Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 4
Vitö Genovese. Að sögrn Valachis stýrir hann Cosa Nostra úr fangelsinu. fram fór í bakherbergi í lítilli ítalskri krá. Á borð þar inni var lögð skammbyssa og hnífur — og dýrlingamyndir. Hann var rispað- ur í fingurinn og blóðið látið drjúpa niður á pappírsblað, sem á var skráður sá eiðstafur, sem hann var síðan látinn vinna. í þessum eið lofaði hann að hlýða yfir- stjórn hreyfingarinnar skilyrðis- laust og ljóstra aldrei upp um hreyfinguna eða skýra frá tengsl- um sínum við hana. „Ef ég tala, er ég verður dailða'", ságði í eiðstafn- um. VIÐ YFIRHEYRSLUR játaði Va- lachi að hafa staöið fyrir fjórum morðum síðustu þrjá áratugina, en þau höfðu til þess tíma verið óupplýst. Hann gat einnig varpað Ijósi á ýmis önnur morð eða af- tökur, sem glæpamannahópamir oft fremja hver gégn öðrum. Upp- haflega notaði hreyfingin hann sem „guriman“, þ. e. atvinnumorð- ingja, en hann hækkaði smám saman í tign og varð áður en lauk nánasti samstarfsmaður leiðtoga Cosa Nostra, Vito Genovese. Vito Genevese hefur stýrt Cosa Nostra árum saman, og að sögn Valachi gerir hann það enn, þótt hann sitji nú í fangelsi. í fangelsinu í Atlanta hitti Va- lachi fyrrverandi húsbónda sinn og það kom málinu öllu af stað. Valachi segir, að Genovese hafi citt sinn mætt lionum í gangi í fangelsinu og faðmað hann þá að sér og kysst hann á kinnina. Val- achi skildi, hvað var á ferðum. „Dauðakossinn" hefur alltaf þýtt innan hreyfingarinnar, að aftakan væri ráðin. Maðurinn, sem Valachi drap, hafði komið til fangelsisins fáein- um dögum áður. Valachi þekkti hann; það var einn af atvinnu- morðingjum hreyfingarinnar, og •Valachi var ekki í vafa um, til hyers hann væri þangað kominn. Hann átti að framkvæma þá af- töku, sem Genovese hafði boðað með kossinum. Valachi kaus að verða fyrri tiL COSA NOSTRA er að sögn Va- lachis ekki einungis risastór glæpa hringur, félagsskapur afbrota- manna um allt landið, heldur einnig að verulegu leytl f jölskyldu fyrirtæki, sem heldur nánum tengslum við Mafíuna á Sikiley og lieldur erfðavenjum þeirrar hreyfingar á lofti. Ættarbönd eiga einnig mikinn þátt í að halda félagsskapnum við lýði. Cosa Nostra er stýrt af stjórn, sem meðlimirnir kalla „ráðið”. í þessari stjórn hafa a. m. k. til Joseph Bonanno, öðru nafni Banana-Jói skamms tima setið tólf menn. Þeir eru kallaðir „eapo” eða „boss” og stjórna hver sinni „fjölskýldu” sem stýrif allri skipulagðri glæpa- starfsemi á ákveðhu landsvæði. Capoarnir tólf hafa allir ákvéðinn fjölda undirforingja sem hver um sig stjórnar ákveðnum glæpa- flokkum. Fimm af „fjölskyldun- um“ eru í New York og stýra glæpastarfsemi þar í borg, en hin- Þetta er sendinefndln frá Cosa Nostra 228 SUNNUDAGSBIAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.