Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 44» eftir voru tímataii. Það sýnir, að þarna hefir búið menningarþjoð áður en púnisku styrjaldirnar hóf- ust milli Rómar og Kartagóborgar. En hér með er ekki öll sagan sögð. Þeir fundu þarna stóran minnisvarða, sem fallið hafði niður. Hann er 17 feta langur, 7 fet á breidd og 20 þumlungar á þykkt. Um leið og hann féll, hafði hann brotnað í tvo hluta. Á enda hans var höggvin einhver ógurleg ófreskja, en í gapanda gini hennar var fagurt líkneski af goðumlíkum manni. Þá fundu þeir þarna þró úr steini, einna líkasta baðkeri, og voru báðar hliðar útflúraðar. Menn hyggja að ker þetta hafi verið haft undir blóð þeirra manna, sem guðunum var fórnað. Auk þessa fannst þarna leirkerasmíð, fagur- iega skreytt ker og pottar. —o— Ekki gátu þeir dr. Stirling og samverkamenn hans gert sér neina grein fyrir því hvað þetta stóra stemhöfuð átti að tákna. En með því að athuga vel umhverfi þess, tókst þeim að finna tíu höfuð önn- ur á þremur mismunandi stöðum. Um einn af þeim hausum vissu menn þó áður, en um hina ekki. Með nánari athugun á öllu því sem fannst, hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að hér sé um að ræða handaverk La Venta þjóðflokksins, sem uppi var á undan Maya, Zapoteka og Azteka þjóðflokkun- um, og að þeir þjóðflokkar muni hafa tekið menningu sína í arf frá La Venta. í Tabasco-héraði heitir lítið þorp enn La Venta og er skammt frá strönd Mexikóflóa. Þar hafði fund- izt haus árið 1925 og sá aðeins á kollinn og hafði hann ekki verið athugaður neitt. Þarna fann dr. Stirling fimm hausa og var inn stærsti þeirra 22 fet að ummáli. Þessir hausar voru ivo stórir, að menn gizkuðu á að þeir mundu vega um 20 smálestir hvér að með- altali, eða helmingi stærri en haus- inn hjá Tres Zapotes. í tveimur þeirra voru tennur, og einn þeirra var brosandi. Það kom í ljós að þarna hafði búið sami þjóðflokkur og hjá Tres Zapotes. Fannst þarna margt annað en hausarnir, svo sem fagurlega útskornir munir úr jade og „mos- aik“-golf, með myndum af jagúar. Þar fundust einnig grafir æðstu presta og í þeim ýmsir dýrmætir munir. Árið 1946 íór dr. Stirling nýa rannsóknaíerð til Mexikó og he.t þá til San Lorenzo-héraðsins, sem er syðst og austast í Vera Cruz ríki. Ekki höfðu menn haft neinar spurnir af því að þar mundi stein- hausa að finna. En þarna fann hann þó fimm hausa inni í frum- skóginum. Einn þeirra var lang- mestur og talinn vega um 30 smá- lestir. Munnurinn er 3 fet á vídd og augun um tvö fet í þvermál, og geta menn nokkuð ráðið í stærðina af þeim tölum. Það var sýnilegt að á þessum stað hafði menning La Venta náð hámarki sínu. Hausarnir þarna eru betur gerðir en annars staðar og þarna var líka vatnsveita, sem sýndi að fornmenn höfðu kunnað nokkuð til verkfræði og byggingar- listar. Þarna var einnig altari og stóð á tveimur úthöggnum dýrum. Þar fannst og skínandi fögur líkneskja af jagúar og mannlíkan, sem heldur stórri slöngu í hnjám sér. Bera allar þessir myndir af því, sem áður hafði fundizt. Tvær nákvæmar eftirmyndir haía verið gerðar af hausunum. Er önnur þeirra geymd í safni Nation- al Geographic Society’s í Washing- ton, en hin var höfð á sýningu í New York 1950. Hausinn, sem fannst hjá Tres Zapotes, lét mexi- kanska stjórnin flytja til Santiago Tuztla og setja á torg þar. Minnsti hausinn, sem fanr.st hjá La Venta, er nú geymdur í safni Villahermosa, sem er höfuðborgin í Tabasco-ríki. Hinir steinhausarnir standa enn þar sem þeir fundust, því að þeir eru of þungir til þess að hægt sé að flytja þá. Þeir eru mönnum enn jafn mikil ráðgáta og þegar þeir voru grafnir úr jörð, en þeir bera vott um menningu horfinnar þjóð- ar, sem menn vita fátt um annað en það að hún stóð á háu stigi fyrir 2000 • árum, og að Indíánar fengu menningu sína frá henni. Vetnissprengjan MIKIL leynd hvílir yfir framleiðslu veínissprengja og verður þvi fátt sagt með vissu um þetta skaðræðis- vopn En þetta er þó kunnugt. • í stöðinni, þar sem vetnissprengj- ur eru framleiddar í Bandaríkjunum, eru 280 stórbyggingar, og stöðin hefir stærra svæði til umráða heldur en Chicago-borg er. Þarna eru notuð ókjör af vatni til kælingar, og raf- magnið sem notað er, mundi nægja öllu Delaware-ríki. © Fyrsta vetnissprengjan var reynd nálægt Enewetok-ey í Kyrrahafi inn 1. nóvember 1952. Þessi eina sprengja var aflmeiri heldur en allar þær sprer.gjur samtals, er bandamenn vörp- uðu á Þýzkaland og Japan í heims- styrjöldinni seinni. Næsta vetnis- sprengja var reynd 1954 og var hún mörgum sinnum aflmeiri en in fyrri. ð Ekki er hægt að geyma sprengj- urnar von úr viti, því að þær ganga úr sár. Þess vegna verður alltaf öðru hvoru að endurnýa þær, eða „endur- hlaða“ þær. Þess vegna hefir stöðin alltaí nóg að gera. • Óhemju úrgangur kemur frá stöð- inni, og er efni það allt geislavirkt og stórhættulegt. En því er komið fyrir í geysistórum geymurn neðanjarðar og er hver þeirra á stærð við 10 hæða hús. Þarna á þetta úrgangsefni að geymast, þangað til vísindunum tekst að finna einhver ráð til þess að hag- nýta það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.