Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA Álfheiður Steingrímsdóttir frá Árnesi lést aðfaranótt mánudagsins 25. mars á heimili dóttur sinnar í Reykjavík. Jóhanna Álfheiður fæddist 20. ágúst árið 1920. Hún var dóttir hjónanna Steingríms Baldvinssonar, skálds og bónda í Nesi, og Sig- ríðar Pétursdóttur. Jó- hanna var gift Hermóði Guðmundssyni og reistu þau stórbýlið Ár- nes í Aðaldal, þar sem þau byggðu síðar og ráku veiðiheim- ili. Þau hjón unnu bæði ötullega að félagsmálum og stóðu í fylkingar- brjósti fyrir verndun Laxár í svokall- aðri Laxárdeilu. Meðan Hermóður var fréttaritari Morgunblaðsins tók Jóhanna ýmsar athyglisverðar ljós- myndir sem fylgdu fréttum hans og seinna skrifaði hún í nokkur ár fasta pistla í blaðið sem nefndust Lífið á landsbyggðinni. Jóhanna var um árabil formaður Kvenfélags Nessóknar og Kven- félagasambands Suður-Þingeyinga og stóð fyrir stofnun kvennakórsins Lissýjar. Hún stjórnaði öflugu starfi kirkjukórs Nessóknar í fjölda ára og var einnig safnaðar- fulltrúi. Jóhanna stofn- aði vísnafélagið Kveð- anda ásamt fleiri hagyrðingum í Suður- Þingeyjarsýslu, var fyrsti formaður og í stjórn til dánardæg- urs. Hún var meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands og Alþjóðarit- höfundasambandinu, en hún sendi frá sér 14 bækur bæði fyrir börn og fullorðna, auk þess ritstýrði hún nokkrum bókum og tók virkan þátt í útgáfu bókanna Byggðir og bú, byggðarsögu Suður-Þingeyjarsýslu, ekki síst fyrri bókarinnar. Hún var góður hagyrðingur, vinsæll ræðu- maður og leiðsögumaður um heima- hérað sitt og vann auk þess mörg ár sem þáttagerðamaður hjá Ríkisút- varpinu, þar sem hún miðlaði marg- víslegum fróðleik, má þar nefna hina vinsælu þætti Á bökkum Laxár sem seinna birtust í bók. Jóhanna og Hermóður eignuðust fjögur börn, Völund Þorstein, Sigríði Ragnhildi, Hildi og Hilmar, sem er látinn. Morgunblaðið sendir aðstandend- um Jóhönnu samúðaróskir. Andlát JÓHANNA Á. STEINGRÍMSDÓTTIR STÚLKA sem var að kemba hesti sínum varð vör við reykjarlykt frá spónargeymslu í hesthúsi í Víðidal á laugardagskvöld. Stúlkan kallaði þegar til slökkvilið og með aðstoð hleypti hún 75 hestum út úr tveim- ur sambyggðum hesthúsum og sluppu þeir allir óskaddaðir. Talið er öruggt að kviknað hafi í út frá svokölluðum ljósahundi. Hafði eldurinn sviðið dyraumbúnað og voru neistar komnir í spænina í geymslunni. Hestar eru afar viðkvæmir fyrir reyk og því hefði eldurinn ekki þurft að magnast mikið upp til að þeir yrðu í bráðri lífshættu. Verður að teljast lán í óláni að stúlkan var stödd í hesthúsinu. Þannig vildi til að sjúkrabíll frá slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins var skammt undan þegar tilkynnt var um eldinn og var hann fljótur á staðinn. Einn í áhöfn bílsins er vanur hestamaður og kom sú kunnátta í góðar þarfir þeg- ar hestunum var hleypt út. 75 hestar í hættu vegna elds í geymslu Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknarmaður lögreglunnar í Reykjavík rannsakar eldsupptök. Sagði hann ferðaþjónustuna hafa vaxið hratt á undanförnum árum og nú væri hún annar stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar. „Við höfum verið að gæla við þá hugmynd að ferða- menn gætu orðið ein milljón eftir 15– 20 ár.“ Sagði Jón Karl að miðað við sömu dreifingu ferðamanna yfir árið og er í dag þá gæti komið til þess að við þyrftum að taka á móti um 200 þúsund ferðamönnum á mánuði yfir sumarmánuðina í framtíðinni sem myndi hafa gríðarlegt álag á sam- göngukerfið í för með sér. Sagði hann þrjár leiðir helstar til að flytja þessa ferðamenn milli staða þ.e. innanlandsflug, hópferðabíla og bílaleigubíla. Kom fram í máli hans að ferðamenn ferðast miklu meira á eigin vegum en áður og ferðatíminn er að styttast. „Við verðum því að reikna með því að ferðamenn færi sig í auknum mæli í hraðari flutninga sem eru þá bílaleigur og innanlands- flug,“ sagði hann. Hvað varðar bílaleigubíla sagði Jón Karl að miðað við fjölda bíla- leigubíla yfir sumarmánuðina í dag mætti búast við að mánaðarlegur akstur ferðamanna yrði um 56 millj- ónir kílómetra eða um 7.000 hringir í kringum landið, þegar þeir væru orðnir milljón talsins. Benti hann á að gestir okkar væru vanari þróaðra vegakerfi en hér er og gagnrýndi að vegir væru lagðir með þeim hætti að bílar væru látnir aka niður bundið slitlag á sumrin. „Langflest slys bíla- leigubíla eiga sér stað þegar menn aka af venjulegu malbiki á lausan steinaveg sem á að keyra niður á ein- hverjum tíma,“ sagði hann. Að sögn Jóns Karls hefur gífur- legt tap orðið í innanlandsfluginu á undanförnum árum. „1,7 milljarðar töpuðust samanlagt hjá öllum flug- félögunum á síðustu fjórum árum,“ sagði hann. „Niðurstaðan okkar er sú að það verður ekkert flogið nema til þriggja eða fjögurra staða eftir ákveðinn tíma. Vitleysan í þessu öllu er sú að það hefur verið stöðugur vöxtur í farþegaflugi innanlands.“ Sagði hann ljóst að ef niðurstaðan í flugvallarmálinu yrði sú að Reykja- víkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni muni innanlandsflugið leggjast niður í núverandi mynd. „Því er mjög brýnt að tekin verði ákvörðun um framtíðina þar svo að hægt verði að stefna að byggingu samgöngumið- stöðvar við völlinn, eða að ákveðið verði að flytja hann í burtu svo að menn geti farið að vinna í því að finna einhvern annan grundvöll fyrir flugið.“ Tap í innanlandsflugi 1,7 millj- arðar á síðustu fjórum árum FLUGFÉLÖG í innanlandsflugi hafa tapað 1,7 milljörðum króna á síðustu fjórum árum. Þetta kom fram í máli Jóns Karls Helgasonar, formanns sam- göngumálanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, á málþingi um samgöngu- áætlun 2003–2014 sem haldið var á Hótel Loftleiðum í gær. Sagði hann útlit fyrir að ekki yrði flogið nema til þriggja eða fjögurra staða innanlands í fram- tíðinni yrði ekkert að gert. Í upphafi erindis síns sagði Jón Karl samgöngu- áætlunina gífurlega jákvæða að því leyti að í henni væri leitast við að skoða samgöngur í heild sinni en þær væru grunnþáttur ferðaþjónustunnar á Ís- landi. „Við getum ekki selt náttúruna nema fólk hafi tök á því að komast á þessa staði sem við erum að sýna þannig að það er algerlega nauðsynlegt fyr- ir ferðaþjónustuna að samgöngur séu í góðu lagi.“ ELDRI hjón sluppu með minnihátt- ar meiðsli þegar bifreið þeirra fór tvær veltur fyrir utan veg á Holta- vörðuheiði í gær. Mikil hálka var á veginum og missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þessum afleiðing- um. Á meðan lögreglan á Hólmavík var á slysstað fóru tveir bílar til við- bótar út af veginum en þeir ultu þó ekki. Að sögn lögreglu er alltof al- gengt að ökumenn miði aksturs- hraða ekki við aðstæður. Flughált hafi verið á heiðinni í gær en þrátt fyrir það mældust tveir bílar á yfir 100 km hraða á klukkustund. Þetta segir lögreglan að sé alltof mikill hraði og ökumenn bjóði hættunni heim. Í fyrrinótt varð lögreglan að hjálpa allnokkrum ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum á Holta- vörðuheiði, þar af voru tveir bílar á sumardekkjum. Þá valt jeppi ofar- lega í Norðurárdal á sunnudags- kvöld en engin meiðsli urðu á fólki. Talsverð umferðarflækja varð á Hrútafjarðarhálsi á sunnudagskvöld eftir að bíll fór þar út af. Skv. upplýs- ingum frá lögreglunni á Blönduósi ætlaði annar ökumaður að stöðva bíl sinn í vegkantinum en ekki tókst bet- ur til en svo að bíllinn fór út af. Næsti bíll stöðvaðist án vandræða en stuttu síðar var fjórða bílnum ekið aftan á hann. Engin slys urðu á fólki en tals- vert eignatjón. Á 100 km hraða í mikilli hálku Umferðarflækja á Hrútafjarðarhálsi NÝGERÐUR samningur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins var kynntur á félagsfundi hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum í gærkvöldi. Kosið verður um samn- inginn í póstatkvæðagreiðslu og er búist við að niðurstöður í henni liggi fyrir eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Að sögn Öddu Sigurjónsdóttur, formanns Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, mun Trygginga- stofnun ríkisins greiða samkvæmt nýja samningnum frá 1. apríl næst- komandi en unnið verður eftir gamla samningnum fram að því. Alls eru 193 félagsmenn í félaginu og fá þeir, að sögn Öddu, eina viku til að póstleggja atkvæði sín vegna samningsins en þar sem páskarnir eru á næsta leiti er ekki búist við að niðurstöður í atkvæðagreiðslunni liggi fyrir fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Niðurstaða eftir hálfan mánuð INNBROT í tvo sumarbústaði í Svarfhólsskógi í Svínadal uppgötv- uðust síðastliðinn föstudag þegar eigendur komu í bústaði sína. Inn- brotin sæta rannsókn hjá lögregl- unni í Borgarnesi, en tilkynnt hefur verið um fimmtán innbrot í bústaði í Svarfhólsskógi síðastliðnar þrjár vikur og tvö til viðbótar í Skorradal. Alls eru því sautján mál, sem kom- ið hafa upp á þremur vikum, til rann- sóknar hjá lögreglu. Stolið hefur verið sjónvörpum og myndbands- tækjum og öðrum verðmætum munum. Á aðalfundi Félags eignarlóða í Svarfhólslandi 19. mars sl. var innbrotafraldurinn ræddur með ör- yggisráðgjafa og hafa sumarbú- staðaeigendur nú gripið til viðamik- illa ráðstafana gegn innbrotunum. Sautján innbrot í rannsókn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær mann sem talinn er vera frá Kamerún í gæsluvarðhald til 19. apríl nk. en hann er grunaður um stórfelld fjársvik og skjalafals hér á landi. Komið var með manninn frá Svíþjóð í lögreglufylgd daginn áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann er ásamt tveimur mönnum frá Nígeríu talinn hafa svikið um 77.000 pund, um 11 milljónir króna, út úr breskum bönkum og látið milli- færa fjárhæðina á bankareikninga hérlendis. Annar þeirra er íslenskur ríkisborgari. Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald er ekki talinn vera höfuðpaur í málinu heldur mun þáttur hans einkum hafa falist í því að taka við millifærslunum. Svikin munu hafa farið þannig fram að einn þeirra sendi falsaðar millifærslubeiðnir í nafni breskra fyrirtækja til þarlendra banka. Voru upphæðirnar færðar á íslensku reikningana. Í nokkrum tilvikum komst upp um svikin í tíma og voru greiðslurnar þá stöðvaðar. Frá Svíþjóð í gæsluvarðhald DRENGURINN sem slasaðist við skíðastökk á skíðasvæðinu í Tungu- dal við Ísafjörð á þriðjudag í síðustu viku liggur enn sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Lögreglan á Ísafirði kannar nú til- drög slyssins en meðal fyrirliggjandi gagna er myndbandsupptaka af slys- inu. Í öndunarvél eftir skíðaslys ÁRLEG meðgjöf með almennings- samgöngum á höfuðborgarsvæðinu er 1,2 milljarðar króna. Þetta kom fram í pallborðsumræðum sem fram fóru í lok málþingsins í gær. Það var Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., sem upplýsti þetta. Sagðist hann sakna aukinnar áherslu á almenningssamgöngur af hálfu samgönguyfirvalda. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður stýrihóps sem vann að sam- gönguáætluninni, varð til svara og sagði hann það valda áhyggjum hve kostnaður sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hefði aukist mikið á undanförnum árum. Því væri spurn- ing hvort stefnt væri í rétta átt hvað þetta varðaði en ljóst væri að aldrei yrði hægt að auka notendahóp al- menningssamgangna það mikið að að því yrði fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélögin. Sagði hann eng- ar tilbúnar lausnir fyrirliggjandi á þessum vanda. Þá sagði hann að í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins væri lagt til að stuðningur ríkisins við almenn- ingssamgöngur yrði aukinn, t.d. með því að fella niður að fullu þungaskatt í almenningssamgöngum á höfuð- borgarsvæðinu. Árleg meðgjöf Strætó 1,2 milljarðar STUTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.