Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 13. marz 1956Í Kosið í miðstjórn á flokksþingi í gær. (Framhald af 1. sí8u.) Miðstjórnarkosningin. Úrslit miðstjórnarkosningarinn- ar urðu sem hér segir: í miðstjórn Framsóknarflokks- ins í Reykjavík og grennd voru kjörnir þessir menn: Daníel Ágústínusson, bæjar- stjóri. Erlendur Einarsson, íorstjóri. Guðbrandur Magnússon, íorstj Hannes Pálsson, íulltrúi. Hilmar Stefánsson, bankastjóri. Ólafur .Tóhannesson, prófessor. Pálmi Hannesson, rektor. Sigurjón Guðmundsson, skrif- .stofustjóri. Sigtryggur Klemenzson, ráðu- leytisstjóri. Vilhjálmur Þór, bankastjóri. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu. Frá ungum Framsóknarmönn- im: Kristján Benediktsson. Sveinn Skorri Höskuldsson. Þráinn Valdimarsson. Eftirtaldir menn voru kjörnir ir samtökum ungra Framsóknar- manna úr landsfjórðungunum: Sunnlendingafjórðungur: Gunn- ir Halldórsson, Árnessýslu. Vestfirðingafjórðungur: Alex ander Stefánsson, Ólafsvík. Norðlendingafjórðungur: Björn Hermannsson, Akureyri. Austfirðingafjórðungur: Aðal- steinn Aðalsteinsson, A.-Skaft. Miðstjórn utan Reykjavíkur. Eftirtaldir menn voru kjörnir í miðstjórn Framsóknarflokksins í kjördæmum utan Reykjavíkur: Borgarfjarðarsvsla: Þórhallur Sæmundsson, Akranesi. Mýrasýsla: Sverrir Gíslason, Hvammi. Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla: Gunnar Guðbjartsson, Hjarð arfelli. Dalasýsla: Einar Kristjánsson, Laugafelli. r Barðastrandasýsla: Bogi Þórðar- son, Patreksfirði. " V.-ísafjarðarsýsla: Halldór Krist- jánsson, Kirkjubóli. Grikkir. (Framhald af 12. síðu.) nota ætti þessa fundi af þjóð- hættulegum öflum til að stofna til meiriráttar hryðjuverka og upp- þota. Segja fréttaritarar að átt sé við kommúnista og menn þeim hliðholla. Allt var sagt með kyrr- úm kjörum í \þenu í dag. Kara- jnanlis, forsætisráðherra, ræddi í dag við hóp fréttamanna frá Bandaríkjunum, sem staddir eru í Grikklandi. Sagði hann, að mjög væri hætt við því, að samstarf Grikkja við vesturveldin rofnaði, ef ekki fengist viðunandi lausn á Kýpurdeilunni. Þá skoraði hann á Bandaríkjastjórn, að láta deiluna til sín taka og gera það á rögg- samlegan og ákveðinn hátt. Allsherjarverkfall á Kýpur. Allsherjarverkfall 'er á Kýpur og liggur mestöll vinna niðri. Fregn- ir herma þó, að kyrrt sé að kalla, utan hvað hermenn dreifðu söfn- uöi unglinga í Nicosia, sem gerðu sér það til dundurs að grýta þá. Alþýðusamband Grikklands hefir boðað að gert verði allsherjarverk- fall í einn dag til að mótmæla að- förum Breta á Kýpur. Verður síð- ar tilkynnt, hvenær það hefst. Elciur í húsi kommúnista (Framhald af 1. síðu.) urðu þeir að gera göt á gólfið á 1. hæð á nokkrum stöðum. Einn maður bjó í húsinu, Jón Rafnsson, og svaf hann á efri hæð þess. Mikill reykur var í húsinu er hann vaknaði og tókst honum naumlega að komast út. Mun hann ekki hafa haft fulla meðvitund, er hann kom út, því hann hljóp nið- ur á lögreglustöð og tilkynnti um eldinn, en örskammt var í slökkvi- stöðina. Ekki var kunnugt um eldsupp- tök í gær, en rannsóknarlögregl- an vinnur nú að rannsókn málsins. ísafjörður: Kristján Jónsson frá Öarðsstöðum, ísafirði. N.-ísafjarðarsýsla: Þórður Hjaltason, Bolungarvík. Strandasýsla: Gunnar Þórðar- son, Grænumýrartungu. V.-Húnavatnssýsla: Gústav Hall- dórsson, Hvammstanga. A.-Húnavatnssýsla: Hilmar Frí- mannsson, Fremstagili. Skagafjarðarsýsla: Kristján Karlsson, Hólum. Siglufjörður: Jón Kjartansson, bæjarstjóri. Eyjafjarðarsýsla: Garðar Hall- dórsson, Rifkelsstöðum. Akureyri: Jakob Frímannsson. kaupfélagsstjóri. S.-Þingeyjarsýsla: Finnur Krist- jánsson, Húsavík. N.-Þingeyjarsýsla: Björn Krist jánsson, Kópaskeri. N.-Múlasýsla: Þorsteinn Sigfús- son, Sandbrekku. Seyðisfjörður: Árni Vilhjálms- son. erindreki. S.-Múlasýsla: Benedikt Gutt- ormsson, Eskifirði. A.-Skaftafellssýsla: Sigurður Jónsson, Stafafelli. V.-Skaftafellssýsla: Siggeir Lár- usson, Kirkjubæjarklaustri. Rangárvallasýsla: Helgi Jónas son, Stórólfshvoli. Vestmannaeyjar: Sigurgeir Krist. jánsson, lögregluþjónn. Árnessýsla: Guðmundur Guð- mundsson, Efri-Brú. Gullbringu- og Kjósarsýsla: Daní- val Danívalsson, Keflavík. Hafnarfjörður: Guðmundur Þor- láksson. loftskeytamaður. Dulies hrósar sjálí- stæðum Asíuþjóðum John Foster Dulles kom til Ja- karta á Indónesíu í gær á leið sinni frá Karachi. Dulles hrósaði hinum sjálfstæðu ríkjum Asíu eins og Indónesíu fyrir viðieitni þeirra í að byggja upp öflugar stjórnir í þessum löndum og frelsisást þeirra. Dulles kom frá Colombo, þar sem hann ræddi við forsætis- ráðherra Ceylon. Lét Dulles svo ummælt við blaðamenn, að vestur- veldin hefðu á undanförnum 10 ár um veitt meira en 700 millj. manna í 15 löndum frelsi og sjálf- stæði, á sama tíma og Sovétríkin hefðu lagt hvert ríkið á fætur öðru undir sig. Hann sagði, að Kyrrahafssáttmálinn myndi tryggja öryggi og frið í Asíu — sameiginlegar varnir og eining hinna vestrænu þjóða hefðu knú- ið Rússa til að breyta um aðferð og það væri fyrst og fremst vörn- um hinna vestrænu þjóða að þakka, að friður hefði haldizt í heiminum. Klakksvíkingar við- móísþýðir við Dani Einkaskeyti til Tímans, Kaupmannahöfn í gær. — Samkv. fréttum frá Þórshöfn í Færeyjum hafa færeyskir fiskimenn á heima miðum aflað óvenjulega vel, og er það nokkuð þakkað því, að þrjú dönsk eftirlitsskip hafa verið þar og gætt þess að erlend fiskiskip færu ekki til veiða inn í færeyska landhelgi. Fyrir nokkrum dögum kom frei- gátan Thetis inn til Klakksvíkur í fyrsta sinn eftir að átökin urðu þar í sept. s. 1. Heimsókn þessi tókst hið bezta, og kom það nokk- uð á óvart, að Klakksvíkingar buðu dátunum meira að segja heim á heimili sín og einnig á dansleik í samkomuhúsinu. — Aðils. Anna Magnani kjörin leikkona ársins New York, 12. marz. — Nú hafa úrslit hinnar árlegu skoðanakönn- unar kvikmyndagagnrýnenda ver- ið birt og hefir kvikmyndin „Mar- ty“ verið kjörin bezta ameríska mynd ársins. ítalska kvikmynda- dísin Anna Magnani var um leið kjörin „bezta leikkona ársins 1955“ fyrir leik hennar í myndinni „The Rose Tattoo“, sem er ítölsk-ame- rísk kvikmynd. Sjómenn á Akranesi uggandi aS vertíð ætli að bregðast 7—9 ára fisk viriSist vanta í göngima — en vi<$ hann voru vonir bundnar í gær voru 29 bátar á sjó frá Akranesi og var um helmingur kominn að klukkan tæplega 9. Afli var heldur tregur, 3—8 lestir á bát. Gæftir hafa verið stirðar að undanförnu. Bíllmeð rauðmaga á leið að norðan Frá fréttaritara Tímans á Daivík.. Hrogrikelsaveiði er hér góð og mikið sturiduð. Hafa menn hug á að koma rauðmaganum á markað, og fór bíll héðan hlaðinn rauðmaga áleiðis til Reykjavíkur í dag. Mun ætlunin að selja farminn til neyzlu í Reykjavík. Mun það vera sjaldgæft, að slíkur farmur sé flutt ur suður á markað, enda sjaldnast. bílfært suður um háveiðitímann. P. J. Ný útgáfa af guðfræðingatali í sambandi við 100 ára afmæli Prestaskólans 1947 kom út kandi- datatal, er var síðara hefti minn- ingarrits í tilefni af afmælinu. Voru þar upplýsingar um alla þá, sem lokið höfðu guðfræðiprófi frá Prestaskólanum ög guðfræðideild háskólans. Bók þessi er uppseld fyrir nokkrum árum. Bókaútgáfan Lciftur hefir nú í samráði við höf- undinn, prófessor Björn Magnús- son, ákveðið að gefa guðfræðitalið út að nýju, með viðbótum. Er þess vænzt, að bókin komi út á þessu ári, en höfundurinn biður presta og guðfræðikandidata, sem ekki hafa enn svarað fyrirspurnum hans, að gera það hið fyrsta. Aðalfundur Félags bifreiðasmiða Aðalfundur var haldinn í félagi bifreiðasmiða 23. febr. síðastl. — Fundurinn var mjög fjölmennur. í stjórn félagsins voru kosnir, Sig- urður Karlsson, form.; Hjálmar Hafliðason, Magnús Gíslason, Gunnar Björnsson og Gísli Guð- mundsson meðstjórncndur. og varamenn þeir Haraldur Þórðár- son og Guðmundur Jóhannesson og endurskoðendur þeir Hermann Hermannsson og Jón Guðnason. Sjómenn óttast að vertíð bregðist. Fréttaritari blaðsins átti í gær tal við Sturlaug Böðvarsson út- gerðarmann. Taldi hann, að í fisk- gönguna hér í flóann vantaði 7, 8 og 9 ára þorskinn, en aflinn væri af 11 og 12 ára fiski mestmegnis. Er það rígaþorskur, en ekki mergð áf honum.'Eru sjómenn því farnir að verða uggandi um að vertíð kunni að bregðast að þessu sinni. Talsvert af loðnu að ganga í flóann. Tveir litlir bátar stunda loðnu veiðar. Fréyja veiðir fyrir Heima skaga hf. og Fiskiver hf. og kom í gær með 30 tunnur. Skógarfoss, sem veiðir fyrir -Harald Böðvars- son & Co. kom allslaus í gær, hafði sprengt nótina í kasti undan Sandgerði. Talsverð loðna virðist vera að ganga í flóann. Akurey landar karfa. Togarinn Akurey kom í dag með 240 lestir, mestmegnis karfa, og leggur upp hjá frystihúsunum. Þorskafli fer í herzlu. 800 lesta þýzkt saltskip landar salti hér til útgerðarstöðvanna þessa dagana. SkákmóiiS. (Framhald af 12. síðu.) arinn Botvinnik hefði hælt honum mjög í rússnesku skákriti. Friðrik væri einnig svo ungur, að hann ætti áreiðanlega eftir að auka skák styrkleika sinn mikið. Taimanov gat þess einnig, að þeir félagarnir myndu- téfla hér fjöltefli, eftir því sem hægt væri, því þeir hefðu mikinn áhuga fyrir að komast að raun um almennan skákstyrkleika landsmanna. Góðir skákmenn. Taímanov hóf 11 ára aö tefla og var Botvinnik meðal fyrstu kenn- ara hans. Hann komst fljótt í frémstu röð, og hefir síðustu árin teflt við g-óðan orðstír í mörgum löndum. fiezta árangur sinn telur hann einvígi við Botvinnik um um skákmeistaratitil Rússlands 1952, þótt hann biði lægri.hlijt. en, heimsipeistarinn hláut áinúitf vinn ing meira í sex skákum. Mesfí sigur hans er hins vegár sá. er hann vantí á nýloknu Rússlandsmeistaramóti. Hann varð stórmeistari 1952, eftir svæðakeppnina í Stokkhólmi. Illivitski hóf einnig kornungur að tefla og fjórum sinnum hefir hann orðið skákmeistari Stóra-Rúss lands. Bezti árangur hans á rússn- eska meistaramótinu var 1953, er hann varð í 3.-6. sæti, en jafn honum var þá m.a. Botvinnik. Á svæðakeppninni í Gautaborg í fyrra varð Ilivitski 10, eða efstur þeirra ,sem ekki lcomust á kandi- datamótið. Hins vegar mun nú hafa orðið einhver breyting á, þar sem Ilivitski tefldi nýlega einvígi við Tékkann -Paekman .og sigraði og vann sér með því rétt á kandidata- mótið, sem verður nú bráðlega í Hollandi. Hlaut hann einum vinn- ing meir en Packmanh í 6 skákum. Ilivitski hafði ekki teflt við íslend- ing fyrr en í gærkvöld'i. Langar til að spila hér. Rússarnir munu dvelja hér í þrjár vikur, og sagði Taimanov, að hann langaði til að leika hér t.d. í útvarp. Væri ánægjulegt ef að því gæti orðið, þar sem Taimanov hefir hefir hlotið mjög góða dóma fyrir píanóleik sinn. Er hann var spurð- ur að því, hvort skákin eða tónlisl- in væri dægradvöl hans svaraði hann því þannig: Þegar ég spila á píanó elska ég tónlistina mest, og þegar ég tefli elska ég skákina mest. Annars sagði Taimanov, að eftir að hafa teflt hér myndi hann taka sér hvíld frá skákinni um tíma. Þetta verður fimmta skák- mót hans á stuttum tíma, og ef hann héldi svo áfram myndi hann hætta að þekkja kóng frá drottn- ingu. Hins vegar vonaðist hann til að endurnýja kynni sín við ís- lenzka skákmenn á Ólympíumót- inu, sem verður í Moskvu í ágúst’ í sumar. Þá gat Taimanov þess, að Korschnoi mvndi tefla á 1. borði í rússnesku sveitinni á stúdentamót- inu, sem hefst í Uppsölum um næstu mánaðamót. •;£ 3 . ., 5? ,7 • ^ .y. Skákmótið. Röðin á skákmótinu er þessi. 1. Taimanov, 2. Baldur Möller, 3. Jón Þorsteinsson, 4. Sveinn Kristins, son, 5. Freysteinn Þorbergsson. 6. Gunnar Gunnarsson, 7. Ilivitski, 8. Guðmundur Ágústsson, .9. Friðrik Ólafsson og 10. Benóný Benedikts- son. Önnur umferð verður tefld £ kvöld og teflir Taimanov þá við Baldur Möller, en Ilivitski við Freystein. Friðrik teflir við Jón, Sveinn við Guðmund og Gunnar við Benóný. Þriðja umferð verður annað kvöld. Fréttir frá landsbyggðifmi Lítill afli hjá Sandgeríisbátum Sandgerði, 12. marz. — Sandgerð- isbátar voru á sjó í gær, í fyrsta sinn eftir óveðrið og reru með línu, sem beitt var um miðja síð- ustu viku. Afli var lítill, eða 2—6 lestir á bát. Loðna er komin á mið- in, og munu menn nú beita línuna með loðnu í von um að aflabrögð verði betri. — G. J. Grindavíkurbátar beita lolínu Grindavík, 12. marz. — Margir Grindavíkurbátar voru á sjó í gær í fvrsta sinn eftir óveðrið. Afli var lítill, flestir voru með 4—6 leslir úr róðrinum. Nú munu bátarnir beita loðnu. því búið er að fá ný- veidda loðnu til beitingar. Loðna er komin á miðin, en ekki telja sjó- menn þó að um mikla göngu sé að ræða. íkviknun á Akureyri Akureyri, 12. marz. Klukkan 10 árdegis í dag kom upp eldur í hús- inu Strandgata 29. Þegar slökkvi- liðið kom á vettvang var eldur laus i geymsluherbergi í kjallara. Slökkviliði Akureyrar tókst greið- lega að ráða niðurlögum eldsins, en smávegis skemmdir urðu af völdum vatns og elds. Upptök elds ins eru ókunn. Á batavegi eftir bílslys Blönduósi, 12. marz. — Fyrir nokkrum dögum valt áætlunarbif- reið frá Norðurleið út af veginuin í Norðurárdal og slösuðust tveir menn, bílstjórinn og Lindemann, veitingamaður í Varmahlíð. Hafa þeir legið í sjúkrahúsinu á Blöndu ósi síðan. Bílstjórinn er nú farinn að klæðast, en Lindemann liggur enn, en er þó á batavegi. SA. Allgóífur hrognkelsaafli viS Húsavík Húsavík, 12. marz. — Afli er fremur tregur hjá línubátum, og þeir verða að sækja langt. Helduv er stormasamt þessá daga. Hrogn- kelsaafli er hins végar allgóður og nokkuð slundaðar þær veiðar. — Lítill snjór er og ágætt bílfæri um héraðið. ÞF. Framsóknarvistin spiluí) af kappi Dalvík, 12. marz. — Lokið er nú þriðju og síðustu umferð frajn- sóknarvistarinnar hér, en liún er liður í allsherjar spilakeppni í hér aðinu. Síðasta umferðin var spiluð á laugardaginn, og sóttu samkom- una um 100 manns. Eftir spilin var sameiginleg kaffidrykkja og síðan dansað af miklu fjöri. Efstu spilamennirnir eftir þrjár umferð- irnar eru þessir: Petrína Zóphón- íasdóttir, Friðsteinn Bergsson, Stefánía Jónsdótttr, Sólmundur Zóphóníasson, Gunnhildur Jóns- dóttir og Þóranna Hansen. Fimm heildarverðlaun verða -veitt þeim, sem hæstir verða í sýslukeppn- inni. PJ. Ibúum Akraness fjölgar um 204 á sl. ári Akranesi í gær. — íbúar Akrá- neskaupstaðar voru 3345 um s. 1. áramót og hafði fjölgað um 204 á árinu 1955. Af íbúunum voru 1283 innan við 14 ára aldur. Bindindissýningin á Akranesi Bindindissýningin, sem haldin hefir verið í Reykjavík og á Akur- eyri var opnuð á Akranesi á föstu- daginn og mun henni ljúka í dag. Skólanemendur og margt annarra gesta hefir komið á sýninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.