Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 19

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 19
Vín. Svarið var uppörvandi og 20 flórínur í reiðu fé. Þannig skrifuðu þau hjónin íjölda greina og smásagna, meðan þau dvöldu í Kákasus. Árið 1885 sneru þau aftur til Vínar. Höfðu þá foreldrarArthurs samþ^'kkt að taka þau í sátt. son- inn og tengdadótturina. Á heimili þeirra barónshjónanna stóð þeim til reiðu glæsileg íbúð, einmitt þar setn hlð rómantíska ástarivintýri beirra byrjaði $vo sorglega. Prú Bertha Suttneí og Alfred Nobel höfðu um úrabil skiprt á óréfum og rætt hugðaréfhi sín eins og fyrrum í París. Nobel hafði fvlgzt með frama þeirra hjóna á rithöfundaferli þeirra, og hú bauð hann þeim að heimsækja sig til Parísar, sem þau þágu. ATú ald'irinn rist sínar rúnir á Nobel. Hann var orðinn gráhærður og ennþá þúnglýndari en áður, en var sami rausnarlegi Restgjafinn. Hann sýndi þeim einkarannsóknarstofu sína og út- skvrði tilraunir sínar. Þá fór hann 'neð þau í bókhlöðu sína, þar sem •neiri hluti bóka voru tæknileg fræðirit, stjórnmálasögur og rit. Þar var spjallað og rökrætt, meðal annars bar Bismarck á góma og hvort líkur væru á nýrri stórstyrj öld. Það fór hrollur um frú Berthu, er hún sá. live ábyrgðarlaust Nobel 8at, að því er virtist, rætt um tortímingu mannslífa og verð- niæta. I París komst frú Suttner fyrst 1 kynni við svonefnda friðar- i’reyfingu, sem hafði að markmiði, !|d allar albióðadeilur skyldu ^afnaðar með gerðardómi. Bertha gaf sis á hönd þessa málefnis af lffi oe sál. Nobel hrósaði barónsfrúnni fyr ir hugmyndaflug hennar og liug- siónir, en hafði jafnframt gaman af, með hvílíkum ástríðuofsa hún hafði ánet.iazt þessari friðarhug- Slón. Hann kvaðst vita miklu ör- tiggara ráð til að binda endi á all- ar stríðsfyrirætianir. Ég gæti hugs að mér, sagði Nobel, að finna upp °R framleiða eitthvert það efni eða vél, sem hefði svo eyðileggj- andi áhrif, að allar styrjaldir v®ru með öliu óhugsandi. Hann sýndi þó hugsjón hennar smótt og smátt verðskuldaðan óhuga í orði og verki svo sem með beinum fjárframlögum.Jafnhliða héít hann því fram, að hreyfinguna skorti eitt mikilvægt atriði, sem væri enn nauðsynlegra en pening- ar, en það væru skynsamlegar framtíðarfyrirætlanir. Þessi full- yrðing hans fór í taugarnar á Berthu, en gaf henni jafnframt hugmyndina að skrifa um þetta, bók, sem ýtt gæti við ráðandi mönnum um þe$si efni svo um munaði. Henni var það ljóst, að til þess að geta rökátutt fullyrðingar sín- ar í slíkri bók, yrði hún að kynna sér gang stríðsins og hörmungar þess alveg ofan í kjölinn. Hún tal- aði við herlækna og fékk að kynna sér skvrslur þeirra. Þá hitti hún ið m«l= li«.sforingia. sem verið ’l”"-. •' r^pmgtn vígPnu. en beir gáfu henni ítarlegar upplýslngar, hvernlg hermennirnir hefðu fallið í valinn hver af öðrum. Þeir lýstu fyrir henni þjáningum þeirra og síðustu bænarorðum á hinu örlaga ríku endadægri. Eftir að hafa viðað að sér slíkum heimildum og öðrum veigamiklum gögnum, hóf hún að rita hina heimsfrægu sögu sína „Niður með vopnin“, sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungu mál. Af þessu verki sínu varð Bertha Suttner bæði fræg og fjáð. Leo Tolstoj líkti sögu liennar við fjögima „Kofi Tómasar frænda“. Hann lét í ljós von Um áð áhrif sögunnar á líf og tilveru þjóðanna, gætu orðið jafnmikil og áhrif þeirr ar sögu Harriet Beeher Stowes á sínum tíma á allt vlðhorf manna til þrælahalds i lieim- inum. — En sú viðurkenning, sem henni þótti þó einna vænst um, kom frá. sjálfum Alfred Nobel. Hann hrósaði henni fyrir dirfsku og einlægni, og spáði því, að þetta „vopn“ hennar (sagan), gæti orð- ið áhrifaríkara og aflmeira en fullkomnasta hernaðartæki, öfl- Ugri en allar vítisvélar til samans, eins og hann komst að orði. Bertha barónsfrú var fljót að fylgja eftir þessum bókmennta- lega sigri sínum. Hún bað Nobel að taka þátt í friðarráðstefnu, sem ákveðið var. að halda í Bern. Hann kom þangað, sumpart á laun, og þó að hann neitaði frú Berthu um að taka þátt í fundahöldum, bað hann um ítáriegar skýrslur af ráðstefnunni. „Dragið ekkert und- an, sannfærið mig‘, sagði hann við frúna, , þá mun ég koma á óvart og gera eitthvað eftirminn’'legt, sem um munar fyrir málefnið”. Eftir því sem heilsu Nobels hrakaði, mildaðist skap hans. „Ég þrýsti hendur yðar“, skrifaði hann frú Berthu „óflekkaðar hendur góðrar systur!“ í úrslok 189G, skrif aði hahn henni ennfremur: „Þáð gleður mig, að friðarhreyfingin breiðist ört út“. Þrem viktim síðar andaðist hann, en um áramótin kom tilkynning um sjóðsstofnun- ina. Fyrstu friðarverðlaunum Nobels var úthlutað árið 1901. Hlutu þau Sviss’endingurinn Henry Dunánt, cWnand1 r,a’’ða krossins og Frakk inn Frederick Passy, einn af áðal frumkvöðlum fríðarhreyfingar- innar. Ilann skrifaði frú Bérthu: „Þessi heiður sem mér hefur hlotnazt, er óbeinlínis yðar verk. Vér .virðum yður að verðleikum. Það ér fyrir yðar tilstuðlan, að Alfred Nobel varð velgerðarmað- ur hugsjónar vorrar". Það er nánast ótrúlegt, að þessi stórbrotni og kaldrifjaði maður skyldi taka þá ákvörðun að ráð- stafa hluta auðæfa sinna á þennan hátt, svo til, eingöngu vegna óþreytandi viljakrafts konu, sem hafði óbifandi trú á, að hið góða í lífinu mundi og gæti sigrað. Alfred Nobel tók þessa ákvörð- un, að mjög vel yfirveguðu máli og hafði úður ráðfært sig við ýmsa fyrirmenn. Frú Bertha hafði verið fljót að uppgötva hið góða í fari Alfreds Nobel, sem leyndist undir huliðs- hjálmi ríkrar skapgérðar hans. — Þannig tókst henni með töfra- mætti sínum og einbeitni að fá hann til að Ijá því máli lið, sem hún barðist svo mjög fyrir. Það þótti því réttmæt ráðstöfun árið 1905 liinn 10. desember, á dánardegi Alfreds Nobel, að veita barónsfrú Berthu Suttner friðar- verðlaunin. H. P. J. þýddi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 243:

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.