Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 18
innan tíðar mjög vinsamlegt svar frá einhverjum Alfred Nobel. Bar- ónsfrúin fullvissaði hana um, að þetta mundi vera sá sami Nobel og hefði fundið upp dynamitið.. I?að varð úr, að Bertha fór til Par- ísar að hitta þennan Nobel að máli.. i Er þau hittust Bertha og Nobel, brá þeim heldur betur í brún. Hún sá samstundis, að hér var ekki um roskinn mann að ræða, heldur miðaldra unglcgan mann 43 ára, með dökkt alskegg, sem virtist við fyrstu sýn viðfeldinn, en hlé- drægur. Nobel stóð hér frammi fyrir, ekki miðaldra konu, heldur glæsilegri ungri konu, aðeins 33 ára, með góðlátan glampa í dökk- brúnum augum. Alfred Nobel, sem nú var orð- inn fjáður maður og frægur (en staðfastur piparsveinn), bjó í skrautlegu stórhýsi, búið hinum fegursta búnaði og þægingum inn- anhúss. í þjónustu sinni hafði hann frægan matsvein, scm hafði þó sjaldan tækifæri tii að sýna hæfni sína sem slíkur, þar eð Alfred Nobel neytti mjög fábrot- ins matar vegna magakvilla, sem mun hafa stafað af innöndun skað- legra efna, er hann vann að til- ráunum sínum. Víkur þá aftur að fyrstu skipt- um þeirra Berthu og Nóbels. Eftir að hafa virt hvort annað og metið og heilsazt virðulega, kveðst hann ætla að aka henni til gistíhúss, þar sem hann ætlaði henni bú- setu. Að því loknu bauð hann henni til morgunverðar. Á meðan þau neyttu máltíðarinnar, talaði hann um stjórnmál og listir, hverf- ulleik lífsíns og framtíð og horfur mannkynsins. Ilann veitti því brátt athygli, að hún var áhuga- samur áheyrandi og.allvel að sér. Morguninn eftir, settist Bertha við vinnuborð sitt i einkaskrif- stofu Nobels. Sú innsýn er Bertha, — sem cinkaritari Alfreðs Nobel — fékk í framleiðslu skotfæra og ann- ars vígbúnaðar, fékk þegar i stað mjög á hana. — Hún fylgdist með því, á hvern hátt samstaJ'fsmenn Nobels höfðu vak- andi augu á framvindu stjórn- mála i heiminum og hvemig þeir leifcuðust við að kófna sér í mjúk- inn hjá hinum herskárri öflum þjóðanna vegna væntanlegrar sölu sprengiefnis. í raun og veru var Nobel sjálf- ur barn sinnar aldar. Hann var í innsta eðli sínu veglyndur maður, sem hafði óbifandi trú á framtíð- armöguleikum mannkynsins til hins betra. Hann gaf fjárfúlgur til ýmissa stofnana, en átti til að fara um þær háðulegum orðum á eftir. Þannig var skápferli hans. Sem einkaritari hafði Bertha ær- inn starfa, sem átti hug hennar; samt gat hún aldrei gleymt Arthur Suttner vini sínum. Hún fékk næstum daglega bréf frá honum, og systur hans skrifuðu henni, að hann færi mikið einförum og væri vart mönnum sinnandi. Þá var það einn daginn, — en Nobel var þá einmitt staddur í Stokkhólmi að korna á fót nýrri dynamitverk- smiðju, — að Bertha fékk bréf frá Arthur, cn þar stóð meðal ann- ars: ,,Ég get ekki lifað án þín“. Þá tók Bertha lokaákvörðun. Hún reit Nobel nokkrar linur, þakkaði hon- um samveruna og alla velvild og bað hann að misvirða ekki, að hún færi svo fyrirvaralaust úr þjón- ustu hans. Hún veðsetti einasta skartgrip sinn, nisti, og keypti sér farmiða með fyrstu hraðlest til Vinar. Skömmu síðar voru þau Arthur gefin saman í lítilli sveitakirkju, án vitundar foreldra Arthurs. — Strax að lokinni vígslunni fóru þau til Mingrelien, sem var lítið kákasískt furstadæmi, nýlega gengið Rússum á hönd. Hveitibrauðsdagar þeirra hjóna í Mingrelien stóðu í níu ár. Arthur vann í skrifstofu hjá veggfóðurs- fyrirtæki í bænum, en Bertha leið- beindi dætrum yfirstéttarfólks í söng og músik. Allan þennan tíma höfðu þau aðeins til hnífs og skeiðar. Þegar Rússar sögðu Tyrkjum stríð á hendur árið 1877 varð þetta litla fursladæmi óumflýjanlcga að taka þátt í þeim hildarleik. Bertlia var þess ásjáandi. er ungir menn í blóma lífsins fóru áleiðis til vígstöðvanna. Hún sá þá einnig suma hvei-ja, ér þeir komu aftur helsærðir í hjúkrunar- vögnum. Hún hughreysti sorg* Bertha von Suttner mæddar rnæður og aðra aðstand- endur, sem höfðu orðið að sjá á bak ástvinum. Þá aðstoðaði hún í sjúkrahúsi bæjarins og gekk um beina í matstofu hermannanna. Á uppvaxtarárum sínum í Vínar- borg, gerði hún sér ekki grein fyrir því, hvílíkur ógnvaldur allur hernaður var í raun og veru. Hún varð þess vísari í Vin, að heim komu úr hernaði ungir menn í fullu fjöri með ótal heiðurs- og afreksmerki og sýndu sig í spegla sölum stórborgarinnar x dansi og öðrum gleðskap. En nú stóð hún andspænis raunveruleikanum. Hún fylltist viðbjóði og liryggð í garð þeii-ra stjórnmálamanna og hershöfðingja, sem voru frum- kvöðlar slikra ódæðisverka. Það olli henni hugarangurs að geta ekkert aðhafzt sjálf. Hinn fjölgáfaði maður hennar, Arthur, sá sér hér leik á borði. Hann hóf nú að rita nokkra greina flokka um gang stríðsins og aflcið- ingar þess, er hann seldi dagblaði einu í Vínarborg. Eftir lok styrj- aldarinnar skrifaði hann nokkrar frásagnir um lif og starf með- bræði-a sinna i Kákasus. Var hann þannig áður cn hann gerði sér Ijóst oi'öinn víðlesinn og virtur ritliöfundui'. Bertha vildi ekki standa að baki manni sínum i þessu efni. Hún ski-ifaði gi-einar, er hún ncfndi: „Staða konunnar og álit heunar á styi-jöldum“. Sendi huu þessa ritsmíð blaðinu „Presse" i 042 etfNNUDAGSBLAÐ - AiÞÝDUBtADIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.