Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 25
Metúsalem J. Kjerúlf Hrafnkelsstöðum Fæddur 14. janúar 1882 Dáinn 12. desember 1970. Elsku afi minn. „í»á er ég heyri góðs manns get- ið, mun óg ætíð minnast hans“. Ef þú hefðir fengið að líta dagsins ljós rúmu ári lengur, hefðir þú orðið 90 ára 14. janúar 1972. Ég vil því á þessum tímamót- um og ætíð síðar gera þessi fallegu orð fornklerksins að mínum og langar til að minnast þín með ör- rfáum orðum. Því þótt líkami þinn sé til foldar hniginn, þá mun þín hreina og göfuga sál eigi annan bústað sér eiga en þar. sem eilíft sumar rí'kir og andi góðra vætta svífur yfir vötnum, og því munt þú skynja þessi fátæklegu orð mín og huga minn til þ.ín. Þess vegna tala ég fyrst til þín, eins og þú stæðir hjá mér í fullu fjöri. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst mér og öðrum ætíð góður og raunar öllu því, sem lífsanda dró. Þú áttir stórt hjarta sem aldrei brást í samskiptum þínum við menn og málleysingja“. Afi minn. Metúsalem Jóns- son Kjerúlf, fæddist 14. jan. 1882, að Melum i Fljótsdal. Foreldrar hans voru Jón Andrésson Kjerúlf bóndi á Melum og Aðalbjörg Metú- salemsdóttir, hins sterka, er 'bjó í Möðrudal. Kona Metúsalems og amma mín var Guðrún Jónsdóttir, skaftfellsk að ætt. fædd 4. apríl 1884, að Hólum í Hornafirði. Gengu þau í hjónaband 25. júní 1904. Þau eignuðust sautján börn. níu drengi og átta stúlkur og náðu tólf, þeirra fullorðinsaldri. Elzt þeirra varð Aðalbjörg, móðir mín, fædd 16. apríl 1906 dáin 2. nóv. 1949. Auk þess ólu þau upp fóstur- börn. Árið 1904 losnaði jörðin Hrafn- kelsstaðir úr ábúð, sem þá var í eigu Skriðuklausturs. Um jörðina sóttu, Elías Jónsson bóndi á Aðal- bóli, Pétur Stefánsson seinna bóndi í Bót og Metúsalem .1. Kjer- úlf. Þeir Elías og Pétur drógu til baka umsókn sína vegna þeirra kvaða er á jörðinni hvíldu, að þar skyldi vera lögferja yfir Jökulsá. Metúsalem, sem þá var á Melum, fékk því ábúð á jörðinni, hóf bú- skap árið 1904, og kom það þvi í hans hlut að annast ferjuhaldið, ásamt Páli bróður hans, sem átti heimili á Hrafnkelsstöðum og son- um sínum, þegar þeir komust á legg. Ferjuhaldið var oft mjög eril- samt og sinna varð ferjukalli hvernig sem heimilisástæður voru, jafnt á nótt sem degi og hríðar- veðri að vetri, sem brakaþerri á sumri. Sagt hefur mér Gunnlaug- ur, sonur Metúsalems, að eitt sinn í bezta heyþurrki hafi hann þurft að ferja tíu sinnum yfir Jökulsá þann sama dag. Var hann við hey- þurr'k nokkuð frá ferjustaðnum og var hann jafnan nýbúinn að grípa hrífuna eftir síðustu ferð, þegar aftur var kallað á ferju, og bar starf hans við heyskap eigi stóran ávöxt þann dag. Mjcg mikið þurfti að ferja af búvörum alls konar bæði vor cg haust, fyrir bændur á norðurbyggð í Fljótsdal og efra Jökuldal. Um langt skeið var sá háttur hafður á að reka sauðfé frá nokkrum bæjum á austurbyggð í Fljótsdal til afréttarlanda vestan Jckulsár, yfir sumarið. Þurfti þá að ferja féð, sem jafnan var mjög margt. yfir ána, vor og haust. í riti Sögufélags Austurlands, Múla- þingi þriðja hefti, þar sem Metú- salem skrifar um ferjuhald á Jök- ulsá, getur hann þess, að vorið 1917 hafi frá sex búum þurft að ferja yfir ána 1385 kindur full- orðnar, auk lamba. Þess skal getið, að gjald var tekið fyrir að ferja, sem varla gat þó talizt hátt, miðað við ónæði og vinnutap, sem af þessu leiddi og hafa þurfti hesta gjarnan á húsi vegna þessa. T.d. var gjaldið árið 1917, tíu aurar fvrir hestburð af vörum, fimm aur ar fyrir kind að vorlagi, átta aur- ar að haustlagi og einn eyrir fyrir vorlamb, en misbrestur yarð á greiðslu ferjugjalda. Þar, sem um svona mikla flutninga var að ræða yfir ána og róa þurfti ferjunni, ákvað Metúsalem að revna að létta á ferjuhaldinu með því að láta ár- strauminn fleyta ferjunni yfir, fram og til baka. Skrifaði hann árið 1917 kaupmanni í Kaup- mannahöfn og bað hann að út- íslendingaþættir 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.