Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 32
 V I K I N ( TS m LtTTM W Jl , i , P ^“1J .'f A íSSwtí FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frábærar fréttir - segir bæjarstjórinn „Þetta eru frábærar fréttir fyrir ^okkur Eyjamenn," segir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri Vest- manneyja, um fyrirhugaða samein- ingu sjávarútvegsfyrirtækjanna ís- félags Vestmann- eyja, Vinnslustöðv- arinnar í Vest- manneyjum, Krossaness á Ak- ureyri og Óslands á Höfn. „Það er ljóst að höfuðstöðvamar verða í Vest- mannaeyjum en viö höfum haft áhyggjur af því að Vinnslustöðin hefur verið í viðræöum við önnur ^fyrirtæki og menn voru ekki ör- uggir um að þessar veiðiheimildir yrðu eftir í Vestmanneyjum," segir Guðjón. í viljayfirlýsingu vegna málsins setur stjórn Vinnslustöðvarinnar fyrirvara um að fyrirtækið hyggist halda áfram að leita eftir álitlegum kostum til samstarfs eða samruna við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. „Maður vonar að þessi viljayfirlýs- ing verði meira en bara viljayfir- lýsing og að það nái fram að ganga að þetta verði eitt alvörufyrirtæki _ í haust,“ segir Guðjón Hjörleifsson. Sjá bls. 2. -gar Guðjón Hjör- leifsson. Hafrannsóknir: Sjórinn fullur af seiðum Niðurstöður úr árlegum seiða- rannsóknaleiðangri rannsóknar- skipsins Árna Friðrikssonar sýna að sjórinn hér við land er fullur af þorskseiðum. Seiðavísitalan í fyrra var sú hæsta í 30 ára sögu seiða- rannsókna í hafi en í ár er talan 3,4 sinnum hærri. Má því fastlega gera ráö fyrir toppárgangi í þorski á Is- mMandsmiðum árið 2004. -EIR Ekki áhrif á gengið strax - segir Kaupþing „Þetta eru auðvitað mjög já- kvæðar fréttir fyrir sjávarútveginn í heild,“ segir Esther Finnboga- dóttir, starfsmaður greiningar- deildar Kaupþings hf. „En markað- urinn er vanur sveiflum í sjávarút- vegi og ég reikna ekki með að þetta hafi strax áhrif á gengi hlutabréfa þótt langtímáhrifin ættu að vera wjákvæð.“ -gar Nú er berjatínsla víðast hvar í fullum gangi og allvíða er mikil og góð spretta. Una Björk brá sér í berjamó í Svignaskarði um helgina og uppskar þar heil- mikið af fallegum og safaríkum bláberjum. Þeir sem ætla að fara í berjamó verða að muna að fara fyrir næturfrost. DV-mynd Hilmar Þór Stjórnendur tveggja banka sakaðir um valdníðslu: Svara engu - segir Kjartan Gunnarsson „Ég ætla ekki að svara þér neinu. Þú skalt spyija Eyjólf Sveinsson um þetta,“ sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisílokks- ins og formaður bankaráðs Lands- banka íslands, við DV í morgun þeg- ar borinn var undir hann kafli úr grein eftir Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlög- mann í Degi í dag um meintan þátt Kjartans i því að Landsbankinn hafnaði því að hefia viðskipti við íslenska útvarps- félagið árið 1994. í fyrmefndum greinarkafla rekur Sigurður atvik að því þegar slitnaði upp úr viðskiptum ÍÚ og íslandsbanka í kjölfar þess að Ingimundur Sigfússon missti stjóm- arsæti sitt í ÍÚ í kjölfar breyttra valdahlutfalla í félaginu. Sigurður segir að Valur Valsson banka- stjóri og mágur Ingimundar hafi verið búinn að veita ÍÚ loforð fyrir um 300 millj- óna króna láni til kaupa á nýjum myndlyklum. Þeg- ar síðan Ingi- mundur missti stjómaformanns- sætið hafi lánsloforðið verið aftur- kallað sém í raun hafi þýtt að bank- inn hafi hafnað frekari viðskiptum við félagið. Ekki náðist í Val Valsson í morgun til að bera þetta undir hann. Sigurður segir að í framhaldinu hafi verið leitað eftir viðskiptum við Landsbankann en bankinn hafnað því. Látið hefði verið í veðri vaka að Kjartan Gunnarsson, þáverandi bankaráðsformaður, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og formað- ur Útvarpsréttamefndar, legðist gegn því að Landsbankinn ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að. DV bar þessi orð sem fym segir undir Kjartan i morgun og var svar hans það sem stendur í upphafi þess- arar fréttar. -SÁ Agæt aösókn „Aðsókn að kvikmyndahátíð hefur verið með ágætum það sem af er,“ segir Anna María Karls- dóttir, framkvæmdastjóri hátíðar- innar. „Ég er ekki með fastar töl- ur enn þá en get sagt að almenn ánægja hefúr verið og ekki hefúr veðrið skemmt fyrir okkur. Kvik- myndin Svartur köttur, hvítur köttur hefur vakið verðskuldaða athygli og eins hafa myndir Kubricks gengið mjög vel.“ -hdm Leiðbeinendur: Um 60 fleiri undanþágur - en í fyrra Sótt hefur verið um undanþágu fyrir 440 leiðbeinendur til kennslu í grunnskólum landsins sam- kvæmt síðustu fyrirliggjandi tölum, að sögn Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur, varafor- manns Kenn- arasambands íslands. Af þeim fjölda hefur undanþágunefnd menntamálaráðuneytisins sam- þykkt 323 en synjað 107. Þess ber að geta, að þessar tölur eru ekki endanlegar þar sem undanþágu- nefnd er að afgreiða umsóknir. Á sama tíma í fyrra voru um- sóknimar heldur færri en nú. Hins vegar hafa um 60 fleiri um- sóknir verið samþykktar nú en á sama tíma í fyrra. Leiðbeinendur í grunnskólum landsins voru um 700 talsins á síðasta ári. -JSS Kjartan Gunn- arsson. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Veðrið á morgun: Rigning sunnan- og vestanlands Varað er við allhvössum vindi, eða meira en 15 metrum á sek- úndu á miðhálendinu, á Suðvest- urlandi, viö Faxaflóa og Breiða- Qörð, á Vestfjörðum, á Ströndum og Norðurlandi vestra og Aust- fiörðum í dag. Á morgun verður sterk sunnan- eða suðvestanátt, 8-15 metrar á sekúndu. Rigning verður sunnan og vestan til í nótt og á morgun en hægari og skýjað með köflum norðaustan til. Hitinn verður á bilinu 10 til 17 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. 12 5 Mi írboltar Múrfestingar !]]]J]]|i K= =L- i -1 i ==ff=jé= -=• Smiðjuvegur5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.