Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 43 ✝ Sigríður GyðaSigurðardóttir fæddist 13. desember 1934. Hún andaðist á gjörgæsludeild Land- spítalans – háskóla- sjúkrahúss við Hring- braut að kvöldi 29. nóvember síðastlið- ins. Foreldrar hennar voru Sigurður Sig- urðsson kaupmaður, f. 17. júní 1891, d. 12. júní 1951, og kona hans Þórey Þor- steinsdóttir, f. 6. júlí 1901, d. 29. janúar 1981, kaupkona í Þorsteinsbúð, sem var á horni Snorrabrautar og Flókagötu í Reykjavík. Eldri bróð- ir Sigríðar Gyðu er Þorsteinn, f. 27. ágúst 1932, kona hans er Helga Kristjánsdóttir. Þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga tvo syni. Yngri bróðir hennar er Garðar, f. 1. mars 1937, búsettur í Reykja- nesbæ. Kona hans var Hulda Guð- ráðsdóttir (látin) og eiga þau þrjú börn. Sigríður Gyða átti að auki mörg hálfsystkini í föðurætt. skiptafræðingur, f. 30. júlí 1967. Börn þeirra eru: Dagur, f. 17. febrúar 1997, dáinn sama dag, Sara Bryndís, f. 20. maí 1998, og Arna Björk, f. 24. apríl 2000. Sigríður Gyða ólst upp í Norð- urmýrinni í Reykjavík og gekk í Ingimarsskólann. Hún stundaði listnám í Handíða- og myndlistar- skóla Íslands, í Myndlistarskólan- um í Reykjavík og í Famous Art- ist’s school. Á árunum 1971–1999 hélt hún fjölda sýninga á verkum sínum, bæði einkasýningar og samsýningar. Hún var fjölhæf í list sinni og vann bæði í olíu, leir og gler, en málaði þó aðallega vatnslitamyndir. Hún er þekktust fyrir Reykjavíkurmyndir sínar. Sigríður Gyða starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum á árun- um 1953–1956. Hún tók mikinn þátt í félagsmálum, meðal annars starfaði hún með Svölunum, félagi fyrrverandi flugfreyja, og hann- aði jólakort félagsins um nokk- urra ára skeið. Sigríður Gyða var einn af stofn- endum Myndlistarklúbbs Seltjarn- arness og Leikfélags Seltjarnar- ness. Þá sat hún í stjórn Lista- og menningarsjóðs Seltjarnarness um árabil. Útför Sigríðar Gyðu verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigríður Gyða giftist árið 1957 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sigurgeiri Sigurðssyni, fyrr- verandi bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, f. 14. desember 1934. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Margrét kennari, f. 30. des- ember 1956. Eigin- maður hennar er Héðinn Valdimars- son haffræðingur, f. 15. september 1955. Dætur þeirra eru: Hildur Þórey, nemi í Kaupmanna- höfn, f. 17. ágúst 1981, og Sigríð- ur Gyða grunnskólanemi, f. 15. júní 1987. 2) Sigurður Ingi skipa- miðlari, f. 10. október 1958. Kona hans er Lóa S. Hjaltested gler- listakona, f. 2. ágúst 1958. Börn þeirra eru: Sigurgeir mennta- skólanemi, f. 11. desember 1982, og Gyða Björk menntaskólanemi, f. 7. desember 1986. 3) Þór sölu- stjóri, f. 7. apríl 1967. Kona hans er María Björk Óskarsdóttir við- Í dag verður tengdamóðir mín og vinkona lögð til hinstu hvílu. Á stundu sem þessari verða nokkrar línur held- ur fátæklegar, því Sigga eins og hún var alltaf kölluð átti svo ótalmarga kosti sem aldrei er hægt að koma öll- um á blað. Ég kynntist henni fyrir 25 árum þegar við Siggi, eldri sonur hennar, hófum samband. Á skömm- um tíma tókst með okkur mikil vin- átta og við tvær áttum margar góðar stundir saman, jafnt úti á Miðbraut og svo seinna við Meðalfellsvatn. Við sátum oft og spjölluðum langt fram á nótt í bústaðnum, þegar kyrrð var komin á og aðrir sofnaðir. Oft barst talið að andlegum málefnum, en Sigga hafði mikinn áhuga á þeim og trúði því að það tæki eitthvað annað við eftir þessa jarðvist. Stundum vild- um við líka trúa því að við fengjum skilaboð að handan þegar umræðurn- ar þróuðust á þá vegu, en aðrir fjöl- skyldumeðlimir hlógu að okkur þegar þeim voru sagðar fréttirnar daginn eftir. Ég hef mikinn áhuga á listsköpun og alltaf hvatti Sigga mig áfram og hrósaði mér mikið, en eins og allir vita sem þekktu hana þá var hún mik- il listakona og er hún þekktust fyrir Reykjavíkurmyndirnar sínar. Ég gleymi seint sýningu hennar á Kjar- valstöðum, hún kveið viðtökunum en það var óþarfi því nær allar mynd- irnar seldust upp á fyrsta degi og hún fékk góða dóma í umfjöllun um sýn- inguna. Eftir að börnin okkar fæddust reyndist hún þeim yndisleg amma, það má segja að hún hafi talað við mig í síma nánast hvern einasta dag og alltaf spurði hún „hvernig hafa börnin mín það“. Þann tíma sem við bjugg- um erlendis var Sigga alltaf að senda þeim kort með allskonar gríni og glensi sem vakti mikla kátínu allra. Sigurgeir sonur okkar fór heim ári á undan okkur og bjó þá á Miðbraut- inni. Það er honum ógleymanlegur tími því alltaf var amma Sigga tilbúin að hjálpa honum með heimaverkefnin og síðan eftir að við fjölskyldan flutt- um heim þá fór Sigurgeir reglulega í aukatíma í dönsku út á Nes til ömmu Siggu. Þegar svo leið að prófdegi, þá veit ég ekki hvort þeirra var með meiri prófskrekk. Hún hjálpaði líka dóttur okkar Gyðu Björk heilmikið með dönskuna og tók hún miklum framförum. En þótt Sigga væri alltaf að hugsa um hag annarra í kringum sig, þá vildi hún gleyma sjálfri sér því hún hugsaði illa um mataræði sitt og reykti mikið, en það hafði sín áhrif á heilsu hennar. Hún þurfti að fara í marga uppskurði í gegnum árin, en alltaf komst þessi fallega og fínlega kona í gegnum þá. Síðasti uppskurð- urinn varð henni þó um megn og dvaldi hún á sjúkrahúsi á fjórðu viku áður en kallið kom. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Sigga mín, ég kveð þig í bili, en við vitum það báðar að við hitt- umst aftur seinna meir. Þín vinkona, Lóa. Frá fyrstu kynnum okkar Sigríðar Gyðu tengdamóður minnar áttum við ágætlega saman og fór hún fljótlega að kalla mig uppáhaldstengdasoninn sinn, enda ekki um aðra að ræða. Er ég minnist Siggu Gyðu kemur fyrst í hugann sú hugulsemi sem var henni svo eiginleg og hún sýndi sínu fólki, ungum sem öldnum. Einnig minnist ég glettninnar og gamansem- innar sem alltaf var stutt í hjá henni. Margar ánægjulegar stundir áttum við fjölskyldan saman, hvort sem var á heimili þeirra Sigurgeirs úti á Nesi eða í sumarbústaðnum uppi í Kjós. Var oft glatt á hjalla og hlegið dátt að sögum Siggu, hvort sem hún lýsti spaugilegum atvikum við veiðar í Meðalfellsvatni eða af ýmsum ferðum þeirra hjóna. Hún átti þann dýrmæta eiginleika að geta gert grín að sjálfri sér. Á heimili þeirra og í bústaðnum mátti greina fínlega og listræna þræði Siggu, en smekkvísi og næmt auga fyrir fögrum listmunum voru henni í blóð borin. Þrátt fyrir erfið veikindi foreldra sinna og hennar sjálfrar varðveitti hún sitt glaða geð og naut þess að vera til. Við kveðjum Siggu með söknuði en eftir lifir minningin um góða mann- eskju. Héðinn. Elsku amma Sigga. Nú ert þú farin til Guðs. Við vildum ekki að þú færir til hans strax en við vitum að nú líður þér vel og ert ekki lengur lasin. Við söknum þín og biðjum bænirn- ar okkar fyrir þig. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Alltaf að gefa okkur nammi og hringja í okkur. Þú hringd- ir síðast í okkur af spítalanum fyrir þremur vikum og vonuðum við að þér færi þá að batna. Nú hjálpar þú Guði að passa Dag stóra bróður okkar og ert jafn góð við hann og þú hefur alltaf verið við okk- ur elsku amma okkar. Við pössum afa Sigurgeir fyrir þig og munum allaf geyma minninguna um þig, elsku amma Sigga okkar, í hjörtunum okk- ar. Sofðu rótt elsku amma Sigga. Þínar ömmustelpur, Sara Bryndís og Arna Björk Þórsdætur. SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Gyðu Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN BJARNASON, Neðstaleiti 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðviku- daginn 11. desember kl. 15.00. Guðrún Sólveig Jónasdóttir, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Wilhelm Norðfjörð, Bjarni Guðbjörnsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Kristján Kristinsson, Jónas Guðbjörnsson, Linda Hróarsdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Páll Garðarsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar ömmu okkar, tengdamóður og langömmu, GUÐLAUGAR LÖLLU ERLENDSDÓTTUR, Stigahlíð 22, Reykjavík. Þórður Erlendsson, Pia Luoto, Guðlaug Erlendsdóttir, Vilhjálmur Wiium, María Dröfn Erlendsdóttir, Ásgeir Ingólfsson, Una Hlín Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, SVANHILDAR EGGERTSDÓTTUR frá Holtseli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Hildur Egilsdóttir, Guðrún Egilsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓNHEIÐUR NÍELSDÓTTIR, Njálsgötu 1, Reykjavík, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 5. desember sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Alzheimerfélagið, Austurbrún 31, Reykjavík, njóta þess. Hafliði Þ. Jónsson, Hrönn I. Hafliðadóttir, Ísólfur Þ. Pálmarsson, Erla S. Hafliðadóttir, Jónína H. Hafliðadóttir, Jón Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, HAUKS GUÐMUNDSSONAR, Æsufelli 2, Reykjavík. Sigurbjörg Eiríksdóttir, Sigríður Hauksdóttir, Hafliði Albertsson, Guðrún Hauksdóttir, María Thors, Guðmundur Ó. Hauksson, Halldóra Sigfúsdóttir, Gunnar E. Hauksson, Birgitta Bragadóttir, Þór Hauksson, Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, Ragnar Hauksson, Esther L. Þórhallsdóttir, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, ÖSP VIÐARSDÓTTIR, Flókagötu 63, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 3. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Anna Karen Kristjánsdóttir, Valdimar Viðar Tómasson, Steinar Viðarsson, Tómas Hrói Viðarsson, Olga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson, Ragnheiður K. Pétursdóttir, Tómas Sveinbjörnsson og aðrir aðstandendur. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.