Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 5
ir sitja í borgum eins og Boston, Buffalo, Chieago, Cleveland, De- troit, Kansas City, Los Angeles, Philadelphia, Pittsburgh eða San Fransisco. Að sögn Valaehis voru í New York þessir fimm capoar: Vita Gonovese, Joseph Bonanna, öðru nafni Banana-Jói, en hann hvarf um hábjartan dag á götu í New York í haust og hefur ekki sézt síðan, Thomas Luchese, öðru nafni Þrífingur.Carlo Gambina og Joseph Profaci. Sá síðast nefndi andað- ist þó reyndar fyrir skömmu úr krabbameini, og tók þá mágur hans, Joseph Magliocco, við emb- ætti hans. Hinir sjö eru Joseph Zerilli í Detroit, Angelo Brono í Philadel- phia, Sam Giancana í Chicago, Stefán IVIagaddino í Buffalo, Ray- mond Patriarca í Boston og Pro- vidence, John Scalish. í Cleveland og Sebatsia La Rocca í Pittsburgh. ALLIR REKA þessir tólf æðstu menn blómleg fyrirtæki, þar á meðal. viðurkcnnd banka-, verk- taka- og gistihúsafyrirtæki. Þessi rekstur, sem í alla staði er lögleg- ur, er notaður sem hula til að breiða yfir glæpastarfsemina, og oft. er erfitt að greina mörkin rnilli þessara tveggja þátta í starf- semi þein*a. Öll fyrirtæki, sem undirmenn þeirra reka eða setja á stofn, verða að hljóta staðfestingu æðstu mann anna, og yfirleitt krefjast þeir skatts eða fjárframlags af þeim, sem eru tengdir samtökunum. Og þeir reyna að stemma stigu við cinstaklingsframtaki á sviði afbrot- anua; ef einhverjir vilja ckki lúta fyrirsögn þeirra, þá eru þeir skotn ir niður, helzt á sem mest áber- andi hátt, til þess að fæla aði'a,, scm kynnu aö vex-a svipaðs sinnis. í skjóli þess atvinnureksturs, scm er réttu megin laganna, er svo rekinn ólögleg starfsemi, sem er lil muna ábatasamari: fjárhættu- spil, eiturlyfjasala og skipulagt vændi. Það er opinbert leyndar- mál, að Cosa Nostra ræður yfir 'i’5% spOavítanna í Las Vcgas, annað hvort beint eða óbeiut. Cosa Nostra hagpast einnig mjkið á ok- urstnrfgemi. Férfg^kapurfhn er alltaf fús til að veita lán — gegn 20% vöxtum á viku. Það þýðir að 10.000 dollara lán vei-ður að greið- ast með 114.000 dollurum, ef láns- tíminn er heilt ár. Þrátt fyrfr þessa okurvexti freistast margir kaup- sýslumenn, sem levda í tímabund- inni fjárþröng, til að taka lán hjá Cosa Nostra. Þeim lántökum lýkur oft með því, að Cosa Nostra kemst yfir eignir þcirra og fyrirtæki fyrir litið, og veldi hringsins verð- ur enn meira en áðui\ SAGT ER, að Vito Genovesc eigi a. m. k. fé, sem samsvarar 1300 milljónum íslenzkum krónum. — Hann situr reyndar sjálfur i fang- clsi, en fjölskylda Iians lifir í vellystingum til skiptis i þeim þrcmur glæsilegu sveitasetrum, sem hann hefur komið sér upp. Börn hans og annarra foringja Cosa Nostra ganga í beztu og dýr- ustu skóla landsins. VÖLD OG AUÐUR Cosa Nostra þrfa aukirf mjög síðijrfu árfn, en ijim Jeið hefur tekjð að brycföa á :1 klofningi innan hringsins. Sumir tala um baráttu milli kynslóða; aðrir segja, að deilur standi ;milli þeirra gömlu og hinna, sem cru nýrri í starfseminni. Þetta kom fyrst í Ijós árið 1957. Þá var Genovese nýkominn aftur til New Yoi'k, en hann hafði flúið til Ítalíu rétt fyrir stríðið til þess að sieppa undan morðákæru og þar fyrst fengið heiðursmei'ki af Mussolini fyrir fjárframlög, sem Iiann veitti fasistaflokknum, en síðan unnið sem túlkur fyrir hei*n* aðaryfirvöld Bandarikjanna i Ítalíu eftir ósigur Öxulveldapna. Þegar liann sneri aftur til New York, varð hann þess var, að Frank Co- stello, sem áður hafði stýrt spila- vítum borgarinnar, var farinn að leggja undir sig fyrirfæki Geno- veses sjálfs. Genovese skipaði þá einum aivinnumorðingja sinna að gera út af við Costello, en honum tókst það ekki; hann skaut á spila- vítakóngjnn eitt kvöjd, cr hann var að koma hejmlejðis pokkuð siðj^, en skotjð særði ljapn aðejns. Ffþ. á þl?- 2>40- &PtV09U3>tÞ - SUNWPAOSBUÐ 229

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.