Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 20. nóv. 1047 213. blaðs Framlög ríkis til nýbýla og bygg inga í sveitum 1937—'45 Bfiekkiiigar Mo^iinMaðsins fiiraktar K'lorgunblaöið var nýlega aö"miRla fyrir lesendum sín- uni' nve mjög framlög ríkis- sjóðs til' nýbýlabygginga í sveitum landsins hefðu vaxið stórlega í ráðherratíð Péturs Magnússonar. Það er rétt í þessu sam- bandi að rifja upp nokkur meginatriði málsins. Á stríðsárunum börðust Framsóknarmenn meðal ahhars fyrir tvenns konar lagabötum fyrir sveitafólkið. Það' voru lög um eflingu byggingarsjóös og rœktunar- sjóðs í nýju formi, svo að betuT samræmdist auknum köstnaði við allar fram- kvæmdir og f j árhagslegum ástæðum þjóðarinnar í heild. •Aridstæðingar Framsókn- armanna þvældust fyrir í íyrstu,. en þó kom svo að þá- verandi stjórnarflokkar tóku upp malið um aukin framlög til hygginga og varð það írumvarp, sem Nýbyggingar- rað samdi um þetta mál, gert að lögum. Hins vegar varð frumvarp- iö um eílingu Ræktunarsjóðs ekki að lögum fyrr en eftir stjórnarskipti er núverandi atvinnumálaráðherra tók for ystu málsins, samkvæmt stjörnarsamningnúm. F'járframlög til landnáms og bygginga í sveitum sam- kvæmt fjárlögum hafa verið þessi: 1937: Til nýbýla og sam- vinnubyggða .... 180 þús. Til byggingar- og iandnámssjóðs .. 250 þús. 430 þús. Heildarútgjöld á rekstrar- reíkningi kr. 14858046.00. Frámlag til bygginga og Jandnams í sveitum 2,9% af rékStrargjöldum fjárlaganna. 1938: Til nýbýla og sam- vmnubyggða .... 155 þús. Til byggingar- og . iandnámssjóðs .. 200 þús. Endurbyggingar- styrkir .......... 125 þús. 480 þús. 'Heildarútgjöld á rekstrar- leiknmgi kr. 16322141.00. Framlag til bygginga og l'ándnáms í sveitum 3% af rékstrargjöldum fjárlaganna. 1939: • Til nýbýla og sam- vinnubyggða .... 155 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 200 þús. Endurbyggingar- styrkir ........ 125 þús. 480 þús. Heildarútgjöid á rekstrar- reikningi kr. 16705791.00. Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 2,9% af rekstrargjöldum fjárlaganna. 1940: Til nýbýla og sam- vinnubyggða .... 155 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 125 þús. Endurbyggingar- styrkir ........ 125 þús. L 405 þús. Heildarútgjöld á rekstrar- reikningi kr. 17857448.00. Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 2,3% af rekstrargj öldum fj árlaganna. 1941: Til nýbýla og sam- vinnubyggða .... 155 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 125 þús. Endurbyggingar- styrkir ......... 125 þús. 405 þús. Heildarútgjöld á rekstrar- í’eikningi kr. 18016263.00. Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 2,2% af rekstrargjöldum fjárlaganna. 1942: Til nýbýla og sam- vinnubyggða .... 260 þús. Tii lánadeildar smábýla ........ 100 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 300 þús. Endurbyggingar- styrkir ........ 250 þús. 910 þús. Heildarútgjöld á rekstrar- reikningi kr. 24048596.00. Framlag til bygginga og landnáms i sveitum 3,8% af rekstrargjöldum fjárlaganna. 1943: Til nýbýla ...... 260 þús. Til lánadeildar smábýla ......... 100 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 300 þús. Endurbyggingar- styrkir ......... 250 þús. 910 þús. Rekstarútgjöld fjár- laganna kr. 61236505.00. Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 1,5% af rekstrargj öidum fjárlaganna. 1944: Til nýbýla ..... 310 þús. Til lánadeildar smábýla ........ íoo þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 300 þús. Endurbyggingar- styrkir ........ 250 þús. 960 þús. Rekstarútgjöld fjár- laganna kr. 89765352.00. Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 1,1% af rekstrargjöldum fjárlaganna. 1945: Til nýbýla ...... 360 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 300 þús. Endurbyggingar- styrkir ......... 250 þús. TJppbót samkvæmt heimildargrein .. 100 þús. 1.010 þús. Rekstarútgjöld fjár- laganna kr. 100211675.00. Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 1,1% af rekstrargjöldum fjárlaganna. 1946: Til nýbýla ...... 360 þús. Til byggingar- og landnámssjóðs .. 300 þús. Endurbyggingar- styrkir ........ 500 þús. Vangoldin verðlags- uppbót (1942 Og ’43 532.500. Uuppbót samkvæmt heimildargrein . . 100 þús. 1792 500 Rekstarútgjöld fjár- laganna kr. 127416887.00 Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 1,4% af rekstrargjöldum fjárlaganna. 1947: Til landnáms .. 2500 þús. Til byggingar- sjóðs ........... 2500 þús. Endurbyggingar- styrkir ......... 300 þús. Uppbót samkvæmt heimildargrein .. 300 þús. 5600 þús. Rekstrargjöld fjár- laganna kr. 196526346.00 Framlag til bygginga og landnáms í sveitum 2,8% af rekstrargjöldum fjárlaganna. Meðan „nýsköpunarstjórn- in“ sat að völdum og bruðl- aöi fé í allar áttir, voru framlög til þessara mála 1,1 til 1,4% af rekstrargjöldum fjálrlaganna, en 2,9—3% á árunum fyrir stríð. Þrátt fyrir lagabreytingar í þessum efnum eru framlög- in á þessu ári aðeins svipaður hundraðshluti af rekstrar- útgjöldunum og á stjórnarár- um Framsóknarflokksins fyr- ir stríð. Undir forustu og fjár- málastjórn Sjálfstæðisflokks ins hefir kaupgjald í sveit- um farið síhækkandi og er nú 8—10 sinnum hærra en fyrir stríð. Framkvæmdirnar vaxa því ekki að sama skapi og fjárframlögin hækka að krónutölu. Það gæti ef til vill orðið til lærdóms fyrir Mbl. að hug- leiða staðreyndir þessara talna. Svo geta þeir, sem landbúnaðinn kunna að meta skapað sér skoðanir um það, hvar við værum nú staddir, ef Framsóknarflokkurinn hefði hvergi komið við sögu. Snyrtivörur hinna vandlátu. VERA SIMILLON Snyrtivöruverzlun. Sími 4049. Viiinið ötullega að iitbreiðslu Tímaiis. Og þeir mega vera, í jakkafötum í brúðkaupi Elisabetar prinsessu og kvenfólkið í stuttum kjólum. Það er nú raunar svo, að okkur mœtti einu gilda, hvernig þeir klæðast í Bretlandi, en vegna þess, að það þykir oft ekki annað sæma á mannfundum hér, en svokölluð samkvæmisföt, þá finnst mér ástæða til að vekja athygli á þessu. Hvað myndu þeir nú segja, sem mæðast yfir því, að hér séu allir góðir siðir aflagðir og þingmenn mæti í jakkafötum við þingsetn- ingu og leikhúsgestir á jólunum? Hvar er þá okkar borgaralega tign og virðuleiki, þegar kastað er kjóifötunum og allir ganga eins og erfiðismenn til fara? Miðar þá öll þróun að því að þurrka út muninn á mannskepnunum? Og það strax í þessum heimi! Eins og það væri ekki nóg að byrja jöfnuðinn í dauðanum? Þetta er hégómamál að vísu, og ekki vert að hafa mörg orðin um. En ég veit þó ekki nema það sé hollt fyrir sumt af okkar góða fólki að minnast þess, að í það brúðkaup heimsins, sem mest er nú talað um, kemur fólk þannig klætt, að við myndum segja að það væri í „hversdagsfötum." Þetta er gott til minnis, þegar við förum að berj- ast fyrir því í ýmsum flokkum og félögum, að engir mæti hjá okkur öðru vísi en í samkvæmisfötum. Það sýnir sig þá, hvort við erum nokkuð á eftir brezka heimsveld- inu í siðmenningunni. Stjórnmálalciðtogi nokkur var á ferð vestur á Snæfellsnesi til fundahalda ekki alls fyrir löngu. Ferðaðist hann þar í bifreið sinni. Sú slysni henti hann að aka af- vega og renndi hnnn þá farartæki sínu í fjóshaug nokkurn. Komu þá upp þessar stökur þar vestra og eru eignaðar einum lesanda Þjóð- viljans: Þess ei minntist Þjóðvilji, þó var sagan skrítin, þegar Einar austræni ók í kúaskítinn. Oft er mein að óheppni, illt að forðast vítin, svona Einar austræni alltaf fer í skítinn. „Fagurfræðingur“ segir um öl- frumvarpið. „Ég er alveg á móti ölinu þeirra, og ætla ég þó alveg að leiða hjá mér allt þref og rifrildi um það, hvort ofdrykkja öls sé betri eða verri en ofdrykkja brennivíns og alla slíka hluti. ÉS' tek málið fagurfræðilega. Það er staðreynd, að í öllum löndum, þar sem bjórdrykkja er mikil, verður fjöldi manna van- skapaður í vexti af bjórþambinu. Þeir fá á sig bjórvömb. — Það er því fyllsta ástæða til, að kvenfólkið sé mjög á |ióti þessu ölmáli, og engin von að því sé ljúft að hugsa sér ástvini sína framsetta eins og vanfærar konur, komnar langt á leið. — Mér þykir Sigurður Bjarna- ron myndarlegur maður eins og hann er, stuttur og þéttur, en að hugsa sér hann Sigurð, ef hann væri kominn með bjórvömb! — Nei. Vér vitum hvers biðja ber. Ég vænti, að allir listamenn, — nema skopteiknarar, — og allir þeir, sem unna fegurð mannlegs iíkama, standi einhuga gegn ölinu, — vegna íegurðarinnar." > Svo er að lokum leiðrétting. Eftir því, sem mér er nú tjáð mun lýsi hafa fengizt að staðaldri und- anfarið í Reykjavíkur apóteki og um Ingólfs apótek er svipað eða sama að segja, svo að það, sem hjá mér hefir verið sagt um lýsis- lausar lyfjabúðir á samkvæmt því einungis við lyfjabúðirnar á Laugaveginum. Það er líka nóg og svo ekki meira um það. Pétur landshornasirkili. Ný stórmerk bók: Charlotte Buhler: Hagnýt barnasálaríræð Ármann Halldórsson skólastj. þýddi, er komin í bókaverzlanir. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um UNGBARNIB: 1) Ungbarnið og samvistarfólk, 2) Handfjöllun ung- barna á efnivið, 3) Þýðingar handfjöllunar á efnivið fyrir barnið, 4) Nám, vitsmunir, þróun, venjur dag- legs lífs. — Síðari hlutinn fjallar um SKÓLAALDUR- INN: 1) Barnið, sem byrjar skólanám, 2) 9.—13. æfi- árið, 3) Unglingsárin, 4) Eðlisfar, umhverfi og þróun skapgerðarinnar, 5) Smáprófin, sem vinnuaðferð hinnar hagnýtu barnasáálarfræði. Höf. bókarinnar segir m. a. í formála: „Ég hefi oft verið spurð að því, hvort ekki væri til lítil bók, sem gæfi uppeldisráðleggingar á grundvelli þeirra rann- sókna, sem gerðar hafa verið í barnasálarfræði á síð- ustu árum. Það er ætlun þessarar bókar að verða við þessari ósk. Hún lýsir í aðalatriðum undirstöðustað- reyndum þróunarinnar á bernsku- og unglingsárunum og tekur jafnframt til meðferðar fjölmörg, hagnýt uppeldisvandamál.“ Þessa fróðlegu bók þurfa allír foreldrar og kenn- arar að lesa. H.F. Leiftur, shni 7554

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.