Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR 3. TBL. — 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 9. MARZ — NR. 70. TIMANS Arnþór Þorsteinsson verksmiðjustj óri Vinur minn og samstarfsmaður um margra ára sfceið, Arnþór Þor- steinsson, framikvæmdastjóri, varð bráðkvaddur á heimili sínu, mánu- dagskvöldið 31. janúar s.l.. Arnþór fæddist að Grófarseli í Jökulsárhlíð, 28. feibrúar 1903, son ur hjónanna Jónínu Guðrúnar Arn grímsdóttur og Þorsteins Ólafsson- ar, 'bónda þar. Með foreldrum sín- um fluttist Arnþór til Seyðisfjarð- ar árið 1905 og ólst þar upp. Nám stundaði hann í unglingaskóla Karls Finnbogasonar á Seyðisfirði og lagði auk þess stund á nám utan skóla. Snemma hneigðist hug- ur Arnþórs til verzlunarstarfa, sem hann helgaði sitt æviskeið, með miklum árangri fyrir þá, er hann vann fyrir. Verzlunarstörf hóf Arnþór hjá fyrirtækinu Nathan & Olsen á Seyðisfirði og gegndi þar útibús- stjórastarfi um tíma, eða þar til hann fluttist til höfuðstöðva fyrir tæikisins í Reykjavik, og vann þar til ársins 1930, er hann tók við framkvæmdastjórastarfi við Öl- gerðina Þór, sem þá var stofnsett. Við sameiningu ölgerðanna 1932, tók Arnþór við skrifstofustjóra- starfi hjá Ölgerðinni Egill Skalla- grímsson. Þegar Mjólkursamsalan er sett á stofn, í ársbyrjun 1935, er leitað til Arnþórs, og veitti hann henni forstöðu þar til um haustið sama ár, að hann tekur við starfi sem skrifstofu- og sölustjóri við verksmiðjur Sambandsins, Gefj- unni og Iðunni á Akureyri, sem þá voru í örum vexti. Við fram- kvæmdastjórn Gefjunnar tók Arn- þór árið 1952, en gegndi jafnframt ýmsum störfum fyrir Iðunni. Kynni okkar Arnþórs hófust, er hann gerðist starfsmaður Sam- bandsins, og er mér ljúft að geta þess, að ég á aðeins góðar og bjartar minningar um samstarf oikkar, sem hefur verið mjög náið um nærfellt 20 ára skeið, við upp- byggingu iðnaðar samvinnufélag- anna á Akureyri. Arnþór hafði bjargfasta trú á að iðnað væri hægt að reka með góðum árangri í landinu, en á þeim vettvangi hafa skipzt á skyn og skúrir, eins og menn vita, er til þekkja. Aldrei lét þó Arnþór bilbug á sér finna og tvíefldist við hverja raun. Hann hlífði sér hvergi, svo sem títt er um mikla athafnamenn, þegar yfir- stíga þarf erfiðleika, en það tókst Arnþóri jafnan giftusamlega. Arn- þór var mikill starfsmaður og helg aði sig starfinu öllu framar, sam- vizkusamur og góður stjórnandi. Þótti hann stundum harður í horn að taka, en réttlátur vildi hann vera, og kunni starfsfólk hans það vel að meta. Mikilhæfir menn eru jafnan umdeildir, en gott hjarta- lag Arnþórs skóp lionum virðingu og traust á vinnustað, og mun hans sárt saknað þar, enda verður sæti hans vandfyllt. Auk starfa sinna fyrir samvinnu félögin, vann Arnþór mikið að fé- lagsmálum á Akureyri. Hann var í bæjarstjóm Akureyraf um árabil, sem fuUtrúi Framsóknarflokksins. Hann var í stjóm Útgerðarfélags Akureyrar h.f. og Laxárvirkjunar. Arnþór hafði yndi af að vinna, og gekk að hverju verfd með atorku og dugnaði, og trúlega meira af vilja en mætti hin síðari ár, og sérstaklega s.l. ár, eftir að heilsan fór að bila. Aldrei voru taldar vinnustundirnar, þegar verk var fyrir hendi, sem þurfti að ljúka. íþróttir stundaði 'Arnþór mikið á sínum yngri árum. Hann var góð- ur knattspyrnumaður og golfleik- ari. Arnþór hafði gaman að lax- veiði og var þar kappsfullur, sem við hverja aðra iðju, en því miður var það alltof sjaldan að hann gæfi sér tíma til að skreppa og glíma við laxinn. Þegar aðrir fóru i sumarfrí í verksmiðjunum, var margt sem lagfæra þurfti eftir starfsárið, svo að í lagi væri þeg- ar vinna hófst aftur að fríi loknu. Ég hefi átt þess kost að vera með Arnþóri á árbakkanum, og hef ég notið þeirra stunda í ríkum mæli. O

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.