Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 1
TOLVUR S D F G H J K L CJnBings' ÆSföftS f ZXCVBNM - C..TCD CLEAR \ ENTER TI PS 4500 er knúin fjórum 1,5 volta alkaline rafhlöðum af stærðinni AAA. Tölvan vegur um 250 grömm, kemst auðveldlega fyrir í innanávasa (er á stærð við seðlaveski) og henni fylgir bæklingur með ágætum leiðbeiningum (m.a. dæmum) á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, hollensku og spönsku. SAMHEITA- OG STAFSETNINGARTÖLVA Þeir sem vinna við þýðingar eða þurfa að skrifa texta á ensku, t.d. verslunarbréf, muna ef til vill ekki alltaf hvernig orð er stafað. Tölvu- tæknin hefur lausn á hluta vandans. Bandaríska fyrirtækið Texas Instru- ments, en það var hér í eina tíð einna þekktast ásamt Hewlett-Packard sem brautryðjandi á sviði sk. vasatölva, hefur gengið í gegnum nokkur athyglisverð þró- TÖLVUÞÁTTUR Leó M.Jónsson skrifar m.a. um sérstæða tungumálatölvu, fistölvu sem er á stærð við símaskrá en auk þess er að finna ýmsar fréttir úr heimi tækninnar. unarskeið. Fyrir rúmum áratug blasti við að fyrirtækið myndi verða að láta af for- ystu á sviði vasatölva vegna samkeppn- innar frá Taiwan, Suður-Koreu, Hong Kong og Singapore. Það gekk eftir. F yrirtækin í Asíu náðu hins vegar aldrei þvíþróunarstigi að geta framleitt hátækni- legar vasatölvur, tölvur sem sérstaklega voru gerðar fyrir vísindalega útreikninga. Tækniþekking bandaríska fyrirtækisins reyndist drjúgari tekjulind þegar á reyndi en búist hafði verið við: Texas Instru- ments fór að fikra sig áfram með sérhæfð- ar vasa- og handtölvur til kennslu í skól- um, fyrst í stað á grunnskólastigi en síðar á æðri stigum, svo sem tölvur sem nota mátti til að læra forritunarmál á auðveldan hátt. MÁLATÖLVUR Fyrsta tungumálatölvan frá TI mun hafa verið „Speek and Spell“ ætluð fyrir yngstu böm á skólaaldri. I framhaldi af henni komu fleiri útgáfur, sem gegndu svipuðu hlutverki, og síðar tölva sem kenndi krökkum að reikna en sú nefnist „The Little Professor". Þessar tölvur voru ódýrar en seldust í gríðarlegu upplagi og nánast án nokkurrar samkeppni. í framhaldi komu vandaðri og dýrari tölvur sem byggðu á sömu hönnun gmnd- vallarkerfis. Meðal þeirra var vönduð for- ritanleg tölva fyrir stærðfræði og viðskipti sem jafnframt fékkst með foixiti sem auð- veldaði notandanum að læra forritunar- málið Pascal (þó án þess að tölvan innhéldi Pascal þýðanda). Sú tölva nefnist TI-74 BASICALC og hefur selst nokkuð vel enda að mörgu leyti sérstök. EITT SKREF ENN Nú er komin enn ein ný TI tölva á markaðinn. Sú nefnist „TI PS 4500 Thesaurus/Spell-Checker“ eða samheita- og stafsetningartölva og er einkum sniðin að þörfum fólks sem notar ensku í störfum sínum eða leik á hvaða sviði sem er. Tölv- an er einungis gerð fyrir ensku og fæst í flestum helstu tölvuverslunum. I minni geymir hún 97 þúsund orð og 590 þúsund samheiti. Sé orð skrifað með hnöppunum, birtist það í glugga tölvunnar. Sé það rétt stafað birtist „OK“ neðan við orðið í glugganum. ORÐHUÓÐAN GETUR NÆGT Það nægir að muna hvernig orð hljórn- aði til þess að láta tölvuna sýna manni hvernig það er rétt stafað. Dæmi: Settu inn í tölvuna „fotograf' og hún mun sýna þér að það er rétt stafað „Photograph". 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.