Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 11
Reykjanesbrautin er háskalega injó miðað við hinn mikla og vaxandi um- ferðarþunga. samdrátt ráðstöfunartekna á þessu ári. Ekki er nokkur vafi á að fram- kvæmdir á borð við tvöföldun Reykja- nesbrautar og veggöng undir Hval- fjörð, án þess að ríkissjóður leggi þar fram krónu, er eitt þeirra ráða sem nú er eðlilegt og skynsamlegt að grípa til. Það er löngu tímabært að leita annarra leiða við fjármögnun vega- kerfisins því þótt vel hafi miðað í end- urbótum á síðustu árum er ljóst að með sama hraða verður hringvegur- inn allur lagður slitlagi þegar langt er liðið á næstu öld. Varðandi Reykjanesbraut hefur hún þá sérstöðu að vera það mann- virki sem allir landsmenn, hvar sem þeir búa, þurfa að nýta sér, sumir oft á ári hverju. Ástæðan er einfaldlega alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík, eini millilandaflugvöllur landsins. Að auki má benda á að spáð er mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til Islands á næstu árum og flestallir munu þeir nota Reykjanesbraut til að komast til Reykjavíkur eða raunar hvert á land sem er. Vissulega má segja að vegtollur á Reykjanesbraut sé skattur þar sem vegfarendur um þetta svæði eiga ekki kost á annarri leið. En hvað má þá segja um stöðumælagjöld íbúa þétt- býlisins? I hugmyndum undirbúnings- félagsins er rætt um að innheimta svipað gjald og borgað er fyrir hverja klukkustund í stöðumæli í Reykjavík! Það er allt og sumt. Fagleg ximræða um efnahagsmál í Fjármálatíðindum birtast greinar um það sem er efst á baugi í hagfræði- og efnahagsmálum. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1, 150 REYKJAVÍK, SÍMl 699600 Með áskrift að Fjármálatíðindum fylgist þú því vel með og getur á fag- legan hátt tekið þátt í umræðunni. Áskriftarsíminn er 699600. 45 YDDA F21.3/SÍA

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.