Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 2
Margrét Jónsdóttir skáldkona Þegar ég frétti lát Margrétar Jónsdóttur, skáldkonu, 9. þ.m. gerði ég bæði að gleðjast og hryggjast. Gleðjast vegna þess, að löngu þjáningastriði var lokið, en hryggjast vegna þess, að enn var einn samherjinn horfinn af sjónar sviðinu. Ég hafði þekkt hina látnu meir en hálfa öld og við starfað að sömu hugðarefnum árum sam an, svo að margs er að minnast, þegar litið er yfir farinn veg. Ég vil því festa hér á blað helztu atr- iði 'úr lífssögu þessarar þjóðkunnu menkisbonu. Margrét Jónsdóttir fæddist að Árbæ í Holtum, Rangárvallasýslu, 20. ágúst 1893. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, af skagfirzk- um ættum, þá sikrifari hjá Páli Briem, sýslumanni í Rangárvalla- Arnþór var fróður um marga hluti og -kunni vel að segja frá. Hann var hagmæltur vel og kunni mik- ið af ljóðum og vísum. Listrænn var hann í eðli sínu og hafði gam- an af að fara með liti, en ekki lét hann mikið á því bera. Þó að við gæfum okkur ekki tíma til að hitt- ast úti í náttúrunni nema örsjald- an. var ég tíður gestur á heimili Arnþórs og Guðbjargar konu hans, þegar ég gisti Akureyri, vegna starfs míns. Að loknum venjuleg- um starfsdegi hittumst við og ræddum sameiginleg viðfangsefni. Um þau var Arnþór alltaf reiðu- búinn að tala. Ég þakka þær stundir og konu hans þolinmæði og frábæra gestrisni. Arnþór var slíkur maður, að ég veit að hann mundi ekkert kæra sig um að ég væri með nokkra viðikvæmni í orðum þsim, sem ég léti frá mér fara á kveðjustund. Það væri honum ekki að skapi, sýslu, og Stefanía Jónsdóttir, ráðs- kona á sýslumannssetrinu. Hún var af vopnfirzkum ættum. Þau Jón voru heitbundin, en forlögin ætluðu þeim ekki langar samvist ir. Bæði voru þau vel gefin og vel að sér. Jón fluttist til Akureyrar haustið 1894, með Páli Briem, þeg ar hann var skipaður amtmaður og varð síðar bóndi á Hofgörðum í Staðarsveit, en Stefanía varð áfram í Rangárvallasýslu með barnið og vann þar fyrir sér á ýmsum bæjum þar og í Árnes- sýslu, oftast við ráðskonustörf. Hún var eftirsótt til slíkra starfa, vegna hæfni sinnar og kunnáttu. Hún hafði verið við nám tvo vetur í kennaskólanum að Ytriey, þeg- ar Elín Briem var þar íorstöðu- kona. Og það var hún sem réð (karlmenni sem hann var. Við sam- starfsmenn hans og vinir, verð- um að sætta okkur við það óum- flýjanlega. að guð almáttugur hef- ur tekið frá okkur dreng góðan. í þess orðs fornu merkingu, fyrr en ætla mátti. Samvinnuhreyfingin í landinu sér á bak einum sinna dugmestu manna. sem hefur lagt drjúgan skerf af mörkum á vogarskál henn ar með þróttmiklu starfi um rúm- lega 35 ára skeið. Samvinnumað- ur var Arnþór í hugsjón og raun. Samvinnusagan mun geyma nafn hans. Ég og fjölskylda mín. vottum eftirlifandi konu Arnþórs, Guð- björgu Sveinbjarnardóttur, dóttur þeirra Sigríði og sonum Jóni og Kristni, og öðrum ættingjum, inni- legustu samúð dkkar. Þér kæri vinur óska ég farar- heilla. Harry Frederiksen. Stefaníu fyrir ráðskonu hjá bróð ur sínum, sýslumanninum í Rang- árvallasýslu, að Árbæ. Margrét ólst upp með móður sinni við milkið ástríki og um- hyggju. Þær héldu alltaf saman heimili, mæðgurnar, þar til Stefa- nía andaðist 96 ára, árið 1956. Snemma bar á því að Margrét væri bæði gáfuð, námfús og bók- hneigð. Þá var enginn barnaskóli í sveitum en móðir Margrétar var mjög vel að sér og lét sér mjög annt um uppfræðslu dótturinnar og efldi lestrarfýsn bennar og bók hneigð. Samkvæmt eigin frásögn las Magrét mest ljóðabækur og ís- lendinigasagurnar í bernsku sinni. 17 ára gömul fór Margrét í Kvennaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan eftir tvö ár. Um það leyti fluttust þær mæðgur til Reykjavíkur og áttu þar heimili jafnan siðan. Að skólagöngu lok- inni fékkst Margrét við barna- kennslu á vetrum en var í kaupa vinnu á sumrin. Síðan fékk hún góða stöðu við skrifstofustörf hér 1 borginni. En hún undi ekki við þau störf. þau fullnægðu ekki hug sjónum hennar og menntaþrá. Þess vegna hóf hún nám f Kenn- arskóla íslands 1924 og útskrifað- ist þaðan 1926, með ágætiseink unn. Sama ár varð hún kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík og síðan við Austurbæjarskólann til ársins 1944, að hún varð að hætta kennslu vegna sjúkleika og dvaldi þá nokkur ár í sjúkrahús- um. Meðan hún var við kennslu fór hún tvívegis til útlanda og dvaldi þá bæði í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku, til þess að afla sér meiri þekkingar í uppeldis- og fræðslu málum. Eftir sjúkrahúsvistina náði Margrét sæmilegri heilsu, treystist 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.