Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Sigurðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjó- klæðagerðar Íslands hf., lést á hjúkrunar- heimilinu Eir aðfara- nótt laugardagsins 9. mars sl. og fór útför hans fram frá Seltjarn- arneskirkju í gær í kyrrþey, að ósk hins látna. Sverrir Sigurðsson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, eiginkona hans, voru kunn fyrir áhuga á nútímalist og söfnun verka eftir helstu listamenn í sinni tíð, einkum Þorvald Skúlason. Árið 1980 gáfu þau hjón stofngjöf að Listasafni Háskóla Íslands, alls 140 verk, og síðan hafa fleiri verk bæst við, en meðal annars gaf Sverrir safn- inu allmörg verk í minningu Ingi- bjargar, þegar hún lést 1994. Sverrir fæddist í Borgarnesi 10. júní 1909, sonur hjónanna Sigurðar B. Runólfssonar frá Norðtungu og kaup- félagsstjóra í Borgarnesi og Jóhönnu Lovísu Rögnvaldsdóttur. Hann var elstur fjögurra systkina. Sverrir ólst upp í Borgarnesi til 13 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann gekk í Flensborgarskóla 1923 til 1925 en fylgdi enskum veiði- mönnum til veiða í borgfirskum ám á sumrin á vegum Run- ólfs Runólfssonar, afa síns, og Sigurðar Fjeld- sted, bónda í Ferjukoti. Hann var við nám í landbúnaðarskólanum í Asker í Noregi 1926 til 1928 en varð að hverfa frá námi vegna fjár- skorts. Sverrir var lengi í fyrirtækjarekstri. Árið 1929 átti hann þátt í stofnun Sjóklæðagerð- ar Íslands hf. og tveimur árum síðar stofnaði hann matvöruverslunina Lögberg við Holtsgötu, sem hann rak fram á 5. áratuginn. Á sama tíma leigði hann ýmsar af bestu ám Borg- arfjarðar og endurleigði til enskra veiðimanna. Hann byrjaði veitinga- rekstur 1941 og rak ásamt öðrum veitingastaðinn Central í Hafnar- stræti og kaffistofuna Vega á Skóla- vörðustíg þar sem nú er Mokkakaffi. 1956 tók Sverrir við framkvæmda- stjórn kápudeildar Sjóklæðagerðar- innar eftir lát föður síns og var lengi kenndur við Sjóklæðagerðina en seldi reksturinn 1967 og húseignina 1984. Sverrir og Ingibjörg eignuðust tvær dætur, Björgu og Áslaugu. Andlát SVERRIR SIGURÐSSON MINNISBLAÐIÐ sem Öryrkja- bandalagið krafðist þess að fá af- hent er dagsett 22. desember árið 2000. Bandalagið fór með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem dæmdi ríkinu í vil. Öryrkjabanda- lagið vann hins vegar málið í Hæstarétti. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Hinn 19. desember sl. var kveðinn upp í Hæstarétti dómur þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið frá 1. janúar 1994 „að skerða tekjutryggingu ör- orkulífeyrisþega í hjúskap með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyr- isþegans í því tilviki, er maki hans er ekki lífeyrisþegi“ þar sem reglu- gerð um skerðingu bóta vegna tekna maka hafi skort lagastoð frá 1. janúar 1994. Einnig kemst meiri- hluti Hæstaréttar að þeirri niður- stöðu að „óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/ 1998...“ þar sem meirihluti dómsins taldi hana í andstöðu við stjórnar- skrá og alþjóðlega sáttmála. Um er að ræða viðurkenningar- dóm og tekið fram í forsendum hans að „af niðurstöðu máls þessa verður ekki dregin ályktun um rétt hvers einstaks lífeyrisþega.“ Dómurinn tekur einungis til ákvæðis um skerðingu tekjutrygg- ingar örorkulífeyrisþega sam- kvæmt 5. mgr. 17. gr. Ekki er fjallað um önnur ákvæði almanna- tryggingalaga, svo sem ákvæði um skerðingu tekjutryggingar ellilíf- eyrisþega vegna tekna maka. Dómurinn kann hins vegar að hafa fordæmisgildi varðandi teng- ingu við tekjur maka í almanna- tryggingum og e.t.v. á öðrum svið- um. Því er nauðsynlegt að yfirfara löggjöfina með tilliti til forsendna dómsins, m.a. með hliðsjón af því hvort líkur séu á því að önnur ákvæði um tekjutengingu yrðu metin ólögmæt ef látið yrði reyna á þau. Að mati þeirra sem farið hafa fyrir dóminn, er hann óskýr og því er nauðsynlegt að fara mjög vand- lega yfir hvað hann felur í sér varð- andi bótagreiðslur til öryrkja áður en gerðar verða breytingar á bóta- greiðslum. Að mati ríkislögmanns leggur dómurinn ekki beina greiðslu- skyldu á ríkissjóð þar sem um við- urkenningardóm er að ræða og rík- isstjórn er óheimilt að greiða fé úr ríkissjóði nema fyrir því sé laga- heimild. Hins vegar hvílir á stjórn- völdum sú skylda að bregðast við dómnum og beita sér fyrir laga- breytingu sem allra fyrst sem sam- rýmist dómi Hæstaréttar. Þá ligg- ur fyrir að í fjárlögum ársins 2001 er ekki gert ráð fyrir auknum greiðslum til örorkulífeyrisþega á grundvelli dómsins. Af forsendum dómsins virðist mega ráða að tenging bóta við tekjur maka í einhverju formi gæti samrýmst stjórnarskrá svo sem eftirfarandi dæmi: „Þegar litið er til skipulags réttinda örorkulífeyr- isþega samkvæmt almannatrygg- ingalögum og þeirra afleiðinga sem í raun geta af því leitt fyrir ein- staklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lág- marksréttindi...“ Þá kemur fram í dómnum að fallist sé á þá kröfu Ör- yrkjabandalagsins „að viðurkennt verði að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er...“ Fjárhæð grunnlífeyris örorkulíf- eyrisþega er nú kr. 17.715 og kem- ur fram í dómnum að „Verður tæp- ast annað sagt en að réttur öryrkja til framfærslu fjölskyldu sinnar verði smár hafi hann aðeins tekjur, sem nema grunnörorkulífeyri“. Þá verður að hafa í huga hin fjár- hagslegu áhrif og með hvaða hætti brugðist verði við þeim útgjöldum sem af dómnum kunna að leiða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja fá nú um 1.200 örorku- lífeyrisþegar skerta tekjutrygg- ingu vegna tekna maka, og miðað við hlutfallslega skerðingu alls þess hóps öryrkja sem nýtur skertrar tekjutryggingar er um að ræða um 210 m.kr. kostnað á ári að því er þennan hóp varðar. Er þá ótalinn kostnaður vegna þess hóps sem bæst gæti við vegna breyttra reglna og verður hann kannaður á næstu dögum. Skipta má því verkefni sem fyrir liggur í þrjá þætti: 1. Möguleg leiðrétting bóta aftur í tímann og þá hve langt. 2. Endurskoðun þeirra laga- ákvæða sem dómurinn fjallar um. 3. Mögulega endurskoðun gagn- vart öðrum hópum en þeim sem dómurinn fjallar beint um. Lagt er til að ríkisstjórn skipi sérstakan starfshóp til að greina með sem nákvæmustum hætti hvaða leiðir eru færar til að bregð- ast við dómi Hæstaréttar og stýra vinnu við undirbúning á frumvarpi til breytinga á lögum um almanna- tryggingar og stefnt verði að því að það verði lögfest svo fljótt sem verða má. Jafnframt stýri starfs- hópurinn greiningu á hvort þær meginreglur sem dómurinn byggi á kunni að hafa víðtækari áhrif en kveðið er á um í dóminum. Lagt er til að í starfshópnum sitji fulltrúar forsætisráðherra, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra.“ Öryrkjabandalagið fékk í gær minnisblað frá for- sætisráðuneytinu í samræmi við dóm Hæstaréttar Minnisblað vegna dóms Hæstaréttar UNGA fólkinu þykir fátt skemmti- legra en að gefa „bra bra“ á Tjörn- inni í Reykjavík brauðmola og víst er að góðgætið er vel þegið á köld- um vetrardögum. Þegar atgang- urinn er hvað mestur fara gæsirnar upp á bakkann og þá getur verið betra að bregða sér upp á tjarn- arvegginn líkt og guttinn hefur gert. Morgunblaðið/Ásdís Ungviði á gæsafundi TILKYNNINGAR um dagskrá ríkisstjórnarinnar verða ekki sendar út meðan metin eru áhrif dóms Hæstaréttar frá 14. þ.m. í máli Öryrkjabandalags Íslands gegn íslenska ríkinu. Meðan svo stendur munu ráðherrar sjá um að eiga frumkvæði að því að miðla upplýsingum um þau mál, sem þeir bera upp á fundum rík- isstjórnarinnar. Þetta kemur fram í orðsend- ingu forsætisráðuneytisins til fjöl- miðla í gær. Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri segir að tilkynn- ingarnar hafi ekki verið sendar út vegna kvaða upplýsingalaga heldur hafi ríkisstjórnin ákveðið á sínum tíma að miðla þessum upplýsingum. Eftir dóm Hæsta- réttar sé hins vegar ástæða til að íhuga þessi vinnubrögð og þessar aðferðir. Því verði þeirri venju, sem hafi verið viðhöfð um nokk- urt skeið, hætt í bili. Hann áréttar að ákvörðunin eigi aðeins við um umræddar til- kynningar og ekki sé verið að þrengja aðgang fjölmiðla að upp- lýsingum. Upplýsingar af ríkisstjórnarfundum Tilkynn- ingar ekki sendar út GARÐAR Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að minnisblað það, sem fylgt hafi skipunarbréfi starfshópsins sem skipaður hafi verið í kjölfar ör- yrkjadómsins svonefnda, sýni að skipan nefndarinnar hafi verið sjónarspil til að blekkja almenn- ing. „Eftir fyrri dóm Hæstaréttar var Alþingi og þjóðin öll látin halda að með öryrkjanefnd Jóns Steinars Gunnlaugssonar færi hópur lögspekinga sem ætlað væri að komast að faglegri og hlut- lausri niðurstöðu um það hvernig réttast væri að framfylgja dómn- um,“ segir Garðar. „Nú er hins vegar komið á daginn, það sem við raunar töldum okkur vita, að hér var fyrst og fremst um sjónarspil að ræða til að blekkja almenning og gefa niðurstöðu ríkisstjórn- arinnar ákeðið lögmæti og heið- arleikablæ.“ Garðar segir skiljanlegt hvers vegna minnisblaðinu hafi verið haldið leyndu. „Ef þetta voru svona miklir og hlutlausir sér- fræðingar, hvers vegna í ósköp- unum var þá talin ástæða til að senda þeim allt þetta viðhengi með skipunarbréfinu, sem er einn sam- felldur vegvísir og leiðbeining um þá niðurstöðu sem ríkisstjórnin vildi sjá, og ekki bara það heldur einnig hvernig mætti komast að henni. Í minnisblaðinu lætur rík- isstjórnin sér ekki nægja að mata hina svokölluðu sérfræðinga á til- vitnunum í sundurklipptar setn- ingar, heldur er gengið svo langt að undirstrika þar ákveðin atriði, nákvæmlega þau sömu og nefndin notaði síðan til að rökstyðja hina fyrirfram gefnu niðurstöðu.“ Hann segir að af öðrum atriðum megi nefna ábendingu þess efnis að í fjárlögum sé ekki gert ráð fyrir auknum greiðslum vegna þessa og að hafa verði sérstaklega í huga hin fjárhagslegu áhrif sem af dómnum kunni að leiða. „Það er afar auðvelt að skilja hvers vegna forsætisráðherra vildi að til- mælum í þessa veru væri haldið leyndum, því ásamt öðru svipta þau hulunni af sjónarspili hans og samstarfsflokksins,“ segir Garðar Sverrisson. Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins um minnisblaðið Skipun nefndar- innar sjónarspil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.