Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 10
VWlWiWWMlVWlWMMWlWWWWWWWWWI WWWWVWWWMWMWWWWVWMWMWVWWVMW Kapitol og kvefaðir forsetar Fyrir nokkrum vikum stóð nýkjörinn Bandaríkjaforseti á tröppum þinghúss lands síns, Capitol, á eiðtökudegi sínum. Tugþúsundir manna, hvítra og dökkra, bylgjuðust á torginu fyrir framan hið fagra hús og hylltu leiðtoga sinn í kalsanum. En Lyndoni B. Johnson liafði orðið sú flónska á, á leið sinni um troðfulla Pennsyl- vania Avenue, að glæpast frakkalaus og hattlaus í röku og köldu vetrarveðri þessa byggðarlags, sem getur þó ver- ið býsna heitt og mollulegt að sumarlagi. En Johnson karlinn hafði það fyrir að fara út í þetta veður snöggklæddur, að hann kvefaðist hastarlega og var honum dembt í spítala um- svifalaust, og er slíkt engan veginn gott fyrir einn forseta. Enda varð hann af lystitúr til London til að standa yfir mold- um Winstons gamla. En Johnson hefði svo sem mátt vita betur og gat varað sig á þessu. Það hefur nefni- lega komið fyrir áður, að for- setar hafa fengið í sig slæmsku við þessa athöfn; gott ef einn þeirra fékk bará ekki lungna- bólgu og deyði drottni sinum. Forsetafrúrnar tala ég nú ekki um. 1 En gaman hefði verið að vera staddur framan við þinghús Bandaríkjanna þennan dag, þrátt fyrir suddaveður. Capitol er ævinlega ósvikið augnayndi; það er ein fegursta bygging veraldarinnar. Fyrir eigi allfáum árum átti ég þess kost að koma í Capitol, og skoðaði ég það nokkrum sinnum eins vel og mér gafst kostur á. Síðan verður þess þingræðishöil mér ógleyman- log. í fyrsta skiptið tókst ég á hendur langa göngugerð eftir Pennsyivania Avenue, forseta- strætinu mikla. Stefndi frá Hvíta húsinu til þinghússins, en það er býsna langur spölur. Kúpull þinghallarinnar gnæfir yfir umhverfi sitt, og tign og glæsileiki hússins hreif hugann föstum tökum, þegar það kom allt í augsýn. Þarna reis þessi veglega höll og bar við him- in, skjannahvít, byggð úr sand- steini og marmara, hver tigna hæðin af annarri upp í hið mikla hvolfþak, en efst á því stytta frelsisgyðjunnar, en topp ur hennar er 93 metra yfir jafnsléttu. Öðru sinni bar mig að Capi- tal eftir The Mall. Það er geysi- mikið skrúðgarðahverfi, eitt hið veglegasta i heiminum. Er svæði þetta og skipu lag þess að verulegu leyti þakkað sjálf- um Georg Washington, fyrsta for- §§§ setanum og L’Enfant, frönsk- um arkitekt, sem skipulagði Washingtonborg. í The Mall skiptast á fagrir skrúgarðar, af- langar tjarnir eða vötn og minnismerki vegleg. Rétt hjá er Tidal Basin, tjörn inn úr Potomac. Þar blómstra á sumri hverju mjallahvít kirsuberja- trén; fegurst blóma; gjöf frá Japan. Við annan enda þessara miklu garða og vatna gnæfir Capitol, en við hinn Lincoln Memorial, minnismerki Abra- hams Lincolns. Stytta mikil af forselanum drottnar þar í húsi, sem gert er í hellenskum hofs- stíl, með háum súlum. Minnis- merkið var vígt 1922. Það stend Ur náiega á bökkum Potomac- fljóts. Varla hefði ég litið feg- . urra útsýni í stórborg en um Mall-garðana endilanga. Ná- lægt miðju þeirra gnæfir Was- hington Monument, minnis- merki forsetans, sem borgín heitir eftir. Það er 170 metra hár óbeliski með miklu útsýni yfir borg og nágrenni, en Was- hington er mjög fÖgur borg, og er frábrugðin flestum banda rískum borgum í því, að þar eru ekki skýskafar. Capitol stendur á hæð nokk- urri fyrir enda skrúðgarðanna miklu, eins og áður sagði. Það er byggt í sterkum ný-antisk- um stil, með korinthinskum súlnagöngum og liellenskum hofagöflum. Tilkomumesti hluti byggingarinnar er hinn gífur- legi og dásamlegi kúpull með styttu frelsisgyðjunnar á toppi. Framhlið hússins er 230 metra löng. Miðhlutinn var reistur á árunum 1793-1827, en hliðarálmurnar 1851-1859. Við kúpulinn var lokið 1865, sama árið og Þrælastríðinu lauk og Lincoln var myrtur, þar skammt frá. Það er tákn- rænt, að kúpullinn var ófull- gerður á dögum þessarar blóð- ugu borgarastyrjaldar, en var fullgerður þegar sigur var unn- inn og líf ríkjasambandsins tryggt. Ef til vill mætti líka tWMMMMWMMWWMW*WWMWWWW%MMMWt*MM*WW*WWW*W*W***W***WWM*MMW 234 SUNNUDAGSBIAB m ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.