Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMTÖK iðnað-arins hafamótað sér þástefnu að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli Vilmundar Jósefsson- ar, formanns Samtaka iðnaðarins, á Iðnþingi sem haldið var á vegum samtakanna í gær. Rökin eru sögð fyrst og fremst efnahagsleg og lúta að starfsskilyrð- um fyrirtækja á Íslandi og lífskjörum almenn- ings. Þá varði önnur mikilvæg rök fullveldi landsins og þátttöku við mótun og töku ákvarðana sem snerti hags- muni og framtíð þjóðarinnar á flestum sviðum. Vilmundur sagði stöðugleika það sem iðnaður þarfnaðist umfram allt annað. Iðnaðurinn fagnaði hvorki hækkun né lækkun krónunnar því sveiflurnar sköðuðu iðnaðinn og stöðvuðu hagvöxt. Hann sagði mik- ilvægt að móta markvissa framtíð- arsýn fyrir iðnaðinn í landinu en ör- ar tækniframfarir og breytingar í alþjóðlegum viðskiptum kölluðu á aukið skipulag og áætlanagerð. Slíkt væri þó illframkvæmanlegt við aðstæður óstöðugleika. „Á mestu verðbólguárum síðustu aldar var lítið um áætlanagerð og markmið þeirra, sem stóðu í at- vinnurekstri, var í mörgum tilvik- um það eitt að lifa af, eiga fyrir launum næsta föstudag og koma í veg fyrir að reksturinn stöðvaðist. Í slíku umhverfi er ógerningur að taka skynsamlegar ákvarðanir um framtíðina vegna þess að framtíð- arsýnin er engin.“ Hann sagði ráðamenn þjóðarinn- ar jafnframt fasta í því sem þeir hefðu heyrt í barnæsku um undirstöðuat- vinnugreinar. „Enn tala þingmenn um að við lifum á fisk- veiðum þó að fisk- veiðar og vinnsla séu aðeins um 10% af landsframleiðslu ársins 2000 og flest- ir halda að 80% af útflutningstekjum okkar komi frá sjáv- arútvegi en rétt er að hlutur sjávaraf- urða var 38% af út- flutningstekjum vöru og þjónustu á síðasta ári.“ Þörf á að losna við krónuna Vilmundur gerði samkeppnismál að umtalsefni og sagði fákeppni og einokun einkenna íslenska markað- inn á mörgum sviðum. „Fákeppni og einokun er aldrei til góðs. Þar með er ekki sagt að þessi fyrirtæki séu stór á alþjóðlega mælikvarða eða að rétt sé að brjóta þau upp eins og haft hefur verið á orði. Frekar á að hafa með þeim stöðugt og sterkt eftirlit. Hitt er þó mikilvægara að auðvelda og greiða fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingum á þessum sviðum. Þar með fá fyrir- tækin nauðsynlega samkeppni sem bráðvantar víða í íslensku atvinnu- lífi. Besta leiðin til þess er að gera allt viðskiptaumhverfi hér sem lík- ast því sem tíðkast í nágrannalönd- um okkar. Framandleiki, sérreglur og frávik eru þyrnir í augum allra þeirra sem leiða hugann að fjárfest- ingum hérlendis. Án nokkurs vafa vegur hér þyngst að losa okkur við krónuna og tryggja með ský afdráttarlausum hætti að um viðskiptalífsins lúti sömu reg annars staðar í Vestur-E Fyrr getum við ekki vænst ná bærilegum tökum á fáke einokun á Íslandi.“ Hagsmunir smáþjóða h ekki verið fótum troð Vilmundur fjallaði enn um stöðu smáþjóða í Evró bandinu og hvernig þeim vegnað. Nefndi hann til sö Lúxemborg, Írland, Finnl Danmörku. Hann benti t.a. hagvöxtur árin 1997–2001 verið meiri en á Íslandi í þ þessara ríkja þrátt fyrir a tímabil hefði verið eitt mes vaxtarskeið á Íslandi. Þá he skiptajöfnuður að jafnaði ve kvæður hér á þessu tíma jákvæður í aðildarlöndunum um auk þess sem vextir væ mun hærri og útflutningur mun hægar. Vilmundur sag sýna að það væri bábilja a því fram að aðild að ESB ekki smáríkjum, þau yrðu le ar í valdatafli stóru ríkja ekkert tillit væri tekið til hag þeirra. „Þessum ríkjum veg og á mörgum sviðum mun b okkur. Þessar þjóðir hafa ek ið sviptar frelsi sínu eða f hvað þá að helstu hagsmunir hefðu verið fótum troðnir. ekkert sem bendir til annar sama muni gilda um okkur.“ Vilmundur sagði tilkom unnar gera öll viðskipti á svæðinu auðveldari og ódý um leið hyrfi gengisáhætta væri vissulega áhyggjuefni land nyti ekki gengisstöðugl lægri vaxta sem keppina innan ESB byggju nú þeg „Varleg áætlun bendir til þ við greiðum a.m.k. þrjú pró landsframleiðslunni árlega kostnað sem rekja má til kr ar. Þetta munu vera um 2 arðar króna. Okkur munar s lega um minna. Það er lífseigur en hæt misskilningur að okkur Ísle um og íslenskum fyrirtækju Ísland gangi í ESB og evra komi í stað krónu Vilmundur benti á að smáar þjóðir hafa ekki verið helstu hagsmunir þeirra h bendir til annars e Vilmundur Jósefsson Samtök iðnaðarins telja að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB og leggja niður kostnaðarsama krónuna fyrir evrur. Utanríkisráðherra segir að hagvöxtur þurfi að verða meiri á næstu árum en hann hefur verið síðustu tvo áratugi. Annað leiði til lakari lífskjara hér á landi. RÚMLEGA helmingur þjóðar- innar, eða 52%, er hlynntur aðild Íslands að ESB og 55% þjóð- arinnar eru hlynnt því að taka evru upp sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu, ef marka má nið- urstöður úr viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðn- aðarins í febrúar sl. Þá vill 91% þjóðarinnar, sam- kvæmt könnuninni, hefja aðild- arviðræður við ESB til að kanna hvað Íslandi stendur til boða við aðild. Um 57% telja að fullveldi og sjálfstæði Íslands skerðist lítið við aðild að ESB og tveir þriðju hlut- ar þjóðarinnar telja það gott fyrir efnahag Íslands að ganga í ESB. Koma þessar niðurstöður heim og saman við afstöðu fé- lagsmanna Samtaka iðnaðarins í könnun sem Gallup gerði sl. haust. 9% fleiri hlynntir aðild en í fyrra Við spurningunni: „Ertu hlynntur eða andvígur aðild Ís- lands að Evrópusambandinu?“ sögðust 52% hlynnt aðild, 23% hvorki né og 25% andvíg. Á einu ári hefur þeim, sem eru hlynntir aðild, fjölgað um 9 prósentustig. Þegar spurt var um afstöðu til evrunnar sögðust 55% hlynnt því að hún yrði tekin upp sem gjald- miðill í stað krónunnar, 12% hvorki né en 33% andvíg. F ágúst hefur þeim, sem eru ir upptöku evrunnar, fjölga 11 prósentustig en þeim, se á móti, fækkað að sama ska Við spurningunni: „Telur 91% vill hefja aðildarviðræður við ESB $#0   :! # # )F E )(HF I  @IJ  D F      ! "  $%  "&'(     $%   "&'    )                  $% $%  8  A&G 8  &=G - @ &AG 8 - = MEÐFERÐ FANGA EFTIR 11. SEPTEMBER Mannréttindasamtökin AmnestyInternational gagnrýnabandarísk stjórnvöld í skýrslu, sem birt var á fimmtudag, um meðferð á innflytjendum, sem handteknir hafa verið í Bandaríkjunum eftir hryðjuverk- in 11. september. Í skýrslunni er rakið að mörgum innflytjendanna sé enn hald- ið í lagalegri óvissu, margir þeirra fái ekki að hitta fjölskyldu sína eða ræða við lögfræðinga og þeir hafi jafnvel ekki fengið upplýsingar um hvers vegna þeim sé haldið í fangelsi. Samtökin gagnrýna að enn sé leynd haldið yfir málum fanganna og margir þeirra njóti ekki grundvallarréttinda, sem alþjóða- lög ættu að tryggja þeim. Dæmi séu um að föngum sé haldið í einangrun allt að 23 klukkustundir á dag þrátt fyrir að þeir séu aðeins grunaðir um minniháttar brot á bandarískum innflytjendalögum. Skýrsla Amnesty International siglir í kjölfarið á fréttum fyrr í vikunni þess efnis að bandarísk stjórnvöld hafi á laun flutt tugi manna, sem grunaðir voru um tengsl við hryðjuverkamenn, til annarra landa en Bandaríkjanna og látið þar lönd og leið reglur um framsal og laga- leg formsatriði. Í frétt í Washington Post var haft eftir vestrænum stjórn- arerindrekum og heimildarmönnum í leyniþjónustum að hinir grunuðu hefðu verið fluttir til landa á borð við Egypta- land og Jórdaníu þar sem leyniþjónust- ur hefðu náin tengsl við bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Ástæðan fyrir þessum leynilegu fangaflutningum væri sú að þar væri hægt að nota aðferðir við yfirheyrslur, sem væru ólöglegar í Bandaríkjunum. Þar á meðal væru pyntingar og hótanir í garð fjölskyldna fanganna. Fullyrt var að bandarískir fulltrúar hefðu náin afskipti af yfir- heyrslunum. Eitt af markmiðum hryðjuverka- manna með óhæfuverkum sínum er að draga fram skuggahliðarnar á stjórnar- farinu þar sem þeir láta til skarar skríða. Vissulega má ekki slá slöku við í baráttunni við hryðjuverkamenn hvar sem þá er að finna. Sú barátta má hins vegar ekki verða svo kappsfull að laga- skyldur og réttindi séu virt vettugi. Það er ekki veikleikamerki að virða reglur réttarríkisins hvað sem á dynur, heldur tákn um styrkleika. ALNÆMISVANDINN ER ENN TIL STAÐAR Fé sem safnast í söfnuninni Lífs-kraftur gegn alnæmi, sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar gengst fyrir þessa páska, verður skipt á milli verk- efnis í Úganda, þar sem stutt er við bak- ið á börnum sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi, og verkefnis á sviði for- varna meðal unglinga hér á landi. Í Úganda hafa um 9% íbúa Rakai- héraðsins smitast af HIV-veirunni og þar eru tæplega 40 þúsund börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Af- leiðingarnar eru því ákaflega víðtækar, en Hjálparstarf kirkjunnar á svæðinu miðar að því að draga úr neyð þessara barna í samstarfi við Lútherska heims- sambandið. Alnæmi er einn afdrifarík- asti vandi sem steðjar að íbúum Afríku og afar mikilvægt að þjóðir á borð við okkur Íslendinga, sem eru aflögufærar, veiti aðstoð sína í glímunni við þennan mikla vágest. Hitt er þó ekki síður mikilvægt, að fólk sofni ekki á verðinum heima fyrir, eða fyllist falskri öryggiskennd vegna þess árangurs sem náðst hefur við að halda sjúkdómnum í skefjum með lyfja- gjöf. Það eru vissulega alvarlegar frétt- ir ef íslensk ungmenni taka alnæmis- hættuna ekki alvarlega, eins og Ingi Rafn Hauksson, fræðslufulltrúi Al- næmissamtakanna hér á landi, bendir á í frétt hér í blaðinu í gær. Sú umræða sem var um alnæmi fyrst eftir að sjúk- dómurinn greindist hér varð til þess að brugðist var við af mikilli einurð við for- varnarstarf, sem án efa skilaði umtals- verðum árangri meðal þeirra kynslóða sem þá voru að vaxa úr grasi. Því má þó ekki gleyma að kynslóðaskipti eru mjög ör og hver einasti árgangur ungmenna sem kemst á síðustu stig grunnskóla þarf að vera fyllilega meðvitaður um hættuna af alnæmi til þess að verða fær um að sýna af sér ábyrga kynhegðun. Haraldur Briem, smitsjúkdómalækn- ir hjá landlækni, segir í sömu frétt að svo geti farið að lyfjaúrræðum fækki með tímanum þar sem um sé að ræða ei- lífa baráttu við ónæma veirustofna. Það er því áríðandi að enginn velkist í vafa um að þau úrræði sem nú eru til taks sporna einungis við framgangi sjúk- dómsins en hafa ekki lækningu í för með sér. Alnæmisvandinn er enn til staðar og öll ungmenni á Íslandi þurfa að fá nauðsynlega fræðslu til að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd og því mik- ilvæga hlutverki sem þau sjálf gegna við að sporna við frekari útbreiðslu hans. STARFSTENGT ÍSLENSKUNÁM Löngun til að eiga samskipti viðaðra, fylgjast betur með og geta rætt hugmyndir og skoðanir eru þau atriði sem Chairat Chaiyo frá Taílandi nefnir sem ávinning af starfstengdu ís- lenskunámi sem hann hefur stundað og fjallað var um í blaðinu í gær. Allt eru þetta mikilvægir þættir daglegs lífs og ómetanlegir þegar að því kemur að finna sig í samhengi við sitt nánasta umhverfi – hvort sem maður er inn- lendur eða aðfluttur. Íslenskunámskeið Fjölmenningar ehf. fyrir útlendinga eru skipulögð með það fyrir augum að auka málfærni þeirra í samhengi við starfsaðstæður og siði. Námsefnið er því miðað við þarfir og væntingar á hverjum vinnu- stað fyrir sig. Í greininni kemur fram að námskeiðin hafa m.a. orðið til þess að vinna bug á óöryggi sem útlendingar er hvorki kunna íslensku né ensku finna fyrir hér á landi þrátt fyrir að hafa búið hér um skeið, en jafnframt stuðla þau að því að rjúfa einangrun hópa sem ekki geta átt auðveld sam- skipti við umhverfi sitt á vinnustað eða þar fyrir utan. Það vekur athygli hversu góð þátt- taka hefur verið á þessum námskeiðum og bendir eindregið til þess að þeim út- lendingum sem hyggja á áframhald- andi búsetu hér á landi sé umhugað um að aðlagast sem hraðast og sem best. Það frumkvæði sem fyrirtæki sýna með því að að bjóða erlendu starfsfólki sínu íslenskunám á vinnutíma, á svipuðum nótum og íslensku starfsfólki er boðið upp á endurmenntun af ýmsu tagi, er til fyrirmyndar og getur án efa verið þýðingarmikill þáttur í því að stuðla að farsælli aðlögun erlendra þjóðarbrota hér á landi, auk þess að gera vinnuaflið verðmætara fyrir fyrirtækin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.