Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 8
r Séra Gunnar Björnsson í Bolungarvík: Jólakveðja tíl sjómanna Stundum á jólunum hef ég haft þá ham- ingju að fara sjóleiðina frá Bolungarvík til Suðureyrar við Súgandafjörð, þar sem á að heita að ég gegni prestsþjónustu út úr neyð; það er að vísu þakklátt og elskulegt hlut- verk, en vonandi rennur sá dagur fyrr en síðar að Súgfirðingar fái sinn eigin prest. Nema þegar líður að jólum hringi ég í sím- anum til Þrastar Sigtryggssonar, fram- kvæmdastjóra Landhelgisgæslunnar, og bið hann sjá mér fyrir góðu fari nefnda leið. Einlægt tekur hann vel í þessa málaleitan og á sjálfan jóladaginn stend ég í daufri morg- unskímunni og er að skima útum gluggann, og mikið rétt: þarna ösla blessaðir dreng- irnir inn á víkina og dimmgrár drekinn rís og hnígur í skammdegismyrkrinu og ekki nema eitt eða tvö ljós sjáanleg. Ég man hvað mér þótti mikið ævintýri að koma um borð í varðskip í fyrsta sinni. Ég var sóttur í gúmbát með utanborðsmótor, sem siglt var af röskum piltum klæddum gulum björgunarvestum og var ég sjálfur færður í eitt slíkt. Ég get varla sagt ég hafi komið til sjós fyrr en þetta og á þó til mikilla sjóhunda að telja í ættir fram. Sölt báran gekk yfir bátskeiina okkar, sem var eitthvað svo undur létt í örmum Ægis konungs. Og það voru hröð og örugg handtök, sem strákarnir viðhöfðu, þegar þeir kipptu mér upp úr bátnum og um borð í ábúðarmikinn varðdrekann og hífðu svo bátinn sömu leið. Það ríkir sérstakt andrúmsloft í brúnni á varðskipi, sem klýfur ölduna hratt og ör- ugglega út í mynni ísafjarðardjúps. Skip- stjórinn stendur og skimar haukfráu auga um sjóndeildarhringinn. Hreyfingar skips- ins eru háttfastar og ófrávíkjanlegar. Það getur varla heitið að farið sé að birta af degi. Um hádegisbil er sest að svo prýðilegum snæðingi, að hver húsmóðir mætti vanda sig, ef hún ætlaði að halda til jafns við kokkinn. Ferðin tekur eitthvað á annan klukkutíma. Ég fékk ekki varist þeirri hugsun, að hér væri í mikið lagt við að flytja einn einfaldan prest milli fjarða í afskekktu héraði. Hvað skyldi svona skip kosta? Og hversu fjölmenn er ekki áhöfnin, valinn maður í hverju rúmi. Það er eins gott að hafa eitthvað að segja, þegar á leiðarenda kemur, jafngott að ferðin nýtist eitthvað, en sé ekki farin ófyrirsynju. Það er lagt upp í þessa ferð, með allri þeirri fyrirhöfn, sem fylgir, til þess að ákveðið er- indi fái náð eyrum manna í litlu plássi undir bröttum fjöllum við djúpan sjó. Húsin líkt og drúpa höfði í ljósaskiptunum og þó er hátíðarblær yfir öllu. Það ríkir kyrrð og helgi í litla bænum, en hún verður bráðum rofin af kirkjuklukkum og þá streymir fólkið úr húsunum í kirkjuna, þar sem senn upp- hefst sálmasöngur og orgelleikur. Slóð þessa fólks sést svo greinilega í snjónum. Og ég byrja að lesa guðspjallið um litla drenginn, sem fæddist í kotríkinu smáa, þegar Ágústus var keisari og Kýreníus landstjóri. Og foreldrar hans fóru í erfiða ferð og fengu ekki inni í gistihúsinu, en urðu að sofa af nóttina í gripahúsi, þar sem er ekkert tiltakanlega hlýtt né heldur mjög loftgott. Og englarnir töluðu við fjárhirðana um nóttina og sögðu þeim að fara og sjá með eigin augum þennan dreng og foreldra hans. Og þegar fjárhirðarnir urðu hræddir þarna í nóttinni, sögðu englarnir: „Verið óhræddir, því ég boða yður mikinn 8 j VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.