Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 10
Aðrir hafa sýnt áhuga KREFJIST Norsk Hydro þess að byggingu álvers á Reyðarfirði verði frestað kann svo að fara að fram- leiðsla á áli þar hefjist ekki fyrr en ár- ið 2007 eða jafnvel enn síðar og þá mun Landsvirkjun vafalaust fresta fyrirhuguðum undirbúningsfram- kvæmdum vegna Kárahnjúkavirkj- unar sem ráðast átti í í sumar. Þeir aðilar sem koma að stóriðju á Reyðarfirði stefndu að því að taka stefnumótandi ákvörðun í júní í sum- ar. Þá var og stefnt að formlegri af- greiðslu og undirritun samninga hinn 1. september. Gert var ráð fyrir und- irbúningsframkvæmdum af hálfu Landsvirkjunar vegna virkjunar Kárahnjúka nú í sumar og ráðgert var að hefja fyrstu framkvæmdir við að reisa álverið á Reyðarfirði seinni hluta ársins 2003, að Kárahnjúka- virkjun skilaði orku frá sér síðast á árinu 2006 og álframleiðsla gæti þá hafist. Engir erfiðleikar í tengslum við kaupin á VAW Aðspurður hvaða „erfiðleika“ Norsk Hydro hafi ratað í vegna kaup- anna á þýska álfyrirtækinu VAW segir Thomas Knutzen, upplýsinga- fulltrúi Norsk Hydro, það ekki vera rétt að um erfiðleika sé að ræða. „Norsk Hydro á ekki í neinum erf- iðleikum í sambandi við kaupin á VAW. Allt hefur í raun gengið eftir áætlun.“ Knutzen segir einnig að stjórnend- ur Hydro hafi vitað af mögulegri málshöfðun af hálfu kanadíska fyrir- tækisins Alcan, sem á helmingshlut á móti Norsk Hydro í valsaverksmiðj- unni Alu-Norf, áður en gengið var frá samningum um yfirtökuna á VAW. „Við viljum hins vegar ekki tjá okkur efnislega um málaferlin. En þau komu okkur alls ekki í opna skjöldu og við föllumst alls ekki á málatilbún- að Alcan.“ Spurður um fund fulltrúa Norsk Hydro og Landsvirkjunar í Kaup- mannahöfn segir Knutzen að um „eðlilegan fund“ hafi verið að ræða þar sem m.a. hafi verið rætt um fram- kvæmdir auk fleiri mála. Hann segir fleiri fundi fyrirhugaða á næstunni. Leit að viðbótarfjárfesti hefur gengið vel Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að um mjög stórt verkefni sé að ræða, álverið sé framkvæmd upp á 120 milljarða. Gert hafi verið ráð fyrir því í upphafi að Norðmenn ættu minnihluta en Íslendingar meirihluta. „En síðan kom það upp að íslenskir fjármögnunaraðilar treystu sér ekki til að eiga svo stóran hlut í fyrirtækinu og þess vegna var brugð- ið á það ráð að fá nýjan fjárfesting- araðila að málinu. Sú leit hefur staðið yfir og hefur gengið allvel en það er ekki búið að ganga frá fjármögnun verkefnisins. Enn er verið að vinna að því. Það er jafnframt ljóst að fjárfest- ing Norsk Hydro vegna kaupanna á VAW er mjög stór biti fyrir félagið. Aðalatriðið er hins vegar það að arð- semi verkefnisins er mikil og það verður ekki snúið til baka.“ Halldór bendir á að Íslendingar séu búnir að fjárfesta mjög mikið í undirbúningi, Landsvirkjun hafi sett marga milljarða í málið, íslensk stjórnvöld hafi komið inn með vega- framkvæmdir og fleira og Norsk Hydro hafi sömuleiðis lagt mikla fjár- muni í undirbúninginn. „Við verðum einfaldlega að fá tíma til þess að ljúka þessu endanlega og ég vonast eftir því að þær tímasetningar sem unnið hefur verið eftir til þessa standist. Auðvitað er ekkert algjörlega öruggt í svona málum en mér er fullkunnugt um það að vilji Norsk Hydro stendur enn til þess að vera með í þessu arð- bæra verkefni og á þeim grundvelli vinnum við og sú vinna miðast enn við að endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir liggi fyrir 1. september. Það liggur ekkert fyrir um það að einhver seinkun verði þar á.“ Halldór segir aðalatriðið í sínum huga vera það að það verði ekki snúið til baka, hér sé um að ræða hag- kvæmasta kost í álframleiðslu sem kostur sé á í Evrópu. „Ef svo ólíklega vildi til að þeir aðilar sem nú eru að hugsa um þetta vilji snúa þar frá þá eru aðrir aðilar jafnframt að huga að fjárfestingum í áliðnaðinum til fram- tíðar.“ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði á Iðnþingi í gær að þegar rekstur og bygging Kára- hnjúkavirkjunar og Noral-álversins á Reyðarfirði beri á góma sé mikilvægt að haft sé í huga að þessi verkefni muni leiða til þess að samfélag sem nú einkennist af stöðnun og sam- drætti í atvinnulífinu muni eiga þess kost að breytast í samfélag uppgangs og athafnasemi. „Ég reikna með að flestir geti verið sammála um að talsvert sé á sig leggjandi til að svo verði. Fréttir dagsins af erfiðleikum sem fjárfest- ingar í Þýskalandi hafa skapað Norsk Hydro gefa mér tilefni til þess að ítreka að engar ákvarðanir hafa verið teknar um að fresta ákvörðun um byggingu Reyðaráls.“ Norsk Hydro þarf að skýra sína afstöðu Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að það hljóti að standa upp á Norsk Hydro að skýra sín mál. „Við getum ekki brugðist við fréttum um að þeir vilji fresta byggingu álvers án skýringa af þeirra hálfu.“ Þorsteinn segir ákveðið samkomu- lag vera í gildi auk skuldbindinga af hálfu beggja aðila og raunar ríkisins líka, þ.e. Noral-yfirlýsingin þar sem kveðið sé á um hvernig menn und- irbúa að taka ákvörðunina. „Við erum að vinna samkvæmt henni og ég efast ekki um að það skýrist fljótt og vel ef eitthvað er í spilunum sem sett gæti strik í reikninginn. Það hefur verið unnið þannig að miðað hefur verið við 1. september og það liggur einnig ljóst fyrir að þessi samhæfingarnefnd allra aðila stefndi að því í byrjun júní, ef allt gengi upp, að mæla hugsanlega með því við stjórnir fyrirtækjanna að ráðist yrði í framkvæmdir. Á þeim grundvelli hefðu starfsmenn Lands- virkjunar verið tilbúnir að mæla með því við stjórn félagsins að fara í und- irbúningsframkvæmdir nú í sumar enda væru þá allar tryggingar fyrir hendi. Síðan var stefnt að endanlegri ákvörðun 1. september. Ef fréttir um að þetta kunni að breytast eru réttar þá hlýtur það að skýrast og þá innan skamms,“ sagði Þorsteinn. Vandamálin til þess að leysa þau Smári Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, segist vilja leggja á það áherslu að ekki sé búið að taka ákvörðun um frestun á einu eða neinu. „Okkur er kunnugt um ákveðna erfiðleika hjá Hydro varðandi kaupin á þýska fyr- irtækinu VAW. Fulltrúar Norsk Hydro hafa hins vegar ávallt sagt við okkur að þetta séu tvö aðskilin mál. Viðræður eru í gangi og viðræður halda áfram á næstunni. Þessi mál munu því auðvitað öll skýrast. En það hafa ekki verið teknar nein- ar formlegar ákvarðanir um breyt- ingar á Noral-yfirlýsingunni eða um tímasetningar.“ Smári segir að menn hafi auðvitað lent í því að þurfa að fara upp ansi margar brekkur í þessu máli. Það taki tíma og því geti ýmislegt óvænt komið upp á. „Það er ekki enn komið á daginn hvort þarna er um enn eina brekkuna að ræða. En svo reynist verða menn bara að fara upp hana. Það má vel vera að við munum mæta okkur á fleiri brekkum á leiðinni en þá verða menn einfaldlega að taka á þeim vandamálum sem upp koma og leysa þau eftir bestu getu. Þetta verkefni er ekki bara fyrir Austurland heldur er þetta spurning um áhrif á hagkerfi þjóðarinnar í heild.“ Utanríkisráðherra um áformaðar álversframkvæmdir á Reyðarfirði Talsmenn Norsk Hydro hafa ekki viljað tjá sig um mögulega frestun á byggingu álvers. Hall- dór Ásgrímsson sagði Arnóri Gísla Ólafssyni að ef svo ólíklega vildi til að þeir sem nú kæmu að þessu vildu hætta við væru aðrir aðilar að huga að fjárfestingu í ál- iðnaðinum til framtíðar. arnorg@mbl.is Halldór Ásgrímsson Thomas Knutzen Smári Geirsson Þorsteinn Hilmarsson Valgerður Sverrisdóttir FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGVIKAN var stutt að þessu sinni. Þrír dagar fóru í umræður um þingmál og fyrirspurnir til ráðherra en tveir síðustu dagar vikunnar fóru í nefndastörf. Reyndar bar fyrri hluti vikunnar þess svolítið merki að í hönd færu nefndadagar. Þingmál, einkum stjórnarmál, streymdu inn á borð þingmanna og á mánudaginn var gripið til þess ráðs að halda kvöld- fund til þess að hægt yrði að mæla fyrir þeim sem flestum að því er virt- ist og vísa þeim til þingnefnda. Reyndar má geta þess að nú fara að verða síðustu forvöð að leggja fram þingmál á þessu löggjafarþingi þar sem miðað er við að þingfrestun verði 24. apríl nk. Skv. þingsköpum er gert ráð fyrir því að hægt verði að leggja fram þingmál á Alþingi fram til 27. mars nk. eða tæpum mánuði áður en þinfrestun verður. Má því búast við að enn fleiri þingmál berist inn á borð þingmanna – og þingfréttaritara – á allra næstu dögum. Þegar skoðuð eru þau þingmál sem lögð hafa verið fram af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á Alþingi síðustu dægrin vekur eitt athygli. Þau eru mörg hver lögð fram sem laga- frumvörp er miða að því að laga ís- lensk lög að hinum ýmsu reglugerð- um Evrópusambandsins. Í fljótu bragði sýnist mér að sjö stjórnar- þingmál af sextán sem lögð voru fram eða rædd á Alþingi í vikunni hafi ver- ið þingmál sem snerust um það að laga íslenska löggjöf að reglum Evr- ópusambandsins. Og það aðeins á þremur dögum. Þetta ætti að vera gott dæmi um þau áhrif sem Evrópu- sambandið hefur á okkar löggjöf. Umrætt þingmál eru margvísleg. Má sem dæmi taka lagafrumvarp um breytingar á lögum um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Er með því lagt til að lögleiddar verði ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum með hliðsjón af tilskipun ESB. Ekki hef ég orðið vör við að um þessi þingmál ríki einhver pólitískur ófriður meðal þingmanna. Þvert á móti virðist jafnan lítil umræða fara fram um þessi mál á hinu háa Alþingi. Í þessari viku blönduðu sér a.m.k. ekki fleiri en þrír eða fjórir þingmenn að jafnaði í umræður um mál sem miða að því að fara að reglum ESB. Fyrirspurnir til ráðherra voru einnig fyrirferðarmiklar á þingi í vik- unni og vakti þar einna helst athygli fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þing- manns Samfylkingarinnar, til for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, um flutning fjarvinnsluverkefna og starfa út á land. Fyrirspurnin vakti ekki síst athygli fyrir það hve margir þingmenn tóku til máls í umræðu um hana. Tæplega fjórðungur þing- manna, þingmenn úr öllum flokkum, hófu upp raust sína og lýstu margir þeirra yfir vonbrigðum með það hvernig til hefði tekist, þ.e. hvernig ekki hefði tekist að ná því markmiði að flytja fjarvinnsluverkefni og störf út á land. Þeim þingmönnum sem til máls tóku var mikið niðri fyrir enda allt landsbyggðarþingmenn. Þing- menn Reykvíkinga sáu hins vegar ekki ástæðu til að tjá sig um þessi mál. Í umræðum sem þessum kemur glöggt í ljós „umhyggja“ þingmanna fyrir eigin kjördæmum og það hve kjördæmin virðast skipta þá miklu máli. Nú fara málin hins vegar að vandast vegna þess að í næstu alþing- iskosningum verður kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Kjördæmi landsins verða þannig sex í stað átta; þrjú stór landsbyggðarkjördæmi og þrjú kjör- dæmi á suðvesturhorni landsins. For- vitnilegt verður að fylgjast með því á næstu misserum hvort og þá hvernig alþingismenn muni haga sínum mál- flutningi með tilliti til nýrrar kjör- dæmaskipanar. Að lokum langar mig til að minnast á umræðu sem átti sér stað í síðustu viku, þ.e. á föstudeginum 8. mars, al- þjóðlegum baráttudegi kvenna. Þá flutti félagsmálaráðherra að venju skýrslu á Alþingi um stöðuna í jafn- réttismálum kynjanna og í kjölfarið fóru fram líflegar umræður um jafn- réttismál. Það sem vakti hins vega at- hygli mína var hve margir karlkyns- þingmenn lögðu á það mikla áherslu að auka þyrfti hlut kvenna enn frekar á vettvangi stjórnmálanna. Sumir þeirra bentu á að hlutfall kvenna hefði aukist á þingi í síðustu alþing- iskosningum úr því að vera 25% í 36,5%. Tóku þeir jafnframt fram að gera þyrfti enn betur í næstu kosn- ingum. Ég hlýt hins vegar að spyrja á móti – og það hlýtur að vera eðlileg spurning í ljósi ummæla og vilja þeirra: hver ykkar er tilbúinn til að gefa eftir sitt þingsæti – fyrir konu?      Hver vill gefa eftir sitt sæti – fyrir konu? EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is Félagsmálaráðherra Einsetning grunnskóla tryggð með fjárframlagi PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hefur það að markmiði að tryggja að unnt verði að ljúka átaki til einsetn- ingar grunnskóla landsins. Í frum- varpinu er m.ö.o. lagt til að hluti af árlegu framlagi Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga til Lánasjóðs sveitarfélaga eða samtals um 600 milljónir kr. verði veittar til að styrkja stofnfram- kvæmdir við grunnskólabyggingar á árunum 2002 til 2005. Í fylgiskjali með frumvarpinu segir að umrædd tilhögun sé í samræmi við sameigin- lega yfirlýsingu fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga frá 28. desem- ber sl. um að 150 milljónum kr. af ár- legu lögbundnu framlagi Jöfnunar- sjóðs til Lánasjóðs sveitarfélaga verði ráðstafað til þessa verkefnis á árunum 2003 til 2006. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir framlag- inu á árunum 2002 til 2005, eins og áður segir. Kaldbakur skoðaði kaup í ÚA FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Kaldbakur hf., sem um síðustu ára- mót tók við öllum eignum og skuld- bindingum Kaupfélags Eyfirðinga, skoðaði í vikunni kaup á bréfum Bún- aðarbankans í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Eins og fram hefur komið keypti Eimskipafélagið 18,8% í ÚA af Búnaðarbankanum í vikunni og eign- aðist þar með meirihluta í félaginu. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að Búnaðarbankinn hafi látið Kaldbak vita að bréfin væru til sölu og þá hafi málið verið kannað, en niðurstaðan hafi orðið sú að Kaldbakur hafi ákveðið að kaupa ekki bréfin. Eiríkur segir að hugmyndir Kald- baks og það sem síðan varð ofan á hafi ekki farið saman, en Kaldbakur hafi haft áhuga á samstarfi milli Sam- herja og ÚA. Samherji á um 18% í Kaldbaki og Kaldbakur á einnig 18% í Samherja, og er sá hlutur ein helsta eign Kaldbaks. Eiríkur sagði að þótt ekki hefði orðið af hugmyndunum um samstarf milli Samherja og ÚA nú kynnu þær að verða að veruleika síð- ar en um það væri þó ekkert hægt að fullyrða. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.