Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 32
Sjötugur: Páll Pálsson Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja $n fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. E.B. ■Þessar ljéðlínur E.B. urðu mér efst í huga, er við Páll höfðum raibbað saman litla kvöldstund og hann sagt mér sitthvað af langri og viðburðaríikri ævi. Æviferill Piáls hefur ekki verið blómum stráður, þótt því sé ekki að leyna, að hamingjan hefur einnig orðið á veigi hans. Við harðrétti sleit hann barnsskónum og það féll í hans hlut að alast upp á sveit til þess aldurs, er hann varð fær um að sjá um sig sjálfan. Ungur var hann fátæktar og þrældóms- ins brennimarki brenndur, en hann var strax bráðþroska og hraustbyggður og stóð þannig bet- ur af sér erfiðleika uppvaxtarár- anna. Sextán ára fékk hann spönskuveikina og hefur þá bilazt fyrir brjósti, því að niu sinnum er hann búinn að liggja í lungna- bólgu. En vsrst hefur giktin farið með hann. 'Ungur tóik hann þenn- an algenga sjúkdóm, sem er af- leiðing of mikillar vinnu og erf- iðra daga, og nú er hann með mjög mikla kölkun í balki og geng- ur aldrei heill til skógar. 'En þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur Páll háð lífsbaráttuna með þeim ákveðna ásetninig að láta ekki basl- ið drepa úr sér dug. Hefja upp- reisn gegn andstreyminu, en þakk- látur öllum góðum öflum, sem hafa rutt honum braut. Páll fæddist á Gaddstöðum á Rangárvöllum 2. fiebrúar 1902. For eldrar hans voru Páll Jónsson og Salvör Jensdóttir. Þau hjón eign- uðust 13 börn og er Páll ellefta í röðinni. Öll náðu þessi systkini fullorðins aldri nema ein stúlka. sem dó 13 ára, en Páll segir, að 32 bifreiðastjóri hún hefði dáið úr leiðindum, en hún var ein úr þessum stóra hópi, sem alin var upp á sveit. Tveggja ára var Páll fluttur að Odda á Rangán'öllum til séra Skúla Skúla sonar og frú Sigríðar Helgadóttur. Þar dvaldi hann til fimm ára ald- urs. Páli þótti sr. Skúli harður húsbóndi, en Páll segist strax hafa verið ódæll og orðhvatur en séð strax barn að aldri, að ef hann sýndi ekki hörku og harðfengi, yrði hann aldrei sjálfbjarga mað- ur. Frú Sigríður var góð við þenn- an unga svein og minnist Páll hennar með hlýju. Fimm ára flutt- ist svo Páll að Fróðholtshjáleigu og var þar til 16 ára aldurs. Hús- bændur hans voru þau Einar Sig- urðsson og Guðrún Hildibrands- dóttir. Þarna var lögferia yfir Þverá og var á bak við það mikið starf og oft mikil vosbuð. Þarna kom sér vel karlmennska Páls því krafta oig harðfengi þurfti oft í þessu starfi. Páll segir svo um veru sína í Fróðholtshjáleigu að Einar hafi haldið fólki fast að vinnu og þar hafi hann unnið vægðarlaust. En sú var bót í máli að á þessu heim- ili var nóg að borða og Guðrún góð húsmóðir. Hún var mín móðir segir Páll og breytir allur um svip. Frá 16 til 29 ára aldurs vinnur Páll öll algeng störf og er á ver- tíðum í Vestmannaeyjum í mörg ár og stundar þá sjóróðra á ára- bátum. Páll er með stærstu mönn- um og þrekinn vsl enda var hann talinn tveggja manna maki og vel það þegar hann var upp á sitt bezta. Á þessum árum segist Páll hafa verið frekar laus í rásinni, en hugsað um að skulda engum neitt og standa klár að sínu, um veraldarauð sinnti hann ekki og Bakkus var oft ágengur á það sem afgangs var. Páll er í eðli sínu friðsamur, en ungur að árum mun hann hafa haft gaman af áflogum og tuski, en ekki veitzt að öðrum að fyrra bragði, en ýtt óþyrmilega frá sér ef að honum var ráðizt. 1929 verða þáttaskil í störfum Páls. Þá fer hann að stunda bifreiðaakstur og hefur það orðið hans ævistarf síðan, þótt fleiru hafi hann brugð- ið fyrir sig öðru hvoru. Vörubíla- akstur stundar hann svo í sínu heimahéraði fram um 1940. Þá var hann ráðsmaður á Lágafelli hjá Thor Jensen mestan hluta ársins 1939. Þar líikaði honum vel að vera og á þaðan góðar minningar. Eftir það fluttist Páll hingað til Reykja- víkur og hefur átt hér heima síð- an. Um alllangt skeið ók Páll áætlunarbílum bæði fyrir B.S.R. og Halldór Jónsson. S.l. 20 ár hef- ur Páll verið sjálfseignarbílstjóri á B.S.R. og á þessum árum höfum Frh á bls 31 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.