Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki Selfossi. www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir vöðva og liðamót FALLEG GJAFAVARA Strandgötu 11, Akureyri sími 466 3700 LANDSBANKINN á Akureyri stóð fyrir opnum morgunverð- arfundi á Hótel KEA fyrir helgi þar sem fjallað var um horfur á fjármálamörkuðum árið 2002, auk þess sem starfsemi bankans á Akureyri var kynnt. Landsbank- inn opnaði útibú á Akureyri 18. júní 1902 og heldur því upp á 100 ára afmæli á þessu ári. Í máli Sigurðar Sigurgeirs- sonar svæðisstjóra kom fram að Landsbankinn er með umfangs- mikla starfsemi á Akureyri og er með alls um 50 störf í bankaþjón- ustu á sínum vegum í bænum. Auk allrar almennrar bankaþjón- ustu í tveimur útibúum er á Ak- ureyri starfrækt símaþjónustuver sem sinnir öllu landinu, við- skiptastofa sem sérhæfir sig í þjónustu við stærri viðskiptavini auk þess sem boðið er upp á verðbréfaviðskipti með beinum aðgangi að viðskiptakerfi Verð- bréfaþings Íslands. Framtaks- sjóður sem Landsbkankinn starf- rækir í samstarfi við Nýsköp- unarsjóð er einnig staðsettur á Akureyri, eins og segir í tilkynn- ingu frá bankanum. Tryggvi Tryggvason, for- stöðumaður fjármálamarkaða Landsbankans-Landsbréfa, Arnar Jónsson, sérfræðingur bankans í gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum, og Stefán B. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Landbankans Framtakssjóðs, fluttu erindi á morgunverðarfundinum. Útlit fyrir ágæta ávöxtun á hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaði Tryggvi fjallaði um þróun á hlutabréfa- og skuldabréfamark- aði og horfur fyrir þetta ár. Taldi hann ástæðu til hóflegrar bjart- sýni og útlit fyrir ágæta ávöxtun á bæði hlutarbréfa- og skulda- bréfamarkaði á árinu. Kom fram að íslensk hlutabréf væru hóflega verðlögð í alþjóðlegum sam- anburði og svigrúm til frekari hækkana, einkum fyrirtækja í út- flutningi og erlendri starfsemi. Einnig kom fram að há ávöxt- unarkrafa skuldabréfa væri það sem helst hamlaði frekari hækk- unum hlutabréfa. Arnar fjallaði um efnahagsmál, með sérstaka áherslu á geng- isþróun krónunnar. Hann taldi mikilvægt að ná tökum á verð- bólgu, sem er mun meiri en í helstu viðskiptalöndum. Arnar taldi líkur á að gengi krónunnar væri komið í jafnvægi. Raungengi krónunnar væri mjög lágt í sögulegu samhengi og líklegt að það hækki á næstu misserum. Fram kom að mikil umskipti hefðu átt sér stað í vöruskiptum, sem styddi við gengi krónunnar. Framtakssjóður hefur fjárfest í tíu verkefnum Stefán flutti erindi um fram- taksfjármögnun og kynnti Landsbankann Framtakssjóð. Fram kom hjá Stefáni að veru- leg aukning hefði orðið í fjár- festingum í sprotafyrirtækjum 1999–2000. Þær hefðu síðan dregist saman á síðasta ári og horfur væru á enn meiri sam- drætti í ár. Einnig kom fram að sjóðurinn hefði fjárfest í tíu verk- efnum, þar af tveimur á Akur- eyri. Sjóðurinn hefur selt sig aft- ur út úr tveimur félögum en af þeim átta sem eftir standa eru þrjú komin í hagnaðarrekstur og áætlanir gera ráð fyrir að innan sex mánaða verði fjögur fyrir- tæki í viðbót komin í hagnað, eins og segir ennfremur í tilkynningu frá bankanum. Landsbanki Íslands hefur rekið útibú á Akureyri í 100 ár Morgunblaðið/Kristján Morgunverðarfundur Landsbankans á Akureyri var vel sóttur. Bankinn með um 50 störf í bankaþjónustu í bænum FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor var samþykktur á fundi á laugardag. Jakob Björnsson bæjarfulltrúi er í 1. sæti, Gerður Jónsdóttir leiðbein- andi í 2. sæti, Jóhannes Gunnar Bjarnason íþróttakennari í 3. sæti, Guðný Jóhannesdóttir blaðamaður í 4. sæti, Björn Snæbjörnsson, formað- ur Einingar-Iðju, í 5. sæti, Heiða Hauksdóttir hjúkrunarnemi í 6. sæti, þá er Ingimar Eydal varðstjóri slökkviliðsins í 7. sæti, Valgerður Jónsdóttir deildarstjóri á FSA í 8. sæti, Jóhann Sigurjónsson mennta- skólakennari í 9. sæti, Jóhanna Krist- ín Gunnlaugsdóttir ferðafræðingur í 10. sæti og Ársæll Magnússon, fyrr- verandi umdæmisstjóri, í því 11. Jakob sagði listann sterkan og hann væri bjartsýnn á gott gengi í kosningunum í vor. „Það hefur orðið heilmikil endurnýjun á listanum, við höfum fengið til liðs við okkur ungt og áhugasamt fólk og bindum miklar vonir við það,“ sagði Jakob. Ásta Sig- urðardóttir, sem setið hefur í bæjar- stjórn fyrir Framsókn síðustu ár, hættir nú afskiptum af stjórnmálum sem og Guðmundur Ómar Guð- mundsson, en aðrir sem voru fram- arlega á lista flokksins fyrir síðustu kosningar hafa flust búferlum. Jakob sagði að áhersla yrði lögð á atvinnu- málin fyrir næstu kosningar og þá væru vonir bundnar við nýja byggða- áætlun og samstarf við ríkið um að hrinda henni í framkvæmd. „Við stefnum að því að ná sem bestum ár- angri og að komst í áhrifastöðu eftir kosningar,“ sagði Jakob. Morgunblaðið/Kristján Sex efstu á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar. F.v. Guðný Jóhannesdóttir, Björn Snæbjörnsson, Gerður Jónsdóttir, Jakob Björnsson, Heiða Hauksdóttir og Jóhannes Gunnar Bjarnason. Nýtt fólk til liðs við Jakob Framboðslisti Framsóknarflokks FJÖLBREYTT dagskrá verður á skíðasvæði Ólafsfirðinga í Tindaöxl um páskana, en það verður opið dag- lega frá kl. 11 til 17 og göngubrautir verða opnar allan sólarhringinn. Sr. Elínborg Gísladóttir verður með skaflamessu á skírdag og ef veð- ur leyfir verður barn skírt í þessari messu, en hún hefst kl. 14. Þennan dag verður líka parakeppni á öðu skíðinu og hefst hún kl. 14.30. Minn- ingamót í skíðagöngu, hefðbundinni aðferð, verður kl. 12 á hádegi. Símnúmeramót verður kl. 14 á föstudag, keppt verður í flokkum heimilissíma, fyrirtækjasíma og far- síma. Ólafsfjarðarmót í göngu verð- ur kl. 13 á föstudag. Stórsvigsmót verður á laugardag og „ættarmót“ í alpagreinum á páskadag kl. 14. Snjó- kross á skíðum og brettum verður í boði Vélsleðaklúbbs Ólafsfjarðar á annan í páskum. Þrautaleikjabraut fyrir yngstu börnin verður opin alla dagana. Skíðasvæðið í Tinda- öxl í Ólafsfirði Fjölbreytt skíðadagskrá AÐALFUNDUR Félags bygginga- manna Eyjafirði, sem haldinn var í síðustu viku, samþykkti ályktun, þar sem lýst er áhyggjum vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Áhyggjur fundarmanna snúast fyrst og fremst um aðgengi Eyfirð- inga og landsbyggðarinnar að höf- uðborg Íslands gangi þær tillögur eftir sem uppi hafa verið um að leggja flugvöllinn niður í núverandi mynd. Fundarmenn vilja minna borgarstjórn Reykjavíkur á þær skyldur sem hún hefur sem borgar- stjórn höfuðborgar Íslands. Skyldurnar felast, að mati fund- armanna, í því að allir Íslendingar verða að eiga greiðan aðgang að höf- uðborginni. Fundarmenn gera kröfu til þess að borgarstjórn falli frá öll- um hugmyndum um að þrengja að eða leggja niður farþegaflug til Reykjavíkurflugvallar. Áfram verði farþegaflug til Reykjavíkur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.