Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 2
438 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fræðslumálastjóri og Árni Óla blaðamaður. Nú var gengið á skipsfjöl og siglt til Akraness í blíðskapar veðri. Þar var aftur stigið á bílinn og ekið sem leið liggur yfir Skipa- skaga, Leirársveit, Melasveit, Andakíl, yfir Hvítárbrú, upp fyrir Gljúfurá og upp Stafholtstungur. Var þá fagurt um að litast í Borg- arfjarðarhéraði, og þótti Jóni á Súlu það vera vegleg umgjörð um sögu Gunnlaugs ormstungu. Komið var að Varmalandi klukk- an 4. Er þar fagurt um að litast undir Stafholtsveggjum, tveir reisulegir skólar, sem báðir eru héraðsprýði, snoturt íbúoarhús og stór gróðurhús. Þarna tóku þeir á móti gestunum séra Bergur Björns- son formaður skólanefndar barna- skólans, Jón Steingrímsson sýslu- maður og fleira fólk. Var svo byrjað á því að velja stað fyrir myndina, sem er 2,3 metrar á lengd og 1,15 metrar á hæð. ‘Varð ein- hugur um að hún skyldi hanga á blámáluðum vegg í forsal skólans. Gengu svo smiðir að því verki að koma henni þar fyrir, en á meðan var sezt að borðum og drukkið kaffi, sem var rausnarlega fram borið. Stóðst það á endum, að er risið var frá borðum, þá var mynd- in komin á sinn stað. Gengu þá allir fram í forsalinn og afhenti Jón frá Súlu myndina með stuttri ræðu, sem er þannig í lauslegri þýðingu: RÆÐA JÓNS FRÁ SÚLU Hæstvirti Forseti og kæru ís- lendingar! Þegar mér veitist nú sú virðing, að mæla nokkur orð hér í dag, þá á það að vera kveðja til íslands frá ættstöðvum mínum í Þrænda- lögum, þar sem Stiklarstaður er, og þakka íslendingum fyrir að þeir björguðu minningum sam- eiginlegrar sögu. Þessi sagnafróðleikur frá vík- ingaöld og miðöldum, sem er oss svo dýrmætur hefir gefið oss Norð- mönnum þrek til þess að bjarga sjálfstæði voru og þjóðerni þegar mest syrti að. — Mikilfengleg er frásögnin í Gunnlaugs sögu ormstungu um hólmgöngu þeirra Gunnlaugs og Hrafns á Súlufjalli árið 1010. Nú hefir ætt inín búið á Súlu í Vera- dal frá fornu fari, og þess vegna hefi ég leitað að staðnum þar sem hólmgangan var háð, og ég þykist viss um að hafa fundið Dinganes á Súlufjalli, eða Jamtalandsheiði. Eg hefi skorið út mynd af þess- um atburði, eins og sagan segir frá honum. Þessi mynd á að vera minning- Jon Suul. argjöf af þakklátum huga til ís- lands. Og að svo mæltu leyfi eg mér að afhenda hana hæstvirtum For- seta íslands. RÆÐA FORSETA Forseti íslands þakkaði þá gjöf- ina með þessum orðum: Kæri Jon Suul! Þetta er fagnaðarstund, að vera liér staddur með þér, sendiherra Norðmanna og fulltrúum héraðs- ins. Við'erum hér álíka langt stadd- ir írá Súlu í Veradal og ég var frá mínum heimkynnum, þegar við hittumst í fyrsta Sinn í fyrra- vor á Stildarstöðum. Ég þakka þér þá samfundi. Það væri of langt mál að lýsa þeim hér til hlýtar, en krossinn Ólafs helga, sem þú gafst mér þá, er mér daglega fyr- ir augum. Þar sem þú varst, gamli, góði sýslumaður úr Þrændalögum, og raunar margir fleiri, hittum við hjónin þann Noreg, sem er nú, á tímum Hákonar sjöunda, samur og hann var, á tímum Gunnlaugs og Hrafns og Ólafs helga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.