksli í uppsiglingu Nýtt hneykslismál er nú í upp- siglingu innan framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, ESB. Franskt fyrirtæki dró aö sér tugi milljóna íslenskra króna frá sam- bandinu og reyndu franskir emb- ættismenn að breiöa yfir málið. Gögn um málið hafa horfið á dular- fullan hátt. Það sem þykir gera málið enn al- varlegra er að einn af verðandi full- trúum framkvæmdastjórnarinnar, Pascal Lamy, virðist eftir öOu aö dæma hafa leikið aðalhlutverkið. Hann á að hafa kippt í spottana þeg-‘ ar málið var þagað í hel. Franska fyrirtækið var jafnframt látið greiða miklu lægri sekt en reglur kveða á um. Flechardfyrirtækið keypti næst- um 7 þúsund tonn af smjöri sem átti að nota sem neyðarhjálp við hungr- aða Sovétmenn árið 1991. Stór hluti smjörsins var hins vegar seldur í PóUandi. Pascal Lamy varði söluna með því að segja að annars hefði franska fyrirtækið þurft að loka og segja upp eitt þúsund starfsmönnum. Samtimis því sem yfirheyrslur Evrópuþingsins yfir nýjum fram- kvæmdastjórum ESB hófust í gær hófst rannsókn á öllum samningum sem Edith Cresson, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands og einn framkvæmdastjóra ESB, gerði við einn persónulegra vina sinna. Cresson réði vin sinn, sem er tann- læknir á eftirlaunum, sem alnæmis- sérfræðing ESB. Hann fékk auk þess laun í heilt ár án þess að inna nokkurt starf af hendi. Cresson hef- ur reynt að koma í veg fyrir rann- sóknina. Rándýr norsk kosningaloforð Ef norskir stjómmálaflokkar þurfa að standa við öU loforðin sem þeir hafa gefið fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 13. septem- ber er hætt við að það muni kosta tugi milljarða íslenskra króna. Bæði stjórnarandstæðingar og stjórnarsinnar lofa aukinni vel- ferð, bættum efnahag námsmanna og barnafjölskyldna, hærri fram- lögum tU heilbrigðisþjónustunnar og svo framvegis. /H' ifrC&hf. Borgartúni 28, sími 562 2901 og 562 2900. Norskur dáti veldur banaslysi Atlantshafsbandalagið (NATO) og stjórnvöld í Makedóníu þrátta nú um lögsögu yfir norskum frið- argæsluliða sem varð valdur að bUslysi þar sem ráðherra í stjóm Makedóníu, eiginkona hans og dóttir létu lífið. Makedónísk stjómvöld létu handtaka her- manninn á sunnudag, daginn eft- ir slysið, og sökuðu NATO um að reyna að koma honum undan. GfA Varmaskiptar fyrir heimili og iðnað Einstök varmanýting Hagstætt vero Tækniieg ráðgjöf um val Gríðarleg kjörsókn á Austur-Tímor í gær: Bendir til sigurs sjálfstæðissinna Ibúar Austur-Tímor létu hótanir um ofbeldisverk ekki slá sig út af laginu heldur fjölmenntu á kjörstaði í gær til að greiða atkvæði um sjálf- stæði landsins eftir aldalanga ný- lendustjórn erlendra ríkja. Gríðarleg kjörsókn þykir benda tU að Austiu-- Tímorar hafi kosið að segja skUið við Indónesíu sem hefur ráðið þar ríkjum í tæpan aldartjóröung. FuUtrúar Sameinuðu þjóðanna, sem skipulögöu þjóðaratkvæða- greiðsluna, og vestrænna ríkja lýstu yfir ánægju sinni með kjörsóknina sem var um 99 prósent. „Kjörsóknin var mjög mikU. Það myndi ekki gerast ef fólk vildi halda í óbreytt ástand,“ sagði starfsmaður mannréttindasamtaka sem fylgdist með kosningunum. „Nýtt land hefur litið dagsins ljós.“ Xanana Gusmao, leiðtogi sjálfstæð- issinna á Austur-Tímor, greiðir at- kvæði um sjáifstæði landsins . Embættismaður kirkjunnar á Austur-Tímor sagði fréttamanni Reuters að enginn vafi léki á því að stuðningurinn við sjálfstæði lands- ins væri yflrgnæfandi. Talning atkvæða hefst væntan- lega ekki fyrr en á morgun þegar öll atkvæðin hafa verið tlutt tU höfuð- borgarinnar DUi. Ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en í næstu viku. Þing Indónesiu þarf þó að staðfesta þau en það kemur ekki saman fyrr en í október. Fylgjendur áframhaldandi yflr- ráða Indónesa lýstu í morgun yfir megnustu vanþóknun á þjóðarat- kvæðagreiðslunni og sögðu hana mundu sá nýjum fræjum átaka. Sérstök 25 manna þjóðarsátta- nefnd undir forystu SÞ heldur fyrsta fund sinn í Dili í dag. Heppinn áslcrifandLi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: 29" 100 riða sjónvarp og auk þess: 14" saxnbyggt sjónvarp og vídeó, feröageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildarverðmæti vinninga er 700.000 kr. 6 hátalarar Stuttar fréttir i>v Óvíst um skæruliða Þjóðir heims eiga enn eftir að gera upp við sig hvort og þá hvaða samtök yrðu stofnuð fyrir liðsmenn Frelsishers Kosovo eftir að hann verður leystur upp. Fleiri lík í Tyrklandi Madeleine Albright, utanríkis- ráöherra Bandaríkjanna, leggur hugsanlega lykkju á leið sína í heimsókn sinni til Mið- Austurlanda í vikunni og heimsækir jarð- skjálftasvæðin í Tyrklandi. Stöðugt flnnast fleiri lík í húsarústunum og er tala látinna komin upp í 14,202. Kókaín í fiski Tollverðir á alþjóðaílugvellin- um í Miami á Flórída fundu meh’a en eitt tonn af kókaíni sem hafði verið falið í ferskum sjávar- afurðum frá Suður-Ameriku. Grunur leikur á að starfsmaður á flugvellinum tengist málinu. Spenna á N-írlandi Þegar Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, snýr heim úr sumarfríi frá Evrópu í dag þarf hann að reyna að draga úr auk- inni spennu á N-írlandi. Blóðug átök í Kasmír Að minnsti kosti 25 manns, þar á meðal 12 skæruliðar og 4 ind- verskir lögreglumenn, hafa fallið í átökum í Kasmír sem tengd eru væntanlegum kosningum. Árangurslaus fundur Samningamönnum ísraela og Palestínumanna tókst ekki í gær að ná sam- komulagi um hvernig hrinda eigi Wye-friðar- samningnum í framkvæmd. Fyrr um daginn hafði Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísra- els, lýst þvi yfir að hann væri bjartsýnn á að samkomulag næð- ist áður en Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, kemur til Miðausturlanda. Sprengdu skóla Herinn á Filippseyjum sprengdi í gær skóla og 30 önnur hús í loftárás á skæruliða múslíma. Skæruliðar höfðu rænt 4 ára telpu sem er bamabarn borgarstjóra á eyjunum. Milljónarán við flugvöll Fimm vopnaðir menn komust yfir andvirði um 280 milljóna ís- lenskra króna er þeir rændu pen- ingaflutningabíl við flugvöll Malaga á Spáni í gær. Fellibylur í N-Karólínu Þrír létu lífiö er fellibylurinn Dennis gekk yfir strandsvæöi N- Karólínu i Bandarikjunum í gær. Ástarbréfin ekki birt Fyrrverandi ástmaður Díönu prinsessu, James Hewitt, ætlar ekki að birta ástarbréfin frá henni, aö því er lögmaður hans tilkynnir. Bresk blöð greindu frá því um helgina að bréfin yrðu i æviminningum Hewitts sem gefnar verða út snemma á næsta ári. Sky-sjón- arpsstööin greindi frá því að Hewitt hefði selt bresku blaði réttinn til að birta minningamar fyrir um 60 milljónir íslenskra króna. VIII halda kjarnavopnum Vladimir Putin, forsætisráð- herra Rússlands, sagöi í gær að nauðsynlegt væri fyrir Rússa að halda kjarnorkuvopnum sínum til aö geta variö sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.