Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 1
71. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. MARS 2002 STÚLKUR í grunnskóla í Kabúl með nýjar námsbækur sínar í gær. Talibanar komu að mestu í veg fyrir að stúlkur fengju að sækja skóla. Um tvær milljónir grunnskólabarna hafa að und- anförnu hafið aftur nám í Afgan- istan og ríkir fögnuður meðal íbúanna vegna umskiptanna. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, er nú að dreifa um 10 milljónum námsbóka í lestri, skrift og stærðfræði á helsta samskiptamáli Afgana, dari, og voru bækurnar búnar til við Nebraska-háskóla í Bandaríkj- unum. Einnig hafa bandarískir hermenn að sögn BBC byrjað að endurreisa stúlknaskóla í borg- inni Mazar-e-Sharif í norðurhluta landsins. Húsið var síðasta vígi erlendra stuðningsmanna talib- ana í borginni í nóvember sl. og skemmdist mikið í loftárásum Bandaríkjamanna. Reuters Fyrsti skóla- dagurinn í Kabúl UNGT fólk notar þumalfingur- inn mikið þegar það sendir smáskilaboð (SMS) eða fæst við ýmsa tölvuleiki og þumallinn er að taka yfir hlutverk vísifing- ursins, segir í breska blaðinu The Observer. Blaðið hefur eft- ir vísindamanni við Warwick- háskóla, Sadie Plant, að um stökkbreytingu sé að ræða. Vísifingurinn hefur lengi verið mikilvægastur allra fingra en Plant segir að unga fólkið sé með sterkari og fjöl- hæfari þumalfingur en áður gerðist, einfaldlega vegna þess að það noti hann meira. Hún gerði könnun á fingranotkun ungmenna í níu borgum um allan heim, þ.á m. London, Chicago, Peking og Tókýó. Yf- irleitt þarf nokkrar kynslóðir áður en líkamlegar stökkbreyt- ingar sigra en Plant segir að gemsar séu tæki sem unga fólk- ið noti á hverjum degi og þá taki breytingin skemmri tíma. Einkum hefur breytingin fest sig í sessi í Japan. Ungir Japanir eru stoltir af færni sinni með þumalinn og kalla sig sumir „oya yubi sedai“ sem merkir þumalputtakynslóðin. Sumir eru hættir að nota vísi- fingurinn til að benda eða hringja dyrabjöllu, þeir nota þumalfingurinn. Þumal- puttakyn- slóðin ÍSLAMSKUR áfrýjunarréttur í norðurhluta Nígeríu sýknaði í gær 35 ára konu, Safiya Husaini, sem dæmd hafði verið til dauða fyrir hór- dóm. Husaini, sem hér sést gefa dótturinni Adömu brjóst, hafði verið dæmd til dauða fyrir að fæða barn utan hjónabands. Íslamskur undir- réttur úrskurðaði í október að grýta bæri Husaini til bana fyrir hórdóm en áfrýjunarrétturinn ógilti dauða- dóminn á þeirri forsendu að mál hennar hefði ekki fengið rétta með- ferð. „Dómurum ber skylda til að út- skýra brotið til hlítar fyrir sakborn- ingnum en það var ekki gert,“ sagði dómari áfrýjunardómstólsins. Skömmu eftir dómsuppkvaðning- una í máli Husaini var skýrt frá því að íslamskur dómstóll í Katsina-ríki hefði úrskurðað á föstudag að grýta ætti fráskilda konu, Amina Lawal, til bana fyrir hórdóm. Verður ekki grýtt Reuters KÍNVERSKA lögreglan var með mikinn viðbúnað í borginni Daqing í norðausturhluta Kína í gær þegar verkamenn, sem misst hafa atvinn- una, efndu til mótmæla. Verkamenn í nálægri iðnaðarborg, Liaoyang, héldu einnig áfram mótmælum sem hófust fyrr í mánuðinum. Um 500 verkamenn settust niður við höfuðstöðvar olíufélags í Daqing og neituðu að fara þaðan. Um 900 lögreglumenn, þeirra á meðal 600 sérsveitarmenn, voru sendir á stað- inn en ekki kom til átaka. Mótmælin í Daqing hófust 1. mars en hlé varð á þeim í vikunni sem leið þegar lögreglan lokaði lóð olíufélags- ins eftir að mótmælendur voru sak- aðir um að hafa misþyrmt bílstjóra sem mun hafa ekið á nokkra þeirra. Mótmælin hófust vegna áforma stjórnvalda um að hækka greiðslur verkamanna, sem sagt hefur verið upp störfum og þiggja bætur, í eft- irlaunasjóði. Fregnir hermdu í vik- unni sem leið að stjórnvöld hefðu hætt við þessi áform en mótmælend- urnir sögðu í gær að afstaða stjórn- arinnar væri of óljós og mótmælun- um yrði haldið áfram. Um 50.000 manns tóku þátt í að- gerðunum þegar þau náðu hámarki, að sögn mótmælendanna. Mikil ólga hefur einnig verið meðal verka- manna í Liaoyang og fjórir leiðtogar þeirra hafa verið handteknir. Dóttir eins þeirra sagði í gær að þeir hefðu hafið mótmælasvelti. Verkamenn mótmæla í Kína Daqing. AFP. RÁÐHERRAR utanríkismála í arabaríkjunum „vísa á bug öllum árásum eða hótunum um árásir gegn nokkru arabaríki“, að sögn Mahm- ouds Hammouds, utanríkisráðherra Líbanons, í gær. Ráðherrarnir hittust í gær í Beirút til að undirbúa leiðtoga- fund arabaríkja þar á morgun. Enn er óvíst hvort Yasser Arafat Palestínu- leiðtogi fær að sækja fundinn vegna ferðabanns Ísraela en Bandaríkja- stjórn hvetur þá til að leyfa honum að fara. Sögðu Ísraelar að ákvörðun í málinu yrði tekin í dag. Bandarískir ráðamenn hafa rætt um möguleikann á að ráðast á Írak og velta úr sessi stjórn Saddams Huss- eins. Hann neitar að leyfa Sameinuðu þjóðunum að framfylgja ákvæðum vopnahléssamninga frá 1991 um al- þjóðlegt eftirlit með að Írak ráði ekki yfir gereyðingarvopnum. Blaðið Babil í Írak, sem er í eigu sonar Saddams, Uday Husseins, varaði menn við því í gær að taka of mikið mark á stuðningi sumra arabaríkja við Íraka. „Ljóst er að sumir segjast opinberlega vera með okkur en í reynd hafa þeir aðra skoðun,“ sagði í leiðara blaðsins. George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær arabaríkin til að sam- þykkja friðartillögur Sádi-Araba. Þær ganga út á að Ísraelar skili her- teknu svæðunum en í staðinn viður- kenni arabaríki Ísrael. „Forsetinn tel- ur að tími sé kominn til þess að þjóðir araba á svæðinu grípi tækifærið og bæti andrúmsloftið til að friður nái fótfestu,“ sagði Ari Fleischer, tals- maður forsetans. „Forsetinn telur að [Ariel] Sharon og ríkisstjórn Ísraels ætti að velta því vandlega fyrir sér að leyfa Yasser Arafat að mæta.“ Colin Powell utanríkisráðherra bar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, boð þessa efnis frá Bush í gær í símtali. Powell ræddi einnig í rúman hálftíma við Arafat, að sögn ráðgjafa Palest- ínuleiðtogans. Talið er að það sem helst geti grafið undan tilraunum Sádi-Araba séu kröfur Arafats um að allir palestínsk- ir flóttamenn og afkomendur þeirra frá 1948, alls um 3,5 milljónir manna, fái rétt til að snúa aftur. Nokkrir leið- togar hafa þegar sagt að þeir muni ekki mæta í Beirút, þ.á m. Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu. Gagnrýndi hann að fyrri samþykktum leiðtog- anna um stuðning við Palestínumenn hefði ekki verið fylgt eftir. Bush vill að Sharon aflétti ferðabanni Beirút, Washington, Jerúsalem. AFP, AP.  Handsöluðu/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.