Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 19 UNITED Airlines, annað stærsta flugfélag heims, hefur óskað eftir gjald- þrotameðferð og er stærsta flugfélag Banda- ríkjanna sem óskað hefur eftir slíkri meðferð. Gjaldþrotameðferðin fel- ur í sér greiðslustöðvun og endurskipulagningu fjármála fyrirtæksins, en það hefur tryggt sér lána- fyrirgreiðslu, að jafnvirði tæplega 130 milljarða króna, til að geta haldið áfram rekstri. Tap United síðustu sjö ársfjórð- unga hefur numið um 320 milljörðum króna en ætlun forsvarsmanna þess er að snúa við rekstrinum, meðal ann- ars með því að ná niður kostnaði sem er sá mesti meðal stórra bandarískra flugfélaga miðað við „flogna sætis- kílómetra“. Hluti af því er að endur- skoða samninga við lánardrottna og starfsmenn, en starfsmenn eiga nú 55% í fyrirtækinu. Samþykki dóm- stóll að veita fyrirtækinu gjaldþrota- meðferð er líklegt að allir eignarhlut- ir verði þurrkaðir út, þar með talinn eignarhlutur starfsmanna. Þá verður hægt að endurskoða samninga við starfsmenn auk þess sem fyrirtækið getur sagt upp leigusamningum sem það hefur gert um flugvélar. United er með 20% hlutdeild á bandaríska markaðnum. Flugvélar þess fljúga 1.800 ferðir á dag til 117 flugvalla í 26 löndum. Áður en beiðnin um gjaldþrotameðferð var lögð fram hafði verið ákveðið að draga úr flugi um 6%, en The Wall Street Journal segir að samdrátturinn kunni að verða enn meiri. Forsvarsmenn fyr- irtækisins hafa þó lagt áherslu á að ekki muni verða röskun á flugi. Reuters United Airlines óskar gjaldþrotameðferðar BREYTING hefur verið gerð á nafni og fjárfestingarstefnu Íslenska hluta- bréfasjóðsins hf. Nafn félagsins er nú Fjárfestingarfélagið Atorka hf. og megináhersla verður nú lögð á áhrifa- fjárfestingar. Með því er átt við að stefnt sé að því að hafa áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja sem keypt er í. Í samþykktum félagsins nú segir að einkum skuli fjárfest í hlutabréfum fyrirtækja sem eigi góða möguleika á innri vexti, aukinni hagkvæmni með sameiningum við önnur fyrirtæki eða uppskiptum. Fyrir breytingar sagði að Íslenski hlutabréfasjóðurinn væri sjóð- ur sem fjárfesti í íslenskum hlutabréf- um, skuldabréfum og erlendum verð- bréfum með langtímaávöxtun í huga. Í samræmi við breytta fjárfesting- arstefnu hefur félagið selt bréf í mörgum hlutafélögum sem það átti í og á nú aðallega í þremur hlutafélög- um auk peningalegra eigna. Þessi fé- lög eru Sæplast, 43%, Jarðboranir, 37%, og Afl fjárfestingarfélag, 19%. Stefnan er að eiga að jafnaði bréf í 2–5 fyrirtækjum hverju sinni en áður var safnið dreifðara. Nýir fjárfestar og ný stjórn Í breyttum samþykktum er einnig kveðið á um að stjórn félagsins geti hækkað hlutafé hans um 35 milljónir króna til að mæta kaupréttarsamn- ingum starfsmanna og stjórnar, en engir kaupréttarsamningar hafa enn verið gerðir. Þá hefur stjórnin nýtt sér heimild til að auka hlutafé um allt að 400 milljónir króna. Sölutímabil er til 15. næsta mánaðar og gengi bréf- anna er 1,72. Hluthafar hafa fallið frá forkaupsrétti. Samfara þeim breytingum sem gerðar hafa verið á samþykktum fé- lagsins hafa nýir fjárfestar gerst hlut- hafar. Þeir eru meðal annars félög tengd Margeiri Péturssyni, Þorsteini Vilhelmssyni og Jóni og Sigurði Gísla Pálmasonum. Á hluthafafundi á föstudag var kjörin ný stjórn og hana skipa Mar- geir Pétursson stjórnarformaður, Þorsteinn Vilhelmsson, Sigfús Ingi- mundarson, Magnús Jónsson og Sig- urður Atli Jónsson. Markaðsverð félagsins er nú um 21⁄2 milljarður króna og fjöldi hluthafa er um 6.500. Sjóðurinn er í vörslu Landsbanka Íslands sem einnig sér um viðskiptavakt á bréfum félagsins. Íslenski hlutabréfasjóður- inn hf. verður Atorka hf. Kaupir nú stærri hluti og í færri félögum en áður Hl‡ og gó› - um jólin 6.990 kr. Ver›: Dömuúlpur: Litir: Svart, gyllt og vínrautt. Stær›ir: 36 - 46 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 . . . til a› fullkomna augnabliki› Kr inglan – Le i fsstö› S ím i 588 7230 www . leonard . i s F í t o n / S Í A F I 0 0 5 9 0 3 Intel-tölvur - samsettar - Minni 800-1066 Mhz 2.2GHz-2.4Ghz örgjörvar Toshiba DVD drif Sony disklingadrif IBM harðir diskar Flatir skjáir Vandaðir kassar Tölvur fyrir hágrafíska vinnu með innb. 48 Mb skjákorti og 266 Mhz minni Allt nýjar vörur 3ja ára ábyrgð www.starri.is MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, og forstjóri Skýrr hf., Hreinn Jakobsson, hafa undirritað samning um svonefnt FS-net. Um er að ræða háhraðanet sem tengir saman alla framhalds- skóla og símenntunarmiðstöðvar í landinu, samtals yfir 60 staði. Í tilkynningu frá Skýrr hf. segir að tilkoma FS-netsins muni gjör- breyta öllum fjarskiptum mennta- stofnana og tryggja íbúum fá- mennra staða á landsbyggðinni jafna aðstöðu til fjarnáms. Jafn- framt muni FS-netið opna leiðir til annarrar starfsemi sem krefst greiðra fjarskipta svo sem fjar- vinnu og tölvuþjónustu. Samningurinn um FS-net er til fjögurra ára og er kostnaður vegna hans um hálfur milljarður króna. Netið verður tilbúið til notkunar 1. febrúar 2003. Samn- ingurinn byggist á tilboði Skýrr en útboð fór fram síðastliðið sum- ar. Meðal undirverktaka Skýrr við verkið er Landssími Íslands. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tómas Ingi Olrich og Hreinn Jak- obsson handsala samninginn. Skýrr tengir skólana saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.