Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 1
28. tbl. Sunnudagur 12. ágúst 1956 XXXI. árg. JÓN Á SÚLU OG GJÖF HANS SEM VAR AFHENT BARNA- SKÓLANUM Á VARMALANDI í LESÚÓK 29. april s. 1. segir frá því, að Jón lensmaður frá Súlu í Veradal í Noregi skar út stóra mynd af einvigi þeirra Gunnlaugs orms tungu og Skáld-Hrafns á Súlufjalli. Þessa mynd gaf hann íslandi og óskaði þess að Forseti íslands réði því hvar myndin yrði geymd. Úr- skurðaði Forsetinn að hún skyldi geymd í barnaskólanum á Varma- landi í Stafholtstungum. Kom svo Jón frá Súlu hingað með skipinu „Brand VI.“ og afhenti gjöfina þár á staðnum. AÐ VAR stundu eftir hádegi fyrra laugardag, að skipið .,Akraborg“ lá ferðbúið við bryggju í Reykjavík. Þá var glatt sólskin og bærðist varla hár á höfði, einn af þessum ógleyman- legu sumardögum í Reykjavík, þegar fjöllin skarta með óteljandi litum, en Jökullinn rís fannhvítur upp úr dökkbláu djúpinu. Niður á bryggjuna kemur bíll og út úr honum stíga þeir Forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson og T. Andersen-Rysst sendiráðherra Norðmanna. Og svo kom þriðji maðurinn og varð mörgum star- sýnt á hann. Var hann í litklæðum, bláum frakka og bláum knébuxum, rauðu vesti, hvítum knéháum sokkum og með silfurspennta svarta skó á fótum, en um sig miðjan hafði hann belti með fornri silfurspennu. Maðurinn var inn vörpulegasti og höfðinglegur á velli, en þó nokkuð við aldur. Hér var kominn Jón fyrrverandi sýslu- maður frá Súlu í Veradal í Þránd- heimsfylki. Þessi búningur hans var ekki einkennisbúningur em- bættismanna, heldur þjóðbúningur, samskonar og forfeður hans hafa gengið í við hátíðleg tækifæri öld eftir öld. Spennurnar á skóm og belti voru þær sömu og langa- langafi hans hafði notað. Nú var hann kominn hingað til þess að afhenda þá gjöf, er hann hafði gefið íslandi, myndina af ein- vígi þeirra Gunnlaugs ormstungu og Hrafns. Þótti honum því við Forsetl íslands, sendíráðhcrra Norð- manna og Jon Suul um borð í Akra- borg. eiga að koma í sparibúningi sín- um. Förinni var nú heitið upp að Varmalandi í Stafholtstungum, þar sem myndin verður geymd í nýa barnaskólanum. Tveir menn aðrir voru með í förinni, Helgi Elíasson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.