Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 16
452 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A Á ¥ Á D ♦ Á D 10 9 5 4 Á K 10 7 5 4 DG1085 ¥652 ♦ 4 4 G 9 6 3 4 K 3 ¥ K G 10 9 8 7 ♦ 7 6 3 2 4 4 497642 ¥ 4 3 ♦ K G • 4 D S 2 V og A sögðu aldrei neitt, en S og N komust í 6 hjörtu. Mun mörgum virðast að auðvelt sé að vir.na spilið, og það er rétt, en S tapaði nú samt, Spr.ði kom út og var drepinn með ásnum. Nú kom H D úr borði og var d.-epin með H K á hendi. Það gerði S iil þcss að reyna að gera sér mat úr tighnum, því að hann vonaði að háspil- m mundu vera skipt. Hann ætlaði að „svír.a“ tvisvar, en fyrir það tapaði hann. Réttara var fyrir hann að reyna lauf- ið og gera ráð fyrir að andstæðingar hefði 3 og 4 lauf. Þá sló hann fyrst út LÁ og síðan láglaufi og trompaði það. Síðan kemur tromp og er drepið með 4s og aftur kemur láglauf og er tromp-* að. Nú eru tvö laufspil orðin frí í borði. Svo getur hann tekið trompin af and- stæðingum og reynt hvernig tígullinn liggur, í von um að gera stóraslemm. Það heppnast að visu ekki, en spilið vinnur hann á laufin. mAlmar og steinar í sóknarlýsingu Gufudalssóknar 1840 segir séra Þorsteinn Þórðarson: Málma nalda menn hér víða í jörð og steinum, en þekkingarleysi á þeim hlutum gerir, að þar um verður lítið sagt. Blá og grænleitt hjóm sést hér mikið viða á vatni í mýrum, og er það kölluð hér járnlá eður járnláarvatn. Líka finnast SILUNGSPOLLUR — Barnaheimill Oddfcllow-félagsins stendur i fögrum stað nokkuð fyrir ofan Gvendarbrunna. Þar eru sléttir vellir undir úfinnl hraunrönd, en undan hrauninu koma miklar uppsprettur og renna i lygnum straumi fram hjá húsinu. Þar rétt fyrir neðan liggur akvegur inn í Heiðmörk. steinar þesslegir, að í þeim sé málmur, t. d. stcinar sem eru líkir grófu járn- ryði, og grænleit einhverslags leirteg- und, er af sér gefur mikla málmlykt, segja menn hér fundizt hafa niðri í jörðu. Auk margvíslegra að litum eld- tinnusteina, glerhalla og hvítra steina, sem menn nefna hér almennt marm- arasteina, sem og hrafntinnu, er þó ekki finnst hér, sjást hér margar steinategundir er ég held hér flestum eða öllum óþekktar. Einna helzt má þó geta svarts og græns klettastykkis í Kálfadalstungum, er glansar á, og hefir sá svarti steinn lit hérum mitt á milli hraíntinnu og steinkola. Þessir steinar eru harðir, þola eld og hafa hvassar rendur, en ýmislega lögun. Hér má og geta þess, að fyrir hér um bil 50 árum fann kona, sem nú lifir hér í sókn og er nú um áttrætt, útnorðan til í Reip- hólsfjallahalli holt eitt, sem hún segir hafí eins og dunkað undir fætinum, en vcrið mjög lítið ummáls. Holtið segir hún að hafi verið allt með ýmislega litum glansandi steinum, af hverjum hún segist hafa tekið einn í flótlæti og síðan gefið hann konu séra Runólfs sáluga, sem þá var hér í Gufudal (prest -ur þar 1806—1821). Þar cftir haíi presturinn ýtarlega spurt sig, hvar hún hafi fundið steininn, og þá hann vissi það, hafi hann beðið sig að útvega sér Xleiri steina, en þótt hún reyndi til, segist hún aldrei hafa getað fundið holtið aftur. SÉRA HANNES ARNÓRSSON (aðstoðarprestur í Ögurþingum) var greindarmaður, skáldmæltur nokkuð og forspár talinn. Hann fékk síðar Stað í Grunnavík, og drukknaði á boð- um fram af Arnarnesi á heimleið úr ísafjarðarkaupstað fyrir jólin 1851. Voru þeir sex á báti, en tveimur varð bjargað úr Arnardal. Mælt er að þeir séra Hannes hafi komið við í Arnar- dal, þegið þar góðgerðir, og hafi prest- ur kastað fram þessari vísu um leið og hann kvaddi: Einn guð ræður ævi minni angurs þótt ég brúki tal, máske það verði í síðasta sinni sem ég kem í Arnardal. (Frá yztu nesjum) SPÁDÓMSAÐFERÐ Sá, sem vildi að fyrir sér væri spáð, átti að tálga spýtu og safna tálgu- spónunum í hrúgu. Síðan átti hann að skera sig í litla fingur á vinstri hendi og láta blóðið drjúpa í spænina. Spá- maðurinn skyldi svo taka þá og láta í glóðarker og setjast síðan og horfa á reykinn. í honum átti hann að fá leslð örlagarúnir mannsins. (Hagalín: Eg veit ekki betur).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.