Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 20. nóv. 1947 213. blaðs GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ A' ir 4 * /4 & ■ \ - ' . t v: ;< , MsilcSsi augaH • ,v /ý ;*j' ’-v ■/«-<’ . ,yy-y .v • < < ;; ; ; Vcsalingaruir Spennandi og dularfull amerísk sakamálamynd. Frönsk stórmynd, eftir sam- nefndri sögu, eftir Victor Hugo. Aðalhlutverkið leikur frægasti leikari Frakka: Harry Bauer. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Seinni hlutinn sýndur í kvöld, kl. 5, 7 og 9. iBönnuð börnum innan 16 ára. Bönnuð börnum yngri eii 14’ ára. TRIPOLI-BIÓ TJARNARBIÓ Dávalduriim Eiun á flóíta (The Chimax) (Odd man out) Spennandi ensk sakamálamynd Amerísk söngvamynd í eðlileg- um litum með: Susanna Foster Turhain Bey Boris Kartoff. með: James Mason Robert Newton Kathleen Ryan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5 og 9. Sími 1182. Bönnuð börnum innan 16 ára. 5 (?) R jí líftirförín (The Chase) Mjög spennandi og vel leikin ; j Nú er gott að I gerast kaupandi | Tlmans j amerísk kvikmynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Áskriftasími ViÓ viljum giftasí Amerísk gamanmynd. i Sýnd kl. 5. og 7. Sími 1384. j 2323 | --——---~----------- -r* ~ - ■ Þ jóðvörn kcimir út í dag Sölubörn, Þjóðvarnarfélagar og aðrir, sem vilja taka að sér blaðsölu, mæti í Bókabúðinni Laugaveg 10 klukkan tvö. Þjó$vaniarfélagið. DánarESBÍiming (Framhald a) 3. síðu) ríkur maður hefði hann notað hæfileika sína og aðstöðu á þann hátt að hugsa fyrst. um eigin hag. En slíkt var hon- um fjarri skapi. Sem clæmi um óeigingirni hans er það, að þegar hann flutti alfarinn suður og seldi Geitagilið, mið- aði hann söluverðið við það, sem kaupandinn gæti staðið undir en ekki við það, sem honum bauðst hæst, sem var miklum mun meira. Hann sá þó alltaf vel fyrir sér og sínum og rétti mörgum hjálparhönd. Guðjón var einlægur sam- vinnumaður og fylgdi þeim jafnan að málum, sem þar stóðu fremstir í sókn og vörn. Síðustu árin stundaði hann nær eingöngu húsgagnasmíði og var handbragð hans slíkt, að það þoldi samanburð við hvern sem var. Hann bar ell- ina afburða vel og mátti halda hann miklu yngri en árin töldu. Hár og beinn gekk hann hvern dag til verks fram á síð asta sumar. Árin og erfiðleik- arnir höfðu ekki beygt hann né brákað, hvorki líkamlega né andlega. Nú þegar ævin er öll, ber hvergi skugga á heiðríkju minninganna. Svo vandaður maður var Guðjón og vel kynntur. Vinir hans og vandamenn þakka honum fyrir langa og góða kynningu og mikil og vel unnin ævistörf. Guöm. Þorláksson. A. J. CronLn: Þegar ungur ég var inni. Síðan stóð hann upp, tók grænu fötin mín, sem verið höfðu upphaf allra hrakninga minna, og fleygði þeim beint i eldinn. Það leið hræðilega löng stund, áður en eldurinn vann til fulls á þeim, og það var vond lykt, er lagði frá arninum. En loks urðu þau þó að ösku. „Jæja, drengur minn,“ sagði afi. „Þá er þetta úr sögunni.“ SJOUNDI KAFLI. Það var mikið frost hmar næstu vikur, og kvöldin voru orðin löng og dimm. Afi og amma háðu sitt þögla stríð, er átti rót sína að rekja til ólíkra sjónarmiða og lífsviðhorfa, og þetta stríð snerist nú orðið fyrst og fremst um mig. Amma var æfareið út af nýju fötunum mínum, og sér- staklega gramdist henni það, að gömlu fötin skyldu hafa verið borin á bál. Hún löðrungaði mig rösklega fyrir þessa óhæfu, og um kvöldið þegar við vorum háttuð, hélt hún yfir mér kröftuga skammaræðu og lagði mér ríkt á minni, hve. ljótt það væri að vera vanþakklátur. Hún sagði, að ég yrði aö haga mér stórum betur framvegis, ef ég ætti að fá að vera „drengurinn hennar.“ Umhyggja hennar fyrir heilsu minni hafði alltaf verið mikil, en nú óx hún um allan helming. Ég hnerraði ekki einu sinni svo, að hún spáði því ekki, að ég væri að fá lungnabólgu. Og til þess að koma í veg fyrir það, lét hún mig taka inn stóra skammta af lyfjum, sem hún hafði sjálf búið til úr beizkri myntu og sinneps- blöðum. En ég var hamingjusamari en ég hafði verið nokkru sinni áður, þrátt fyrir allt þetta. Bardaginn hafði stórum bætt fyrir mér í skólanum. Það ; var þó ef til vill ekki sjálf framganga mín, sem oröið hafði mér til álitsauka, heldur miklu fremur allt það blóð, sem síreymt hafði úr nefi minu. Þessi atburður virtist jafnvel ætla að verða sögufrægur, því að krakkarnir miðuðu allt sitt tímatal við hann'. Þau sögðu að þetta og þetta hefði gerzt svo og svo löngu fyrir eða eftir daginn, þegar írinn fékk blóðnasirnar. Og nú var ég að minnsta kosti vel búinn, svo var Júlíu Blair fyrir áð þakka, og varð ekki lengur til athlægis. Berti Jamieson og félagar hans leituðust meira að segja við að sýna, að þeir bæru dálitla virðingu fyrir mér. Engum duldist, að Gavin var vinur minn. Gavin gaf sig lítið að hinum strákunum, eins og áður hefir verið getið. Þetta stafaði samt ekki af því, að hann væri drembinn eða upp með sér af því, að faðir hans var efnaður — hann átti gamla kornvöru- og fóðurvöruverzl- un, — heldur var það skapferli hans að fara sínar götur. Hann tók þátt í ýmsum íþróttum og stóð þar flestum á sporði, en þó iðkaði hann þær í hófi, því að hugur hans bneigðist að mörgu öðru, sem fæstir skóladrengir hirtu nm. Hann átti til dæmis í bókaskápnum sínum náttúru- sögu í mörgum bindum, og í henni voru ósköpin öll af lit-'- myndum af dýrum, fuglum, skordýrum, villtum blómum og jurtum og fisóum. Hann átti líka stórt eggjasafn. Á einum veggnum í herbergi hans var stór mynd af -honum sjálfum með stóran fisk í hendinni. Faðir hans ’var kunnur stangaveiðimaður, og hann lofaði Gavin oft að fara með sér i veiðiferðir. Gavin var ekki orðinn níu ára, þegar hann veiddi sjálfur tólf punda lax. En þótt hann væri svo vel íþróttum búinn á margan hátt, þá voru andlegir eiginleikar hans miklu meira verðir. Hann var gæddur þessu andlega jafnvægi, sem eiginlega skortir orð til að tákna. Hann var fálátur drengur, fáorður og harðgerr. En lítil og einbeittleg hakan og hinir styrku drættir kringum munninn töluðu sinu máli. Þeir sögðu: „Ég skal aldrei gefast upp.“ Það var föstudaginn eftir viðureign okkar, að hann beið mín að kennslunni lokinni. Hann sagði ekki neitt, brosti aðeins feimnislega og labbaði svo af stað við hlið mér í áttina upp bæinn. Ég get varla lýst því, hversu vænt mér þótti um þetta, eftir að hafa orðið að laumast burtu á hverju kvöldi og lötra fáförnustu göturnar heim. Við dok- uðum við svo sem hálftíma í birgðaskemmu föður hans. Bak við hana voru hesthús, og þar sáum við Tomma DFin, verkstjórann í hópi ökumannanna, hella meðölum ofan í best, sem veikur var af barkadrepi. Sjálf skemman var full af korni og fóðurvörum, mjölpokum, baunum og höfr- um, og þar var hópur af pakkhúsmönnum með hvítar svuntur við vinnu. Við vorum að horfa á þá, þegar Blair borgarstjóra bar að. „Vinátta ykkar hlýtur að verða haldgóð, eins og til henn.-. ar var stofnað," sagði hann brosandi. Og hvílíkt bi>os! SveJyi* bækurnar: Annie Fellows Johnston: DRENGURINN FRÁ GALÍLEU Sr Erlendur Sigmundsson þýddi Þetta er snildar vel skrif- uð og skemmtileg saga um ungan dreng í Gyðinga- landi á Kristsdögum. Hún er í senn skemmtileg, fróð- leg og göfgandi og auk þess jafnt við hæfi ungra sem gamalla. 234 bls. — Verð kr. 23,00 ib. Ejnar Sshroll: LITLI SÆGRAPURINN Gunnar Sigurjónsson þýddi. Þetta er viðburðarík saga fyrir tápmikla drengi. Hún segir frá ævintýrum og hetjudáðum, sem allir drengir eru sólgnir í að lesa um. 123 blS. — Verð kr. 13,00 ib. Gunnar Jörgensen: :FLEMMING OG KVIKK ■ SigTJráur GuS jónsson þýddi 'Ein- af hinum vinsælu og þekktu"' Flemmingssögum, sem nú eru aö verða eins vinsælar hér á landi og þær eru um öll Norður- lönd. í fyrra kom út „Flemming i heimavistar- skóla.“ 176. Ms. — Verð kr. 19,00 ib. Hittíúi- ; 'ói; i.ffv'i»aeii«í£v| m Trolli Neutzsky Wulf f: HANNA OG LINDARHÖLL Gunnar Sigurjónsson þýddi. Þetta er falleg og skemmtileg saga um munaðarlausa telpu, sem er hvers manns hugljúfi og verður að lokum gœfunnar að- njótandi í ríkum mœli. 144 bls. — Verð kr. 15,00 ib. Þessar bækur fást hjá öllum bóksölum. BÓKAGERÐIN L IL J A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.