Morgunblaðið - 26.03.2002, Page 14

Morgunblaðið - 26.03.2002, Page 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki Selfossi. www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir vöðva og liðamót FALLEG GJAFAVARA Strandgötu 11, Akureyri sími 466 3700 LANDSBANKINN á Akureyri stóð fyrir opnum morgunverð- arfundi á Hótel KEA fyrir helgi þar sem fjallað var um horfur á fjármálamörkuðum árið 2002, auk þess sem starfsemi bankans á Akureyri var kynnt. Landsbank- inn opnaði útibú á Akureyri 18. júní 1902 og heldur því upp á 100 ára afmæli á þessu ári. Í máli Sigurðar Sigurgeirs- sonar svæðisstjóra kom fram að Landsbankinn er með umfangs- mikla starfsemi á Akureyri og er með alls um 50 störf í bankaþjón- ustu á sínum vegum í bænum. Auk allrar almennrar bankaþjón- ustu í tveimur útibúum er á Ak- ureyri starfrækt símaþjónustuver sem sinnir öllu landinu, við- skiptastofa sem sérhæfir sig í þjónustu við stærri viðskiptavini auk þess sem boðið er upp á verðbréfaviðskipti með beinum aðgangi að viðskiptakerfi Verð- bréfaþings Íslands. Framtaks- sjóður sem Landsbkankinn starf- rækir í samstarfi við Nýsköp- unarsjóð er einnig staðsettur á Akureyri, eins og segir í tilkynn- ingu frá bankanum. Tryggvi Tryggvason, for- stöðumaður fjármálamarkaða Landsbankans-Landsbréfa, Arnar Jónsson, sérfræðingur bankans í gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum, og Stefán B. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Landbankans Framtakssjóðs, fluttu erindi á morgunverðarfundinum. Útlit fyrir ágæta ávöxtun á hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaði Tryggvi fjallaði um þróun á hlutabréfa- og skuldabréfamark- aði og horfur fyrir þetta ár. Taldi hann ástæðu til hóflegrar bjart- sýni og útlit fyrir ágæta ávöxtun á bæði hlutarbréfa- og skulda- bréfamarkaði á árinu. Kom fram að íslensk hlutabréf væru hóflega verðlögð í alþjóðlegum sam- anburði og svigrúm til frekari hækkana, einkum fyrirtækja í út- flutningi og erlendri starfsemi. Einnig kom fram að há ávöxt- unarkrafa skuldabréfa væri það sem helst hamlaði frekari hækk- unum hlutabréfa. Arnar fjallaði um efnahagsmál, með sérstaka áherslu á geng- isþróun krónunnar. Hann taldi mikilvægt að ná tökum á verð- bólgu, sem er mun meiri en í helstu viðskiptalöndum. Arnar taldi líkur á að gengi krónunnar væri komið í jafnvægi. Raungengi krónunnar væri mjög lágt í sögulegu samhengi og líklegt að það hækki á næstu misserum. Fram kom að mikil umskipti hefðu átt sér stað í vöruskiptum, sem styddi við gengi krónunnar. Framtakssjóður hefur fjárfest í tíu verkefnum Stefán flutti erindi um fram- taksfjármögnun og kynnti Landsbankann Framtakssjóð. Fram kom hjá Stefáni að veru- leg aukning hefði orðið í fjár- festingum í sprotafyrirtækjum 1999–2000. Þær hefðu síðan dregist saman á síðasta ári og horfur væru á enn meiri sam- drætti í ár. Einnig kom fram að sjóðurinn hefði fjárfest í tíu verk- efnum, þar af tveimur á Akur- eyri. Sjóðurinn hefur selt sig aft- ur út úr tveimur félögum en af þeim átta sem eftir standa eru þrjú komin í hagnaðarrekstur og áætlanir gera ráð fyrir að innan sex mánaða verði fjögur fyrir- tæki í viðbót komin í hagnað, eins og segir ennfremur í tilkynningu frá bankanum. Landsbanki Íslands hefur rekið útibú á Akureyri í 100 ár Morgunblaðið/Kristján Morgunverðarfundur Landsbankans á Akureyri var vel sóttur. Bankinn með um 50 störf í bankaþjónustu í bænum FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor var samþykktur á fundi á laugardag. Jakob Björnsson bæjarfulltrúi er í 1. sæti, Gerður Jónsdóttir leiðbein- andi í 2. sæti, Jóhannes Gunnar Bjarnason íþróttakennari í 3. sæti, Guðný Jóhannesdóttir blaðamaður í 4. sæti, Björn Snæbjörnsson, formað- ur Einingar-Iðju, í 5. sæti, Heiða Hauksdóttir hjúkrunarnemi í 6. sæti, þá er Ingimar Eydal varðstjóri slökkviliðsins í 7. sæti, Valgerður Jónsdóttir deildarstjóri á FSA í 8. sæti, Jóhann Sigurjónsson mennta- skólakennari í 9. sæti, Jóhanna Krist- ín Gunnlaugsdóttir ferðafræðingur í 10. sæti og Ársæll Magnússon, fyrr- verandi umdæmisstjóri, í því 11. Jakob sagði listann sterkan og hann væri bjartsýnn á gott gengi í kosningunum í vor. „Það hefur orðið heilmikil endurnýjun á listanum, við höfum fengið til liðs við okkur ungt og áhugasamt fólk og bindum miklar vonir við það,“ sagði Jakob. Ásta Sig- urðardóttir, sem setið hefur í bæjar- stjórn fyrir Framsókn síðustu ár, hættir nú afskiptum af stjórnmálum sem og Guðmundur Ómar Guð- mundsson, en aðrir sem voru fram- arlega á lista flokksins fyrir síðustu kosningar hafa flust búferlum. Jakob sagði að áhersla yrði lögð á atvinnu- málin fyrir næstu kosningar og þá væru vonir bundnar við nýja byggða- áætlun og samstarf við ríkið um að hrinda henni í framkvæmd. „Við stefnum að því að ná sem bestum ár- angri og að komst í áhrifastöðu eftir kosningar,“ sagði Jakob. Morgunblaðið/Kristján Sex efstu á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar. F.v. Guðný Jóhannesdóttir, Björn Snæbjörnsson, Gerður Jónsdóttir, Jakob Björnsson, Heiða Hauksdóttir og Jóhannes Gunnar Bjarnason. Nýtt fólk til liðs við Jakob Framboðslisti Framsóknarflokks FJÖLBREYTT dagskrá verður á skíðasvæði Ólafsfirðinga í Tindaöxl um páskana, en það verður opið dag- lega frá kl. 11 til 17 og göngubrautir verða opnar allan sólarhringinn. Sr. Elínborg Gísladóttir verður með skaflamessu á skírdag og ef veð- ur leyfir verður barn skírt í þessari messu, en hún hefst kl. 14. Þennan dag verður líka parakeppni á öðu skíðinu og hefst hún kl. 14.30. Minn- ingamót í skíðagöngu, hefðbundinni aðferð, verður kl. 12 á hádegi. Símnúmeramót verður kl. 14 á föstudag, keppt verður í flokkum heimilissíma, fyrirtækjasíma og far- síma. Ólafsfjarðarmót í göngu verð- ur kl. 13 á föstudag. Stórsvigsmót verður á laugardag og „ættarmót“ í alpagreinum á páskadag kl. 14. Snjó- kross á skíðum og brettum verður í boði Vélsleðaklúbbs Ólafsfjarðar á annan í páskum. Þrautaleikjabraut fyrir yngstu börnin verður opin alla dagana. Skíðasvæðið í Tinda- öxl í Ólafsfirði Fjölbreytt skíðadagskrá AÐALFUNDUR Félags bygginga- manna Eyjafirði, sem haldinn var í síðustu viku, samþykkti ályktun, þar sem lýst er áhyggjum vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Áhyggjur fundarmanna snúast fyrst og fremst um aðgengi Eyfirð- inga og landsbyggðarinnar að höf- uðborg Íslands gangi þær tillögur eftir sem uppi hafa verið um að leggja flugvöllinn niður í núverandi mynd. Fundarmenn vilja minna borgarstjórn Reykjavíkur á þær skyldur sem hún hefur sem borgar- stjórn höfuðborgar Íslands. Skyldurnar felast, að mati fund- armanna, í því að allir Íslendingar verða að eiga greiðan aðgang að höf- uðborginni. Fundarmenn gera kröfu til þess að borgarstjórn falli frá öll- um hugmyndum um að þrengja að eða leggja niður farþegaflug til Reykjavíkurflugvallar. Áfram verði farþegaflug til Reykjavíkur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.