Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 41 ✝ Andri Örn Clausen sálfræð- ingur fæddist í Reykjavík 25. febr- úar 1954. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík hinn 3. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru hjónin Hans Arreboe Clausen, málara- meistari og leiðsögu- maður í Kópavogi, f. 10.8. 1918, og Helena Bojkow Clausen hjúkrunarfræðingur, f. 26.4. 1922, d. 22.6. 1999. Bróðir Andra er Michael V. Clausen, barna- og ofnæmislæknir í Reykja- vík, f. 25.5. 1958. Börn hans og fyrrv. eiginkonu hans, Elínborgar Ragnarsdóttur, íslenskufræðings og kennara, f. 9.11. 1959, eru Snorri Örn Clausen nemi, f. 11.4. 1980, Birna Helena Clausen nemi, f. 5.4. 1985, og Ívar Örn Clausen, f. 24.10. 1992. Kona Michaels er Heiða Sigríður Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 29.4. 1966. Dætur hennar eru Linda Karls- dóttir, f. 9.10. 1989, og Dagný Karlsdóttir, f. 26.4. 1994. Börn Andra og konu hans Elvu Óskar Ólafsdóttur leikara, f. 24.8. 1964, eru Agnes Björt Clausen, f. 23.6. 1991, og Benedikt Clausen, f. 30.3. 1993. Elva er dóttir hjónanna Ólafs Oddgeirssonar, rafvirkja- meistara í Reykjavík, sem er lát- inn, og Rögnu Lísu Eyvindsdóttur verslunarmanns. Andri fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogin- um. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1976, stundaði leik- listarnám við Webb- er Douglas Academy of Dramatic Art í London 1978–80, lauk BA-prófi í sál- fræði við Háskóla Ís- lands 1995 og MA- prófi í klínískri sál- fræði frá Háskólanum í Árós- um 1998. Andri var kennari við grunn- skóla Kópavogs 1976–78 og 1981–83, var leikari við Þjóðleikhúsið 1980–85, við LR 1986–90 og lék m.a. með Alþýðu- leikhúsinu, Revíuleikhúsinu og Kirkjuleikhúsinu. Hann lék í út- varpsleikritum, sjónvarpsleikrit- um og kvikmyndum, stundaði leik- listarkennslu hjá ýmsum klúbbum og við skóla og sá m.a. um klúbb- starf fyrir fatlaða unglinga í Kópa- vogi og leiðbeiningar á vernduð- um vinnustað þeirra að sumarlagi 1983 og 1984. Hann spilaði með Skólahljómsveit Kópavogs 1969– 74 og lék með ýmsum dans- og rokkhljómsveitum. Andri var sál- fræðingur í Miðgarði, fjölskyldu- þjónustu í Grafarvogi, 1999–2000 og hafði nýlega hafið störf sem yf- irsálfræðingur á göngudeild krabbameinssjúkra við Landspít- alann – háskólasjúkrahús er hann veiktist síðsumars 2000. Útför Andra verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, það var gott að þú fékkst að deyja af því að þú varst orð- inn svo lasinn. En samt söknum við þín mjög mikið og við mundum óska að þú hefðir aldrei veikst. En nú líður þér vel, þú getur verið frjáls og nú getur þú spilað og sungið fyrir hina englana. Þú varst alltaf brosandi og í góðu skapi, sjaldan varstu leiður. Elsku pabbi, bless, við vitum að Guð passar þig. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Agnes Björt Clausen og Benedikt Clausen. Ég fór Kársnesbrautina í morgun og horfði á gamla húsið okkar. Hug- urinn reikaði til æskuáranna þegar við Andri frændi lékum okkur við voginn. Þá iðaði húsið af lífi. Fjöl- skyldur okkar byggðu það saman um 1950 og þarna ólumst vð upp eins og ein stór fjölskylda. Á þessum árum voru örfá hús á nesinu og umhverfið óspillt. Það þótti ekki fínt að búa í Kópavogi á þessum árum, en ekki var hægt að hugsa sér betri vettvang fyr- ir börn að alast upp. Við byggðum okkur kastala í kirkjuholtinu og alltaf var verið að smíða báta og sigla um voginn. Þær voru ekki burðugar fleyturnar sem róið var af Kársnes- inu yfir í Nauthólsvíkina. Ég man alltaf eftir því þegar við bættum kaj- ak með því að klippa stykki úr vinnu- gallanum sem pabbi hans átti og svipnum á honum þegar hann veifaði gallanum fyrir framan mömmu og stórt stykki vantaði í aðra skálmina. Þetta var lífið, einhvern veginn finnst manni það vera fábrotnara hjá börn- um í dag. Andri var fæddur leikari. Hann átti sinn draumaheim, samdi leikrit og flutti fyrir okkur krakkana. Ég man þegar við krakkarnir röðuðum okkur í kjallaratröppurnar í bestu sæti og Andri flutti sín ævintýri fyrir okkur. Ef á móti blés gat Andri alltaf búið til betri heim og sá ekkert nema björtu hliðarnar. Andri var fjölhæfur lista- maður, hann nam leiklist í Bretlandi og starfaði um tíma á þeim vettvangi. Hann var líka góður hljóðfæraleikari og söngvari. Það kemur því ekki á óvart að börnin hans tvö hafi mikla hæfileika á þessu sviði. Andri var gæfumaður í sínu einka- lífi, hann var mikill fjölskyldumaður, átti yndislega konu og tvö börn. Það var notalegt að koma á heimili hans og Elvu. Við áttum yndislega kvöld- stund á heimili þeirra í Hlégerði ásamt bræðrum okkar og konum nokkru áður en Andri veiktist. Þá var lagt á ráðin um næstu endurfundi og hljóðfæraleik. Hljómsveitin kom aldrei saman. Andri hvarf frá leiklistinni og lærði sálfræði. Hann hafði nýlega fengið góða stöðu á þeim vettvangi þegar hann veiktist. Hann hafði lent í erf- iðum veikindum fyrir nokkrum árum og náð sér að fullu þannig að þetta var svo óvænt og snöggt. Ég fór Kársnesbrautina í morgun, gamla húsið okkar virtist svo lífvana, eins og leiksvið þegar leikararnir eru farnir og tjaldið fallið. Þórður Clausen Þórðarson. Í dag fer fram frá Kópavogskirkju útför góðs vinar okkar hjónanna, Andra Clausen sálfræðings. Þegar Andri lést hinn 3. desember sl. lauk baráttu sem orðin var löng og ströng en jafnframt afar ójöfn og hlaut því að fara á þennan eina veg, fyrr en síðar. Andri fékk heilablóðfall í ágústmán- uði árið 2000. Honum var vart hugað líf fyrstu dagana eftir áfallið, komst þó um síðir til meðvitundar en varð aldrei samur. Aðstæður hans voru því dapurlegar síðustu tvö æviárin. Engu að síður var miklu meira en ómaksins vert að heimsækja hann á þessum tíma og njóta þeirrar ein- stöku lífsgleði sem Andra var jafnan svo eiginleg og sem hann varðveitti í hlátri sínum, brosi og augnatilliti framundir það síðasta. Á góðum dög- um tók Andri lagið með okkur og söng þá hástöfum gömlu slagarana: „Og þá mun allt verða eins og var, áð- ur en þú veist, þú veist“. Um stund ríkti söngurinn einn og færði okkur í svipinn gamlar ærslastundir. En að- eins um stund því allir söngvar þagna um síðir. Andri var líklega lífsglaðasti mað- ur sem ég hef kynnst. Mér er ómögu- legt að minnast hans öðru vísi en í bráðsmitandi, góðu skapi, síbrosandi eða skellihlæjandi. Ævi hans var einn allsherjar óður til lífsins og gleðinnar, útgeislunin með ólíkindum og lífs- kraftur hans virtist óþrjótandi. Tvisv- ar veiktist hann alvarlega af krabba- meini og í bæði skiptin sigraðist hann á veikindunum. Andri var söngmaður af guðs náð, næmur tónlistarmaður og hafði mik- inn áhuga á leiklist. Reyndar lærði hann leiklist í Bretlandi og lagði hana fyrir sig um skeið. En þegar hann var kominn hátt á fertugsaldur söðlaði hann um, hóf nám í sálfræði og lauk MA-prófi í klínískri sálfræði 1998. Hann hafði nýlega tekið við starfi yfirsálfræðings við göngudeild krabbameinssjúkra við Landspítal- ann er fyrrnefnt áfall batt enda á starfsferil hans. Ég er ekki í nokkrum vafa um að lífsgleði hans og næmi hefðu notið sín vel í þessu nýja starfi, hefði honum auðnast lengri starfs- ævi. Það er sárt að sjá á bak Andra í blóma lífsins. En eftir stendur dýr- mæt minning um góðan dreng. Minn- ing, sem um ókomin ár á eftir að áminna okkur öll um að gleðjast yfir því að fá að vera til. Mikki minn og Arreboe, Elva, Agnes Björt og Benni! Guð geymi ykkur öll og styrki ykkur í sorginni. Kjartan Gunnar Kjartansson. Andri Örn kom til starfa í Miðgarði á miðju sumri árið 1999. Hann var þá að hefja störf sem nýlega útskrifaður sálfræðingur. Þó að Andri hafi verið að stíga sín fyrstu spor í starfsgrein- inni naut hann góðs af reynslu sinni sem leikari, en ekki síður hæfni sinni í mannlegum samskiptum. Hann var metnaðarfullur í starfi og lét sér mjög annt um velferð þeirra barna og ung- linga sem hann vann með. Góður húmor og frásagnargleði eru persónueinkenni sem koma okk- ur fyrst í hug er við minnumst Andra þann tíma sem hann var í Miðgarði. Enda var hann strax orðinn mið- punkturinn í starfsmannafélaginu, „Geirmundur spilar“, og undirbjó ýmsar uppákomur á þess vegum. Síð- asta samveran með honum á þeim vettvangi var óvissuferð í júní árið 2000. Andri skipulagði ferðina og að sjálfsögðu var þungamiðja skemmt- anahaldsins í Kópavogi, heimabæ Andra. Þegar við hugsum til baka eru minningarnar úr þessari ferð og fleiri slíkum samverstundum með honum okkur afar dýrmætar. Þar fengu þeir mannkostir Andra, sem voru að skapa andrúmsloft glaðværðar og kátínu, reglulega að njóta sín. Hann gaf svo mikið af sér að það lét engann ósnortinn sem umgekkst hann. Það var með eftirsjá að við í Miðgarði kvöddum Andra seinna þennan sama mánuð þar sem hann hafði fengið starf sálfræðings á krabbameinsdeild Landspítalans, en það var staða sem hann hafði löngu talið tímabært og mikilvægt að komið yrði á fót. Það átti því miður ekki fyrir honum að liggja að marka spor sín á þeim vett- vangi þar sem hann veiktist skömmu eftir að hann hóf þar störf. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir þau einstöku forréttindi að hafa feng- ið að njóta samvista við Andra Örn Clausen þetta ár sem hann starfaði með okkur í Miðgarði. Við viljum votta aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Fyrir hönd starfsfélaga í Miðgarði, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Regína Ásvaldsdóttir. ANDRI ÖRN CLAUSEN  Fleiri minningargreinar um Andra Örn Clausen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN ÓLAFSSON, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13.30. Elín Anna Sigurjónsdóttir, Óttar Eggertsson, Þorsteinn Sigurjónsson, Ásthildur B. Snorradóttir, Guðrún Sch. Sigurjónsdóttir, Franz Guðbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBORG JÓNSDÓTTIR, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugardaginn 7. desember. Sigurður Jónsson, Ægir Sigurðsson, Jenný Ásgeirsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Sigríður Kjartansdóttir, Guðlaug Björk Sigurðardóttir, Kristinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, BJÖRN A. BJARNASON frá Garði, Neskaupstað, síðast til heimilis í Funalind 13, Kópavogi, andaðist sunnudaginn 8. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Axelsdóttir. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn 7. desember. Sigurjón Hannesson, Björg Jónsdóttir, Elín Hrefna Hannesdóttir, Árni Sigurbergsson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Áslaug Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LOVÍSA JÓHANNSDÓTTIR frá Skálum á Langanesi, Stýrimannastíg 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti að kvöldi laugardagsins 7. desember. Þórarinn Guðmundsson, Anna Kjartansdóttir, Jóhann Guðmundsson, Selma Huld Eyjólfsdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginkona mín, móðir, systir, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Mörk, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 5. desember. Jarðarförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 13. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.