Tíminn - 29.01.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1950, Blaðsíða 3
24. blaff TÍMINN, sunnudaginn 29. janúar 1950 Bláa bókin F rei msó knarflokkurinn 1 IsLenaingaþæmr Sjálfstæðismenn hafa gef- ið út bláa bók, myndum skreytta. Þetta er snotrasta hver. 30 bls.auk mvndskrevvtr m íhf ildsins, en trai Sjötugur: Jón Eiriksson, frá Volaseli í dag, 29. jan-, er sjötugur Jón Eiríksson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri í Volaseli í Lóni austur, einn hinn kunnasti og ágætasti maður í hópi Aust- ur-Skaftfellinga. Hann á að baki margþætt og merkilegt æfistarf, sem að minnstu leyti verður rakið hér, heidur drep ið á fátt eitt. Jón er Austur-Skaftfell- ingur í ættir fram, og er fædd ur á Viðborði á Mýrum, 29. jan. 1880 eins og þegar er greint, en þar bjuggu þá for- eldrar hans Guðný Sigurðar- dóttir og Eiríkur Jónsson. Á æskuárum sínum og fram yf ir tvítugsaldur var Jón á ýms um heimilum á Mýrum og í Nesjum og vann að hvers- konar störfum sem í sveit tíðkuðust þá og tíðkast enn, og naut þeirrar fræðslu er þá var í té látin fyrir ferm- ingu. Skömmu eftir tvítugsaldur fór Jón til náms í búnaðar- skólann á Hvanneyri og naut þar bóklegrar og verklegrar kennslu undir handleiðslu hins ágæta manns Hjartar Snorrasonar skólastjóra. Að loknu námi hvarf hann aft- ur heim í átthagana og stund aði kennslustörf á vetrum en búnaðarvinnu á sumrum, eða var vinnum. hjá sr. Jóni próf. hinum fróða á Stafafelli. Vorið 1915 gerðist hann bóndi að Volaseli, og kvænt- ist þá Þorbjörgu Gísla'dóttir, ágætri konu, ekkju Ólafs Sveinssonar, en þau höfðu þá búið þar skamma stund. Þau Þorbjörg og Jón bjuggu síðan í Volaseli í meira en þrjá áratugi eða til vorsins 1947, að þau brugðu búi og fluttust til Hafnar, í Horna- firði, en þar hafa þau búið síðan. Var búskapur þeirra alla tíð rekinn með dugnaði og fyrirhyggju og góðum ár angri. Jörðin var mikiö bætt, tún stækkuð og girt, vatni veitt á engjar og fleiri um- bætur gerðar þrátt fyrir erf ið skilyrði, frá nátúrunnar hendi. Búpening sinn stund aði Jón af mikilli kostgæfni og umhyggju og naut líka mikils og góðs árangurs þeirrar ræktarsemi. Volasel, bújörð þeirra hjóna, er þann ig í sveit sett, að hún verður oft, bæði vetur og sumar fyr- ir miklum ágangi eins af stór vötnum landsfns, Jökulsár í Lóni. Flæðir hún oft yfir stóran hluta af Volasels landi og ber aur og leðju á nytjaland, bæði engjar og tún, og veldur skemmdum þráfaldlega á slægjulandi og tekur með sér meira eða minna af heyjum að sumar- lagi. Búskapur i Volaseli! krefst því jafnan hinnar mestu árvekni, fyrirhyggju og atorku, en allir þessir eig inleikar eru Jóni veittir í ríklegum mæli. Það má segja að Jón hafi þreytt glímu við Jökulsá um þetta, allan þann tíma er hann bjó í Volaseli, og gekk venjulega af hólmi með sigri. En hann atti einnig kappi við Jök- ulsá á annan hátt. Almanna- leið um Lónssveit, hefir leg- ið og' liggur enn meðfram túni í Volaseli og um landar eignina að Jökulsá, en áin fellur um miðja sveitina Fjöldi manna, bæði innsveit- is og útsveitis, varð að leggja leið sína yfir ána, bæði aö j vetri og sumri, en hún er | oft í foraðsvexti, og leituðu margir fulltingis Jóns Eiríks sonar er þeir áttu í vændum að þreyta fangbrögð við Jökulsá, og ætíð meö góöum árangri. Reiðskjóta átti Jón jafnan trausta, óraga og fót vísa og nutu þeir öruggrar stj órnar eigandans. Allir vissu sig óhulta í fylgd Jóns yfir Jökulsá, hversu óvæn- lega sem horfði í svipinn. Úrræðum hans vildu allir blíta, enda er hann bæði snarráður og hugaður. Jón hefir gegnt fjölda starfa í þágu sveitar sinnar og sýslu. Verið hreppstjóri yfir þrjátíu ár og sýslunefnd armaður nærri jafnlengi. Átt sæti í hreppsnefnd allan sinn búskapartíma. Hann liefir siðastliðin 25 ár verið trúnaðarmaður Búnaðar- lélags íslands í Austur- ökaftafellssýslu og nú sein- ustu árin einnig í syðri hluta öuður-Mýlasýslu. Hann hef- ir starfað mikið í Búnaðar- sambandi Austurlands og átt sæti á flestum fulltrúa- l'undum þess. Þegar Kaupfélag Austur- ökaftfellinga var stofnað 1919 gerðist Jón deildar- stjóri sveitar sinnar og var jafnan endurkosinn á með- an hann var í Volaseli og um 35 ár hefir hann verið sláturhússtjóri í Höfn. Hvert starf hefir hann innt af hendi með vaxandi trausti (Framli. á 6. síðu.i ar kápu, í mjög stóru broti. Bókin er send á hvert heimili í Reykjavík. Bókin á að vera lofgerð um ðjálfstæðismenn og gerð- ir þeirra, og hjálpartæki til að Reykvíkingar feli þeim áfram umboð til að stjórna bænum. En bókin er verzlunarfyrir- tæki kaupmennskunnar og stórgróðamanna í Sjálfstæðis( flokknum. Bókin kostar stór- fé, marga tugi þúsunda. Hún er gefin út fyrir peninga sem vel stæðir menn „gefa“ í flokkssjóð Sjálfstæðismanna.1 En hvers vegna gera þeir þetta? Hversvegna eru þeir svo gjafmildir. Vegna þess, að þeir sjá sér hag í því. Þeir ætla sér að græða á þessu.' Ef Sjálfstæðismenn vinna1 kosninguna, taka þeir allar j þessar gjafir af fólkinu aftur og miklu meira. Kaupsýslumenn Sjálfstæð- ismanna, skilja það betur, en flestir aðrir kjósendur, hvers virði það er, að hafa stjórn Reykjavíkur í hendi sér. Það er ekki af umhyggju fyrir venjulegum kjósanda, að bláa bókin er send gefins. Hún er eitt af fjáraflaplönum kaup- mennskunnar í þessum bæ. Hún er nokkurs konar víxill. Ef menn skrifa upp á víxilinn og kjósa D-listann á sunnu- daginn, fá þeir að borga all- an höfuðstólinn og drjúga vexti að auki. Þetta er sannleikurinn um bláu bókina. Vilt þú kjósandi góður skrifa upp á víxilinn? almennings X B-lislinn Sjálístæðismenn reyna ag tryggja kosningu sinna manna í bæjarstjórn og vinna að fallí Sigríðar Eiríks dóttur með þvi, aö lialda þvi fram, að Framsóknarmenn séu óvinir Reykjavíkur. Það er . nú raunar tak- markalítil trú á heimsku kjósendanna ,að halda að al menningur í Reykjavík fáist til að trúa því, að hatur á fólkinu í Reykjavík hafj bor- ið Sigríði Eiríksdóttir uppi i lifsstarfi hennar í bænum. Og án þess að lítið sé gert úr flokkum er þó alltaf verið að kjósa um per sónur. En rökin íyrir því. að Fram sóknarmenn séu andstæðing ar Reykvikinga varða allan almenning þessa bæjar. Mbl. vitnar til þess, að Framsókn armenn hafi spornað gegn því, að sveitir landsins og þorp yrðu að una fjárdrætti til Reykjavíkur. Þetta er satt. En það eru ekki verka- menn Reykjavíkur, sem standa að þeim fjárdrætti. Það er ekki alþýðan í Reykja vík. Það eru fjárplógsmenn- irnir, sem arðræna almenn- ing í Reykjavík og sitja yfir hlut hans. En það eru þessir fj árplógsmenn og þeir einir, sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar Reykvíkinga. Framsóknarflokkurinn mun kannast við það hvar sem er, að hann berst og hefir bar- ist gegn auðvaldinu og for- réttindum eyðslustéttarinn- ar. Sú barátta er háð um allt land. Hitt er nánar tilviljun, að fjárplógsmennirnir hafa flestir sezt að Reykjavík, en fullkomin hugtakafölsun er það, að kalla þá eina Reyk- víkinga. Thorsfjölskyldan er öll £ Reykjavík. Hún á miklar fast eignir innan bæjarins og ut- an, milljónaauð í arðlausum. munaði. Allt þetta fé hefir verið dregið frá atvinnulífi, þjóðarinnar. Það er tekið frá ræktun landsins, uppbygg- ingu fiskiðnaðarins og hús- næðisþörf vinnandi alþýðu. Nú er það bundið, steinrunn ið, svo að það verður lítt eða ekki að almennum notum. Framsóknarflokkurinn berst gegn þessarj þróun Það kallar fjölskyldan fjanó. skap við Reykjavík. Mennirnir sem græða þeg- ar atvinnuvegirnir tapa, kalla sjálfa sig Reykvikinga og nefna það hatur við Reykja vík að vinna að farsælli og: réttlátari þjóðfélagsháttum. En það eru tugir þúsunda Reykvikinga, sem eiga af- komu sína og tímanlega vel- ferð að nokkru undir þvf. komið að ofríki og einræði þessara auðugu manna verði hnekkt. Þær þúsundir munu ekki endalaust láta blekkjast til að trúa því, að það sé fjandskapur í þeirra garö að brjóta niður verzl unarokrið og fjárplógsstarf- semina. Skyldi þaö vera fjandskap ur við Reykvíkinga að vinna að því að draga byggingar- málin úr höndum sérgróða félaga og einstaka braskara (Framliald á 7. síðu.) Sýnishorr af kjörseðli við bæ jarstjórnarkosningari íar í dag A Listi Alþýöuflokksins XB Listi Framsóknarflokksins c Listi Sameiningarfl. al- þýðu Sósíalistaflokksins D Listi Sjálfstæðisllokksins Jón Axel Pétursson Þórður Björnsson Sigfús Sigurhjartarson Gunnar Thoroddsen Magnús Ástmarsson Sigríður Eiriksdóttir Katrín Thoroddsen Auður Auðuns_ Benedikt Gröndal Sigurj ón Guðmundsson Ingi R. Helgason Guðmundur Ásbjörnsson Jóhanna Egilsdóttir Pálmi Hannesson Guðmundur Vigfússon Jóhann Hafstein Jón Júníusson Jbn Helgason Nanna Ólafsdóttir Sigurður Sigurðsson Jónína N. Guðjónsdóttir Björn Guðmundsson Hannes Stephensen HaJJ.gTrímur Benediktsson ðigurður, Guðmundsson Hallgrimur Oddsson Sigurður Guðgeirsson Guðm. H. Guðmundsson ðigurpáll Jónsson Leifur Ásgeirsson Guðmundur Guömudsson Pétur Sigurðsson ðófus Bender Guðmundur Sigtryggsson Einar Ögmundsson Birgir Kjaran Helgi Sæmundsson Jakobína Ásgeirsdóttir Ríkey Eiríksdóttir Sveinbjörn Hannesson Sigfús Bjarnason Erlendur Pálmason Ársæll Sigurðsson Ólafur Björnsson Arngrímur Kristjánsson Jónas Jósteinsson Þuríður Friðriksdóttir Guðrún Guðlaugsdóttir Guðrún Sigurgeirsdóttir Kristján Friðriksson Guðm. Snorri Jónsson. Guðrún Jónasson Ásgrímur Gíslason Bergþór Magnúson Kirstján Hjaltason Ragnar Lárusson Garðar Jónsson Helgi Þorsteinsson Einar Andrésson Friðrik Einarsson Kjartan Guðnason Ólafur Jensson Stefán O. Magnússon Jón Thorarensen Hólmfríður Ingjaldsdóttir Sigríður Ingimarsdóttir Inga H. Jónsdóttir Böðvar Steinþórsson Jón Árnason Skeggi Samúelsson Theódór Skúlason Jónina Guðmundsdóttir Matthías Guðmundsson Jóhann Hjörleifsson Elín Guðmundsdóttir Guðmundur Halldórsson Tómas Vigfúson Þorgils Guðmundsson Helgi Þorkelsson Einar Ólafsson Þorsteinn B. Jónsson Friðgeir Sveinsson Guðrún Finnsdóttir Kristján Jóh. Kristjánss. Aðalsteinn Halldórsson Sigurður Sólonsson ísleifur Högnason Daníel Gíslason Guðrún Kristmundsdóttir Björn Stefánsson Helgi Ólafsson Bjarni Benediktsson Steinar Gislason Bergur Sigurbjörnsson Vilborg Ólafsdóttir Ólafur Pálsson Jón P. Emils Friðrik Guömundsson Björgúlfur Sigurðsson Stefán Hannesson Felex Guðmundsson Stefán Jónsson Páll Þóroddsson Guðm. II. Guðmundsson Guðrún Þorgilsdóttir Stefán Franklín Stefánss. Petrina Jakobsson Agnar Guðmundssön Ingimar Jónsson Sveinn Víkingur Grímsson Eðvarð Sigurðsson Ásgeir Þorsteinsson Sigurjón Á. Ólafsson Rannveig Þorsteinsdóttir Einar Olgeirsson Halldór Hansen Haraldur Guðmundsson Eysteinn Jónsson Brynjólfur Bjarnason í Ólafur Thors Þannig lítur seðillinn út, er listi Framsóknarfl. — B-listinn fiefur veriö kosinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.