Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 24
Nýi Lundeyjarvitinn Gamli Lundeyjarvitinn Austfirðinga, reið Wathne sjálfur á vaðið og lét byggja vita á Dala- tanga sumarið 1895. Byggingin var steinhús með herbergi fyrir vitavörð og stöpli þar upp af. Var vitinn fullbyggður um haustið og kveikt á honum hinn 1. september 1895. í hinu mikla riti Búnaðar- sambands Austurlands, Sveitir og jarðir í Múlaþingi, er fullyrt í jarðarlýsingu Dlatanga, að viti Wathnes sé frá árinu 1878, eldri en Reykjanesviti og þar með elsti viti landsins. Fullyrðing þessi fær ekki staðist og er ranghermi. Þótt það væri einkaaðili, sem reisti og kostaði Dalatangavitann í upphafi, veitti Alþingi strax fé til reksturs vitans. Og þegar vitinn var endurbyggður árið 1908, kost- aði hið opinbera framkvæmdirnar alfarið og ávallt síðan. 24 Reykjanesvitinn yngri. Reykjanesvitinn var eini viti landsins um nærri tveggja áratuga skeið, eða þar til Wathne reisti vita á Dalatanga. En sumarið 1897 voru byggðir vitar í Gróttu við Reykjavík og á Garðskaga, en á Garðskaga hafði verið reist varða með lukt árið 1884. Jafnframt voru árið 1897 gerðar endurbætur á Reykjanesvita, en hann var orð- inn illa farinn, einkum vegna jarðhræringa, og ljósi vitans breytt í leiftur. Jarðhræringarnar urðu afdrifa- ríkar fyrir Reykjanesvitann. Árið 1907 var svo komið, að verulega hafði hrunið úr Valahnúknum og ekki nema 10 m frá vitanum frarn á brún, en holt undir og allt sundursprungið. Neitaði vita- vörðurinn að vaka í vitanum, og var úr því ákveðið að byggja nýjan vita á Bæjarfelli, sem er hóll nokkru ofar en Valahnúkur. Var nýi vitinn reistur árið 1908, úr grjóti og steinsteypu, 22 m á hæð upp á pall, sívalur að innan, 2.5 m í þvermál, en keilumyndað- ur að utan, 9 m í þvermál neðst en 5 m efst. Er því veggþykktin 3.25 m neðst og 1.25 m efst. Þessi mikla veggþykkt var talin ráðleg vegna hinna tíðu jarðskjálfta, og hefur byggingin reynst vel og er enn í fullum notum. Lokaorð. Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar var kerfisbundið unnið að því að reisa vita umhverfis landið. Voru vitar jafnan reistir í þeirri röð, sem hentugast þótti, meðal annars VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.