Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt-ir borgarstjóri sagði á borg-arstjórnarfundi á fimmtudagað varla gæti gefist betri tími til að selja ríkinu 44,5% hlut borg- arinnar í Landsvirkjun en einmitt nú, þegar ríkið hefði selt hluta sinn í ríkisbönkunum og hefði handbæra fjármuni. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur einnig viðrað þessa skoðun sína og eru Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R- lista, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, sammála borgarstjóra hvað þetta varðar. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, er ekki sömu skoðunar. Það sé mjög góð langtímafjárfesting að eiga í Landsvirkjun. „Eignarhlutur borg- arinnar í Landsvirkjun er með því traustasta sem hún á og eykur láns- hæfi borgarinnar,“ segir Björn. Hann segist ekki sjá nein rök fyrir því að ríkið eignist 95% hlut í Landsvirkjun. „Til að laga Lands- virkjun að breyttum aðstæðum ættu menn að setja sér það mark- mið að breyta fyrirtækinu í hluta- félag án eigendaskipta. Það myndi síðan auðvelda eigendunum, Reykjavíkurborg og öðrum, að taka ákvarðanir um önnur skref,“ segir Björn. Alfreð Þorsteinsson segir að Reykjavíkurborg hafi þegar geng- ist í ábyrgð fyrir um 40 milljarða króna vegna eignarhluta síns í Landsvirkjun, en verði ráðist í Kárahnjúkavirkjun mun ábyrgð borgarinnar fara upp í tæpa 90 milljarða. „Það er náttúrlega ansi stór biti fyrir borgina,“ segir hann og bendir á að nú sé starfandi eig- endanefnd þar sem fulltrúar eig- enda Landsvirkjunar, þ.e. Reykja- víkurborgar, Akureyrar og ríkisins fara yfir forsendur Landsvirkjunar og arðsemisútreikninga fyrirtækis- ins í tengslum við Kárahnjúka. Seg- ir Alfreð að komi í ljós að arðsemi af Kárahnjúkum sé viðunandi og að það brjóti ekki í bága við sveitar- stjórnarlög að Reykjavíkurborg bæti á sig þessari ábyrgð sjái hann ekkert athugavert við að borgin ábyrgist það sem kemur til viðbótar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hvað varðar hugmyndir um að breyta Landsvirkjun í hlutafélag segir Alfreð að það sé hugsanlegt að það verði gert eftir að ný raf- orkulög hafi tekið gildi. „Það er fyrst og fremst stjórnenda Lands- virkjunnar að meta hvort þeir ætli að láta félagið starfa áfram sem sameignarfélag eða hlutafélag. Ég vil ekki dæma um hvað sé rétt að gera í þeim efnum.“ Sigurður Ármann Snævarr borg- arhagfræðingur situr í eigenda- nefndinni fyrir hönd borgarinnar. Hann segir að nefndin muni skila niðurstöðum af sér í janúar, hún hafi komið í nokkur skipti saman til fundar. Það fari eftir því hvernig fjármögnun verði háttað hver ábyrgð borgarinnar verði. Í um- ræðunni hefur komið fram að Kára- hnjúkavirkjun kosti um 100 millj- arða og hefur ábyrgð borgarinnar verið talin um 45 milljarðar vegna 44,5% eignarhlutar hennar í Lands- virkjun. Alfreð leggur áherslu á að arð- semi borgarinnar af 45% eignarhlut í Landsvirkjun sé ekki mikil. Landsvirkjun gefi borginni 145 milljónir króna í arð árlega, meðan Orkuveita Reykjavíkur gefi tæpa 1,3 milljarða. Ekki hægt að bera arðgreiðslurnar saman Björn segir að ekki sé hægt að bera þetta saman þar sem borgar- yfirvöld hafi fært fé frá Orkuveit- unni yfir í borgarsjóð langt umfram það sem eðlilegar arðgreiðslur segi til um. Þá greiði Landsvirkjun Reykjavíkurborg ábyrgðargjald sem Orkuveitan geri ekki. Á árun- um 1996–2002 hafi borgin fengið rúmar 500 milljónir í ábyrðgar- greiðslur. Lánshæfi Landsvirkjun- ar hafi nýlega verið endurmetið og hækkað af alþjóðlegu matsfyrir- tæki sem hafði öll gögn um Kára- hnjúkavirkjun undir höndum. „Lánshæfi Reykjavíkurborgar styrktist vegna eignaraðildar á Landsvirkjun og nú þegar skuldir borgarsjóðs hækka um tvo millj- arða króna milli ára er annað brýnna fyrir borgaryfirvöld en veikja lánstraust sitt,“ segir Björn. Alfreð segir að eftir að sam- keppni verði tryggð á orkumarkaði, með nýjum raforkulögum, megi segja að það sé mjög óeðlilegt að borgin fari með svo stóra hluta bæði í Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á rúmlega 90% hlut í. Stefnt er að því að leggja frumvarp til raforkulaga fyrir Al- þingi fyrir jól en er það nauðsynlegt m.a. vegna tilskipunar Evrópusam- bandsins um innri markað ríkjum Evrópu, bæði innan EES. „Þar sem Orkuveitan langstærstan hlut af sinn til endursölu frá Landsvir segja að það sé mjög eð borgin losi sig út úr Land Orkuveitan er komin í sa við Landsvirkjun og auk þ borgin kannski á þessu f að halda í aðra hluti en láta inni í Landsvirkjun,“ segir Ekki óeðlilegt að fæ Sogsvirkjanir yfir ti Björn segir að frumvar orkulaga hafi ekki enn ko og það eigi eftir að koma í lj breytingar það hafi í för Ekkert í þeim spilum segi synlegt verði fyrir borgina ríkinu Landsvirkjun. Han telja að Íslendingar ættu að komast undan því a kvæma Evróputilskipinu sem hún sé miðuð við allt stæður en séu til staðar hé Alfreð segir að það verði Morgunblað Frá framkvæmdum við Vatnsfellsvirkjun í sumar: Deilt er um hv borgin eigi að selja eignarhlut sinn í Landsvirkjun en hann nemu Landsvirkjun v breytt í hlutaf Borgaryfirvöld vilja selja eignarhlu Reykjavíkur í Landsvirkjun en oddv Sjálfstæðisflokksins segir eignarhlut traustustu eign borgarinar, sem auki hæfi borgarinnar. Vilji menn laga La virkjun að breyttum aðstæðum eigi þ frekar að gera fyrirtækið að hlutafél Reykjavíkurborg hefur þegar gengist um 40 milljarða vegna eignarhlutans LÝÐRÆÐI OG LÍFEYRISSJÓÐIR Á fulltrúaráðsfundi Landssam-taka lífeyrissjóða, er haldinnvar í síðustu viku, var kynnt stefnumótun stjórnar Landssamtak- anna til næstu ára. Það er margt at- hyglisvert sem kemur fram í þeirri framtíðarsýn. Landssamtökin telja að á næstu tveimur áratugum muni líf- eyrissjóðum fækka verulega, ekki síst vegna aukinna krafna um stærðarhag- kvæmni og áhættudreifingu. Þá er því spáð að vægi almannatryggingakerf- isins í greiðslu eftirlauna muni minnka og að huga verði að hærri lífeyrisið- gjöldum, ekki síst vegna þess að lífs- líkur þjóðarinnar munu aukast. Þá er því spáð að um helmingur eigna lífeyr- issjóðanna verði í ávöxtun erlendis. Það sem hins vegar vekur hvað mesta athygli er eftirfarandi: „Stjórn- ir lífeyrissjóðanna verða ýmist skip- aðar með virkri þátttöku í fulltrúalýð- ræði eins og nú er eða með beinu vali sjóðfélaga. Með aukinni hlutabréfa- eign þurfa lífeyrissjóðirnir að gæta hagsmuna sinna í auknum mæli í þeim hlutafélögum, sem þeir eiga hluti í og þeir verða virkari en nú er á aðalfund- um hlutafélaga.“ Lífeyrissjóðir landsins velta gífur- legum fjármunum. Á miðju þessu ári voru heildareignir lífeyrissjóða innan LL um 660 milljarðar króna. Mismun- andi er hversu mikið af fé sjóðanna er bundið í hlutabréfum og raunar má hlutfall hlutabréfa í eignum lífeyris- sjóða ekki fara yfir 50% samkvæmt lögum. Það breytir ekki þeirri stað- reynd að hlutabréfaeign lífeyrissjóð- anna er mikil og vaxandi. Lífeyrissjóð- irnir eru mikilvægustu fjárfestarnir á íslenska hlutabréfamarkaðnum og raunar má velta fyrir sér hvort grund- völlur væri fyrir slíkum markaði ef þeirra nyti ekki við. Sjóðirnir eiga stóra hluti í mörgum fyrirtækjum. Til þessa hafa þeir hins vegar sjaldan haft virk afskipti af rekstri fyrirtækja, sem þeir eiga hlut í, til dæmis með setu í stjórnum þeirra. Að undanförnu hefur verið vaxandi umræða um það, að sjóðirnir ættu að vera virkari eigend- ur á hlutabréfamarkaði. Má nefna að nýlega setti Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, fram þá skoðun opinberlega. Morgunblaðið hefur tekið undir þessi sjónarmið en jafnframt ítrekað bent á mikilvægi þess að eigendur líf- eyrissjóðanna fái að hafa virkari áhrif á stjórn þeirra. Það er því fagnaðar- efni að stjórn Landssamtaka lífeyris- sjóðanna skuli taka undir þessi sjón- armið í framtíðarsýn sinni. Það er löngu orðið tímabært að fé- lagar lífeyrissjóðanna fái tækifæri til að kjósa stjórnarmenn beinu kjöri í stað þess að þeir séu tilnefndir af at- vinnurekendum og stéttarfélögum. Eftir því sem sjóðirnir vaxa og þar með áhrif þeirra á fjármálamarkaði, ekki síst í gegnum hlutabréfaeign, verður enn mikilvægara að lýðræðis- legar aðferðir séu notaðar. Rétt eins og lífeyrissjóðirnir eiga kröfu á að gæta hagsmuna sinna í almennings- hlutafélögum með stjórnarsetu eiga sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum rétt á að hafa áhrif á hvernig stjórn sjóðanna er háttað. SAMKEPPNI OG EINOKUN Það hefur alltaf verið erfitt aðtryggja raunverulega samkeppni á Íslandi. Því veldur fámenni þjóðar- innar og smæð markaðarins. Reynsl- an er sú í hverri atvinnugreininni á fætur annarri að ekki er pláss nema fyrir 2–3 fyrirtæki í hverri grein. Í sumum tilvikum getum við þakkað fyrir að markaðurinn standi undir einu fyrirtæki. Þessi veruleiki er skýring á þeirri þróun til samruna og sameiningar fyr- irtækja, sem hefur verið áberandi síð- ustu árin. Þessa þróun mátti sjá fyrir. Fyrir um tveimur áratugum hvatti Morgunblaðið til sameiningar fyrir- tækja í færri og stærri einingar og taldi það forsendu fyrir öflugra at- vinnulífi. Rökin fyrir þeirri hvatningu eru enn til staðar. Með stærri og öfl- ugri fyrirtækjum hefur þjónusta við neytendur batnað. Það er t.d. enginn vafi á því, að miklar framfarir hafa orðið í smásöluverzlun á Íslandi síð- ustu 10 árin. Þessar verzlanir eru nær því, sem við þekkjum frá útlöndum og þörfin fyrir að fara í sérstakar verzl- unarferðir til nærliggjandi landa er ekki jafn mikil. Um leið og vöruúrval hefur aukizt hefur líka skapazt meiri breidd í verði, sem er jákvætt. Miklar framfarir hafa orðið í þjón- ustu fjármála- og tryggingafyrirtækja við viðskiptavini sína og er sú þjón- usta nú mun nær því sem þekkist í öðr- um löndum. En um leið og þróun í átt til samein- ingar og stærri fyrirtækja hefur orðið neytendum og viðskiptavinum til hagsbóta að þessu leyti eykst hættan á því að hún leiðist út í öfgar og að í stað samkeppni komi einokun. Það er stutt bil á milli samkeppni tveggja öflugra fyrirtækja í sömu at- vinnugrein og að þau með einum eða öðrum hætti dragi úr samkeppni sín í milli og stuðli þannig að því að viðkom- andi þáttur viðskiptalífsins taki á sig mynd einokunar. Það hefur alltaf verið tiltölulega auðvelt að einoka íslenzka markaðinn á ýmsum sviðum. Einangrun landsins og fjarlægð milli landa á stóran þátt í því. Kaupfélögin voru mörg hver ein- okunarfyrirtæki hvert á sínu verzlun- arsvæði. Íslenzkir neytendur standa ber- skjaldaðir frammi fyrir beinni og óbeinni viðleitni fyrirtækja til þess að skapa einokunarástand á þessum litla markaði. Það er orðið brýnt að samkeppnis- yfirvöld veiti markaðnum á flestum sviðum aukið aðhald. Að vísu virðist þess ekki þörf í bóksölu síðustu vik- urnar fyrir jól. Sennilega er ekki hægt að finna harðari samkeppni í nokkurri grein viðskiptalífsins en í bóksölu en sú samkeppni er hins vegar mjög tímabundin. Það er betri kostur að efla aðhald og stuðla að aukinni samkeppni en standa frammi fyrir því eftir nokkur ár að fákeppni hefur smátt og smátt orðið að einokun. Það er ekki æskilegt úrræði fyrir stjórnvöld að þurfa að brjóta upp fyrirtæki eins og hvað eftir annað gerðist í Bandaríkjunum á 20. öldinni, bæði snemma á öldinni og líka á síðari hluta hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.