Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 1
63. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. MARS 2002 DANSKIR stjórnmálaleiðtogar þurfa á næstunni að taka af- stöðu til þess hvort ávallt sé verjandi að kaupa ný og rándýr lyf til að hjálpa örfáum sjúkling- um með sjaldgæfa en hættulega sjúkdóma. Samanlagt eru þeir sem þjást af umræddum sjúk- dómum taldir vera í mesta lagi um 500 í Danmörku. Berlingske Tidende segir að stjórn samtaka sjúkrahúsa á Kaupmannahafnarsvæðinu hafi nýlega samþykkt að kaupa nýtt lyf handa fólki með erfðasjúk- dóminn Fabrys. Hann skemmir nýrun og veldur dauða þegar fólkið er á aldrinum 40–50 ára. Um 45 manns í landinu eru sagðir vera með Fabrys og 15 þeirra gætu haft gagn af um- ræddu lyfi. Kostnaðurinn á sjúkling er áætlaður um 1,5 milljón danskra króna árlega, nær 18 milljónir ísl. kr. Bent er á að ákvörðunin hafi fordæmisgildi og kostnaðurinn vegna slíkra lyfja geti orðið mik- ill í framtíðinni. Séu peningarnir notaðir til annarra verkefna í heilbrigðiskerfinu geti þeir komið mun fleira fólki að gagni og sé því óhjákvæmilegt að grípa til forgangsröðunar. Danskir embættismenn áætla að á næstu árum verði veitt leyfi fyrir tugum nýrra lyfja gegn álíka sjaldgæfum sjúkdómum og þau verði álíka dýr. Ný og dýr lyf handa fáum EKKJA John Lennons, Yoko Ono, horfir á bronsstyttu af bítlinum sem sett var upp í gær í nýrri flugstöð Liverpool-flugvallar í Bretlandi. Flugstöðin hlaut nýtt nafn í fyrra, heitir nú Liverpool John Lennon- flugstöðin, en Lennon var frá borg- inni. Eiginkona Tony Blairs for- sætisráðherra, Cherie Blair, að- stoðaði Ono við að afhjúpa styttuna sem er rúmir tveir metrar að hæð. Hana gerði Tom Murphy og sýnir hún Lennon frjálslegan í fasi með kringlóttu gleraugun, hárið fitu- borið og sleikt aftur. Ono lýsti að sögn BBC mikilli ánægju sinni með verkið. „Þetta er ekki eins og venjuleg stytta – manni finnst að þarna sé John á ferðinni,“ sagði hún. Vörumerki nýju flugstöðvar- innar sýnir andlitsdrætti bítilsins og orðin „Above us only sky“ sem er tilvitnun í eitt þekktasta lag hans, Imagine. Lennon var myrtur í New York árið 1980. AP Lennon í brons PADDY Ashdown, fyrrverandi leið- togi frjálslyndra demókrata í Bret- landi, sagði í gær stríðsglæpadóm- stólnum í Hollandi að hann hefði varað Slobodan Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, við því árið 1998 að hann myndi enda fyrir dóm- stólnum ef hann héldi áfram að beita íbúa Kosovo hörðu. „Ég varaði þig við því að ef þú héldir áfram þeim aðgerðum, sem þú hafðir fyrirskipað, þá myndirðu enda frammi fyrir þessum dómstól – og hér ertu!“ sagði Ashdown. Ashdown tekur senn við embætti æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Hann minnti á aðgerðir sem serbneskar öryggissveitir gripu til í Kosovo vegna starfsemi skæruliða en Serbar hröktu þá 300 þúsund Kosovo-Albana frá heimilum sínum. „Þær aðgerðir voru alfarið á þína ábyrgð og þinna hersveita,“ sagði Ashdown. „Og heimsókn mín til þín [haustið 1998] var einmitt skipulögð svo ég gæti reynt að telja þig af því að láta til skarar skríða í Kosovo.“ Fréttaskýrendur sögðu að Ash- down hefði verið fyrsta vitnið sem ekki hefði leyft Milosevic að skjóta sér skelk í bringu. Horfðist hann í augu við forsetann fyrrverandi og svaraði honum fullum hálsi. Handtaka í Belgrad fordæmd Momcilo Perisic, fyrrverandi yfir- maður hers Júgóslavíu og núverandi þingmaður, var á fimmtudagskvöld handtekinn í Belgrad og gefið að sök að hafa afhent bandarískum stjórn- arerindreka hernaðarleyndarmál. Leynilögregla hersins annaðist handtökuna og var Bandaríkja- manninum, John David Neighbor, haldið í einangrun í 15 stundir og honum misþyrmt, að sögn talsmanns stjórnvalda í Washington sem for- dæmdu handtökuna. Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sagði málið vera „algert hneyksli“ og leynilögregla hersins væri stjórnlaus. Talið er að Perisic, sem er nú andvígur Milosevic, hafi látið erindrekanum í té upplýsingar sem sannað gætu sekt leiðtogans fyrrverandi. Málið er talið sýna að Milosevic hafi enn mikil áhrif í for- ystu hersins. „Ég varaði þig við“ Ashdown lét Slobodan Milosevic ekki skjóta sér skelk í bringu Haag. AFP, AP. SPÆNSKIR óeirðalögreglumenn ráðast gegn and- stæðingum hnattvæðingar á breiðgötunni La Rambla í miðborg Barcelona í gær. Nokkur hundruð liðsmenn margvíslegra samtaka efndu til mótmæla í tilefni af tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins um efnahagsmál sem hófst í borginni í gær. Til átaka kom á nokkrum stöðum, tugir manna voru handteknir og skýrt var frá því að brennandi hjólbörðum hefði verið fleygt á teina við jarðlestarstöðina Can Boixeres í suðurhluta borgarinnar. Orrustuþotur voru á sveimi yfir Barcelona og um 8.500 lögreglumenn eru á verði í borginni enda óttast margir að hermdarverkamenn láti til skarar skríða. Skipulagðir hafa verið fjölmenn- ir útifundir mótmælenda í dag. Reuters Mótmæla hnattvæðingunni ANTHONY Zinni, sáttafulltrúi Bandaríkjastjórnar í Miðausturlönd- um, átti í gær fund í hálfa aðra klukkustund með Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Áður hafði Zinni hitt Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels og sagðist bandaríski sendimaðurinn í gær telja að deiluaðilar myndu á næstu dögum geta komið á vopnahléi. Ísraelar drógu í gær her sinn frá Ramallah, Tulkarem og Qalqiliya en sátu sem fastast í Betlehem og Beit Sahour. Bandaríska dagblaðið The New York Times sagði í gær að Ísr- aelsher hefði verið látinn yfirgefa Ramallah eftir að Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði hringt í Sharon og skipað honum „með umbúðalausum hætti“ að koma ekki í veg fyrir tilraunir Bandaríkja- stjórnar til að koma á vopnahléi. Talsmenn Palestínustjórnar sögðu í gær að ekki yrði rætt um vopnahlé fyrr en Ísraelsher hefði yfirgefið öll svonefnd A-svæði en þau voru undir stjórn Arafats áður en herinn var sendur inn í kjölfar uppreisnarinnar, intifada, sem hófst haustið 2000. „Ef við semdum við Ísraela eins og ástandið er nú myndi það merkja að við værum að semja í skugganum af ógninni frá skriðdrekum Ísraela,“ sagði Ahmed Abdel Rahman, einn af helstu ráðgjöfum Arafats. Enn kom til harðra átaka í gær og féllu níu Palestínumenn, þ. á m. kona og fjögur börn í sprengingu við Bur- eij-flóttamannabúðirnar á Gaza. Ísr- aelskir embættismenn sögðust ekki vita hvað valdið hefði sprengingunni og töldu að Palestínumenn hefðu komið sprengjunni fyrir. Talsmenn Arafats sögðust halda að ísraelskir hermenn hefðu ætlað sprengjunni að hindra liðsmenn herskárra samtaka í að komast að landamærum Gaza og Ísraels. Barist var í Hebron og Qalq- iliya á Vesturbakkanum í gærkvöldi, einnig í suðurhluta Gaza. Zinni segist vongóður um árangur Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.