Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þegar Ásgeir Björnsson er kvaddur leita á hugann minn- ingar liðinna áratuga. Allt frá þeim tíma þeg- ar suðurmörk bæjarins miðuðust við Landspítalann, Kenn- araskólann, Gróðrarstöðina og Pól- ana og allt sveit þar fyrir sunnan. Það var fyrir tíma Hagkaupa, hvað þá heldur Bónusar og verslun á nær hverju götuhorni. Í okkar hverfi var verslunin Lauf- ás á horni Njarðargötu og Laufás- vegar, Þórsmörk á horni þeirrar götu og Baldursgötu, Kiddabúð á horni þeirrar götu og Bergstaða- strætis, Björkin á horni þeirrar götu og Bragagötu og sunnar við hana versluni Vitinn. Þar stóð ungur mað- ur við diskinn, síglaður og ræðinn í miðri kreppunni og baslinu og sá alltaf bjartar hliðar á tilverunni þó ÁSGEIR V. BJÖRNSSON ✝ Ásgeir ValdimarBjörnsson fædd- ist í Reykjavík 13. febrúar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. mars. allt væri að fara á haus- inn. Það var Ásgeir Björnsson. Allir í hverfinu þekktu kaup- manninn og hann þekkti alla. Margir í reikning og oft þröngt í búi og erfitt um mán- aðamót. Ekki lét Ás- geiri vel að ganga hart eftir skuldinni þegar atvinnan brast eða veikindi herjuðu á við- skiptavinina. Einstaka menn voru bjargálna en flestir áttu naum- lega til hnífs eða skeiðar. Ásgeir tók öllu með skilningi og samúð og stutt var í brosið ef tilefni var til. Hann safnaði vinsældum en ekki öðrum auði. Árin liðu, stríðið kom og fór og loks kom að því að leiðir okkar lágu aftur saman, þegar ákveðið var að breyta úr vinstri í hægri umferð. Hann kom til liðs við okkur sem að þeim undirbúningi unnum. Það var mikill fengur í að fá Ásgeir í þann hóp. Þeir segja stundum frá því í handboltanum þegar vel gengur og sigrar vinnast að það hafi verið liðs- heildinni að þakka. Hún hafi verið svo góð. Ásgeir var einn af þeim sem bættu liðsheildina svo að um munaði. Aldrei átti hann svo annríkt þegar öll spjót stóðu á honum við að senda blöð og bæklinga úr um allar jarðir, að ekki hefði hann tíma til að líta upp úr þvögunni og spjalla stundarkorn um málefni líðandi dags, ástand og horfur. Á þetta reyndi fyrir alvöru þegar krafa kom fram um það og frumvarp á Alþingi að fresta breytingunni og láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort breyta skyldi. Menn sem töldu sig til þekkja sögðu breytinguna óráð. Slysum myndi fjölga, tala dauðaslysa a.m.k. tvö- faldast á hverju ári og einn virtasti prestur landsins varpaði fram þeirri spurningu á opinberum vettvangi, hver myndi þurrka það blóð og þerra þau tár sem af breytingunum mundi leiða. Okkur var ekki orðið um sel sem áttum að bera ábyrgð á þessu og höfðum vissulega verulegar áhyggj- ur af því að illa kynni að fara. Þá var gott að koma á þurrkloftið á Sóleyj- argötu þar sem Ásgeir stóð með upp- brettar ermar og kaffi á könnuni og taldi í okkur kjarkinn. Á honum var engan bilbug að finna, svo sanfærður var hann um að allt færi vel. Síðan eru liðin yfir 30 ár og vinátta okkar staðið óhögguð allan þann tíma. Við H-nefndarmenn kveðjum vin okkar Ásgeir Björnsson með söknuði og þakklæti og vottum að- standendum hans okkar dýpstu sam- úð. Valgarð Briem. ✝ Áslaug Ásgeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 24. júní 1910. Hún lést á Reykjalundi 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Torfa- son frá Ólafsdal, efnafræðingur í Reykjavík, f. 8.5. 1871, og Anna Louise Ásmunds- dóttir, kvenhattari og kaupkona, f. 2.11. 1880. Börn Önnu og Ásgeirs vou þrjú. Torfi hagfræðingur, f. 11.3. 1908, Áslaug húsmóðir , og Ásgeir bú- fræðingur, f. 16.8. 1911. d. 15.8. 1979. Hinn 12. september 1931 giftist Áslaug Höskuldi Ágústs- syni, fyrrverandi yfirvélstjóra við dælustöðina á Reykjum í Mosfells- sveit, f. 7.11. 1905, d. 25.11. 1996. Áslaug og Höskuldur eiga fimm Áslaug ólst upp í Reykjavík, sem barn fór hún til sumardvalar í Ólafsdal með foreldrum sínum en á unglingsárunum að Arnarholti í Borgarfirði til föðursystur sinnar. Hún lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1927, dvaldist síðan rúmt ár í Oxford á Englandi við nám og störf hjá prófessor J. R. R. Tolkien rithöfundi og konu hans Edith. Eftir Bretlandsdvöl- ina lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar lærði hún m.a. postulínsmáln- ingu. Þegar heim kom starfaði Ás- laug um tíma við fyrirtæki móður sinnar, en hún rak verslun í Reykjavík. Fyrstu árin bjuggu þau hjón í Reykjavík en 1937 flutt- ust þau að Ljósafossi í Grímsnesi vegna starfs Höskuldar. 1943 var Höskuldur ráðinn yfirvélstjóri við Hitaveitu Reykjavíkur með aðset- ur í Mosfellssveit, þar bjuggu þau hjón til æviloka. Áslaug kenndi handmennt við Varmárskóla um árbil, hún sat einnig í skólanefnd sama skóla. Áslaug starfaði með kvenfélagi Lágafellssóknar og var heiðursfélagi. Útför Áslaugar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. börn: 1) Ásgeir raf- magnstæknifræðing- ur, f. 16.12. 1932, d. 25.4. 1977, var kvænt- ur Albínu Thordarson arkitekt, börn þeirra eru þrjú. Albína er gift Ólafi Sigurðssyni fréttamanni. 2) Ás- gerður innanhúsarki- tekt, f. 9.11. 1937, gift Ólafi Haraldssyni framkvæmdastjóra, börn þeirra eru fimm. 3) Anna Margrét kennari, f. 10.5. 1941, gift Gunnari Krist- jánssyni prófasti, þau eiga eitt barn. 4) Helga Ragnheiður ljós- móðir, f. 20.4. 1947, gift Guð- mundi Sigurðssyni vélstjóra, börn þeirra eru fjögur. 5) Áslaug Sig- ríður leirlistakona, f. 18.10. 1952,var gift Jóni Steinari Árna- syni stýrimanni, börn þeirra eru þrjú. Hún Áslaug amma er dáin. Nú, elsku amma, ertu aftur komin til fundar við afa Höskuld, miklir fagn- aðarfundir sem það verða eftir sex ára viðskilnað. Í huganum rifjast upp ljúfar minn- ingar um þegar við systkinin komum með mömmu og pabba til ykkar afa í Ásbúð, ykkar fallega og hlýlega heim- ili þar sem oftar en ekki var mjög gestkvæmt og oft glatt á hjalla. Minnisstæð eru einnig jólaboðin þar sem ykkar glæsilegu börn komu með fjölskyldur sínar. Það var mikið tilhlökkunarefni að koma í jólaboð þar sem hlaðborðin svignuðu undan glæsiveitingum þínum, amma. Þar var oft skipst á skoðunum svo tímum skipti enda þar á ferð fólk með sterk- ar skoðanir á mögulegum og ómögu- legum hlutum. Það fór ekki framhjá þeim sem í Ásbúð komu hversu mikill fagurkeri þú varst, elsku amma, hvort sem það sneri að mat eða öðru handverki sem að heimili ykkar afa sneri, þetta hafa dætur þínar erft frá þér, hver á sinn einstaka hátt. Þegar við systkinin komum að heimsæja þig á Reykjalund varstu alltaf svo fín, oftar en ekki höfðu dæt- ur þínar og hún Albína dekrað aðeins við þig svo ekki sé minnst á hið ein- staka starfsfólk á Reykjalundi sem hefur unnið mikið og oft á tíðum van- þakklátt starf. Amma, það ríkti yfir þér svo mikil kyrrð, svo mikil ró. Nú þegar þið afi eru bæðin haldin til fundar við Drottin, nýtur ykkar ekki lengur við í boðunum góðu en í huga okkar allra eruð þið enn á meðal okkar. Nú haldið þið saman jólaboð á ný, í kyrrð og ró himnaríkis þar sem stjörnurnar björtu vísa ykkur nú veg- inn. Elsku amma, þú hefur lagt að baki langa leið, en nú ertu komin á leið- arenda, njóttu hinnar eilífu hvíldar í hlýjum faðmi Drottins og fylgdar- sveina hans. Guð blessi þig, elsku amma, þín verður sárt saknað, en minningarnar um þig eru okkur svo sterkar og svo ljúfar. Elsku mamma, Ásgerður, Anna Magga, Áslaug og Albína, megi Drottinn styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á þessum sorgartímum. Við er- um stór fjölskylda og samrýnd og það styrkir okkur í sorginni þegar við kveðjum ömmu Áslaugu í hinsta sinn. Elsku amma, langömmustelpurnar þínar Helga Björg og Sæunn Ása biðja að heilsa þér og afa Höskuldi. Ingigerður, Ágúst, Böðvar og Ása Þóra. ÁSLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.              '2' =' " 7  $!% #& !    -     #.  -    / 0(( 1       "   -        # 2    3   -     00**)44) : 9/ $&!  / '  $#$&!  !  ) @ #%  '$$ '  $#$&!  "!! : % 7 '! '  $##%  @# / $& #$&! % # 7$ A! 0          #       =B=/?=B:= (# C 7      !     (      #2   -   ( ' 0* &# ? !) ! #$&!  ); $  #! &. ##%  /  , ); $##%  !  )  % !); $##%  / & #$&! 0 1     ' "  ( D )! 3# E2 $7; !.!;!!#(   $3E2 $7;   #   *    5   2!        ' /  $ 0       =B =B:= DD# !FG 7     # -   & '   +     (  6      #$ -    ( ' 0(( 1         "   2!       ); $ ); $#$&! 0 7          2 '= / /' '     8       ! "! +- "     "  5      5-  #    +% #!  ) #%    '!  #$&!   . $   ) #%  "  $##  % $ ) #%  ! ) #%  H'! ) #%  %  : 9 -% % , , 0 7     1 ='   #);   #9  '     '#  ) 6     #7  " #  -   ( ' 0(( &  +& ) $&!  !  . +& ) $&!  ! ! +& ) #%   .!) +& ) $&! 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.