Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 3
213. blað I TÍMINN, fimmtudaginn 20. nóv. 1947 Fór frá Eysfrasalti tsl Hvítahafs, en fékk ekki að sfíga á rúss- neska grund í þeirri ferð Á götum Gautaborgar hljóma mörg tungumál. Heyrast þar, auk sænskunnar, oft danska, norska og enska. Móðir norrænu málanna, íslenzkan, er aftur á móti orðin sjaldgæf. Löndum hefir fækkað hér í seinni tíð. Max Glanzelius kennari var samt ekki lengi að finna ís- lendinga handa mér að skrafa við. Og morguninn eftir að ég kom hingað, kom Auður Að- alsteinsdóttir í gistihúsið til mín. Auður er í Marie Nor- denfeldts-saumakennara- skólanum og lýkur prófi það- an í vor. Auður segist kunna vel við sig í Sviþjóð, en dýrt þykir henni hér, og gjaldeyris- skammturinn að heiman er takmarkaður. Húsnæði er dýrt í Gautaborg, eitt herbergi 75—125 sænskar krónur. Mið- degisverð er hægt að fá á tvær krónur og láta flestir íslenzku námsmennirnir sér það nægja. Aðgangur að eldhúsi fæst sjaldan, þar sem herbergi eru leigð, en fólk fær sér brauð og mjólk og borðar það heima hjá sér. Auður sagði mér frá landa- móti, sem átti að halda um kvöldið, og fór ég þangað. — Átján komu á landamótið, og voru það flest íslendingar, sem nú dvelj a í Gautaborg. Landamótið hófst með sam- eiginlegu borðhaldi, og yfir borðum var skeggrætt og sungið, allir spurðu alla frétta að heiman og þeir, sem næst- ir sátu Guðjóni Hermanns- syni frá Garði, spurðu hann frétta frá Rússlandi. Hann hafði farið þangað með sænsku skipi. Þótt Guðjón sigldi í gegnum Rússland frá Eystrasalti til Hvítahafs, steig hann ekki rnörg spor á rúss-. neskri grundu. Rússar sýndu Guðjóni litla gestrisni — þeir leyfðu honum ekki landgöngu. Guðjón treysti sér ekki til að lýsa Rússabyggðum fyrir okk- ur, og sneri ég mér því að Ás- geiri Valdimarssyni. Ásgeir kvað landa þá, er stunda nám í Gautaborg, vera Knút Otterstedt við raf- magnsverkfræðinám, Óttar ísfeld Karlsson við skipaverk- fræðinám, Ottó Valdemars- son, við rafmagnsverkfræði- nám, Ragnar Emilsson, við byggingaverkfræðinám og Ás- geir Valdimarsson, við bygg- ingaverkfræðinám. Þessir menn hafa stundað nám í Gautaborg í rúmt ár, en nám þeirra tekur fjögur ár. Við Götaborgs Tekniska Institut nema svo þeir Sigur- jón Sveinsson og Stefán Jóhannesson. Ljúka þeir báð- ir prófi i vetur. í verzlunarháskólanum er Jakob Löve, og er þetta ann- að námsár hans. í Götaborgs Praktiska Hushállsskola er Ólína Steindórsdóttir á nám- skeiði, sem lýkur um jól. í þeim skóla hafa margar á- gætar íslenzkar stúlkur fengið sína grautarmenntun. Ásgeir sagði mér, að gjald- eyrisskortur væri mikill meðal stúdenta í Gautaborg, enda var auðséð á meðferð land- anna á sænski’i mynt, að „nóg var ekki inni.“ Við borðuðum á þessu landamóti fyrir fimm krónur, en maturinn var held- ur lítill. Þeir, sem bjartsýn- astir voru, gerðu ráð fyrir nógum mat á landamóti 1. desember, en sögðu, að þá yrðu menn að borga a. m. k. sjö krónur. Yfirleitt líkar íslendingun- um vel í Gautaborg, en ein- staka Svíar hafa samt gaman af að stríða þeim. T. d. sagði Ásgeir, að sumir væru aö spyrja sig, hvenær ísland yrði 49. ríkið í Bandaríkjunum. Hann kvaðst segja þeim, að það yrði um sama leyti og Svíþjóð yrði hluti af Sovét- ríkjunum. Svíum líkar þetta svar illa og ræða þá ekki frek- ar um ísland sem hluta af Bandaríkj unum. Allir landar, sem ég hitti í Gautaborg, stunduðu nám eða störf af kappi og höfðu hug á að vinna landi sinu og þjóð gagn, bæði heima og erlendis. Hallgrímur Pétursson Ævi hans starf Eftir dr. theol. MAGNÚS JÓNSSON prófessor. Rit þetta er árangur margra ára athugana og rannsókna á ævi og starfi Hallgríms Péturssonar, og er í raun og veru fyrsta tilraun, sem gerð hefir verið á síðari tímum til þess að rita rækilega ævisögu hans og skýra skáldskap hans svo nokkru nemi. Er ritið geysifjölþætt og yfirgripsmikið. Ritið er yfir 700 blaðsíður í 2 bindum, í stóru broti, prentað á úrvalspappír og bundið í forláta band. Vafalítið er þetta merkasta bók ársins og jafn- framt einhver hin fallegasta bók, sem út hefir komið hér á landi. Fæst hjá öllum bóksölum og útgefanda. H. F. 1ÆIFTL R Sími 7554. BánarmiiiGilng: Guðjón Bjarnason frá Gelíagili Guðjón Bjarnason var fæddur að Helgastöðúm í Biskupstungum 20. nóv. 1803 og voru foreldrar hans Sigríð- ur .Jóhannsdóttir og Bjarni Þóroddsson, sem þar bjuggu lengi. Þau eignuðust 7 börn, en af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, Guðríður og Jóhann, bæði í Reykjavík. Þau Bjarni og Sigríður brugðu búi á Helgastöðum 1882 eða 1883 og fluttu til Reykjavíkur og fór Guðjón með þeim. Skömmu síðar nam hann trésmiði, sem hugur hans hafði jafnan hneigzt til, og þá iðn stundaöi hann jafn- an siðan jafnframt sveitabú- skap og sjómennsku, sem urðu aðalstörf hans um langt skeið. Árið 1891 giftist Guðjón Guð- björgu Brynjólfsdóttur fra Kaldbak í Hreppum, hinni á- gætustu konu, og varð hjóna- band þeirra þar eftir. — Gúð- björg dó 1935. — Þau eignúð- ust 8 börn og eru 6 þeirra á lífi, 3 synir og 3 dætur, öll gift og eru afkomendur Gúðjóns og Guðbjargar nú 40 á lífi. Einn- ig ólu þau upp 2 fósturdætur en misstu aðra á fermingar- aldri, en hin er gift kona hér í bæ. Ekki mun Guðjón hafa ætl- að sér að ílendast í Reykja- vík, enda varð það ekki svo, þótt hann ætti eftir að lifa þar aftur síðustu æviár sín. 1849 fluttist hann til Patreks- fjarðar, byggði sér þar hús á Geirseyri og dvaldi þar næstu árin. 1903 byrjuðú þau Guð- björg búskap að Geitagili í Ör- lygshöfn og þar bjuggu þau í 22 ár, unz þau fluttust aftur til Reykjavíkur 1925. Á Geita- gili mun Guðjón hafa unað hag sínum einna bezt og verið óljúft að flytja þaðan alfar- inn. Hann hélt líka órofa tryggð við gömlu sveitungana, sem nú eru margir farnir sama veg og hann. En hans er enn víða minnst þar vestra og um allt á einn veg. Það varð að líkindum, að Guðjóni yrðu falin ýms trún- aðarstörf í sveit sinni, og leysti hann þau öll af hendi með stakri trúmennsku og kostgæfni eins og allt annað, sem hann vann að. Hann var einn af þessum gömlu, góðu mönnum, sem í engu vildi vamm sitt vita. Vandur að virðingu sinni og svo grand- var til orðs og æðis, að tiltekið var. Hann hugsaði hvorki um erfiði né endurgjald, þegar hann var beðinn um eitthvað, sem aðrir gátu ekki gert. Og það var margt. — Guðjón hefði getað orðið (Framhald á 6. síðuj■ « , ,, V. , ,t. \ . f \ S. 't v Þrjár nýjar bækun OLAFUR OLAFSSON: Frá Tokyo til Moskvu Ferðasögur með myndum. 196 bls. — Verð kr. 20.00 og.kr. 28.00 ib. Fyrir nokkru flutti Ólafur Olafsson kristniboði nokkra Ferðaþætti í Ríkisútvarpið og vöktu þeir mjög mikla athygli. Fyrir áeggjan margra hlustenda, hefir Ólafur aukið verulega við þessi erindi og gefur þau nú út í fallegri bók með fjölda mynda. Ólafur hefir frábærlega skemmtilegan frásagnarstíl, og er snillingur í að flétta ótrúlega mikinn fróðleik inn í .skemmtilega frásögn. Er ekki að efa að þessar skemmtilegu ferðasögur verði eftirsótt lestrarefni af ungum ,sem eldri. Þetta er rnjög eiguleg bók og hentug til hvers konar tækifærisgjafa. En vegna pappírsskorts er upplagið takmarkað og má því gera ráð fyrir, að það þrjóti fyrr en varir. DAGFINN HAUGE: Hetjur á dauðastund Ástráður Sigursteindórsson þýddi. — 152 bls. Verð kr. 10.00 ób. og kr. 17.ib. Bók þessi nefnist á norsku: „Slik dör menn“ og hefir vérið metsölubók í Noregi síðan hún kom út og verið prentuð i 70.000 eintökum. Auk þess hefir hún komið út á hinum Norðurlandamálunum í mörgum útgáfum. Höfundurinn var fangelsisprestur í Akershusfangels- inu í Oslo á stríðsárunum. Hefir hann því frá mörgu og merkilegu að segja. í bókinni segir hann frá kynn- um sínum af nokkrum dauðadæmdum föngum á lát- lausan en áhrifamikinn hátt. íslenzkir kennimenn hafa hvað eftir annað vitnað til þessarar bókar og má því búast við að marga muni fýsa að lesa þessar merkilegu frásögur. En vegna papp- írsskorts er upplagið mjög takmarkað. C. S.LEWIS: t Guð og menn Andrés Björnsson þýddi. 96 bls. — Verð kr. 8.00. ób. og kr. 15.00 ib. Bækur C. S. Lewis hafa vakið mjög mikla athygli bæði í enskumælandi löndum og á Norðurlöndum. Er þetta önnur bókin eftir hann, sem út kemur á íslenzku. Hin kom út í fyrra og nefnist „Rétt og rangt.“ C. S. Lewis er sem kunnugt er prófessor í bók- . menntasögu við háskólann í Oxford, en síðari árin hefir hann skrifað margar bækur um trúmál. Eru bækur hans mjög rökfastar og skrifar hann svo um mjög torskilin atriði, að glögg verða til skilnings. Eiga bækur hans því sérstaklega erindi til þeirra, er gjarnan vilja fá greinargóðar skýringar á ýmsu í trú- arefnum. Bækur þessar eru hver annarri merkari. Þær fást hjá öllum bóksölum. Bókagerbin Lilja MN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.